„Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 1951/Gömlu og nýju skipin“: Munur á milli breytinga
Ekkert breytingarágrip |
Ekkert breytingarágrip |
||
(1 millibreyting ekki sýnd frá 1 notanda) | |||
Lína 1: | Lína 1: | ||
HERMANN JÓNSSON:<br> | :''HERMANN JÓNSSON'':<br> | ||
<big><big>Gömlu og nýju skipin.</big></big> | <big><big><big><center>''Gömlu og nýju skipin.'' </center></big></big></big> | ||
Þegar þilskipaútgerðin hófst fyrst hér á landi, má segja að það væri stórfelld bylting í íslenzkri útgerð. Fram að þeim tíma áttu landsmenn ekki annan fiskiflota en árabátana, enga togara, og engin kaupskip. Það þótti því í mikið ráðizt, er farið var að kaupa til landsins skúturnar svokölluðu og gera þær út á fiskveiðar hér við land. | Þegar þilskipaútgerðin hófst fyrst hér á landi, má segja að það væri stórfelld bylting í íslenzkri útgerð. Fram að þeim tíma áttu landsmenn ekki annan fiskiflota en árabátana, enga togara, og engin kaupskip. Það þótti því í mikið ráðizt, er farið var að kaupa til landsins skúturnar svokölluðu og gera þær út á fiskveiðar hér við land.<br> | ||
Eins og gerist litu ýmsir þessa nýbreytni illu auga, töldu að árabátarnir hefðu dugað og gætu eins dugað enn, töldu að þjóðin væri að reisa sér hurðarás um öxl, sem mundi koma henni í koll síðar. Aðrir fögnuðu þessari framför og nýbreytni, og fríð og fönguleg skip þóttu skúturnar á þeim tíma. Ekki býst ég samt við, að hinni ungu sjómannastétt okkar mundi þykja mikið til koma, og varla mundu vera langir biðlistar eftir því að komast á slík skip nú.<br> | |||
Eins og gerist litu ýmsir þessa nýbreytni illu auga, töldu að árabátarnir hefðu dugað og gætu eins dugað enn, töldu að þjóðin væri að reisa sér hurðarás um öxl, sem mundi koma henni í koll síðar. Aðrir fögnuðu þessari framför og nýbreytni, og fríð og fönguleg skip þóttu skúturnar á þeim tíma. Ekki býst ég samt við, að hinni ungu sjómannastétt okkar mundi þykja mikið til koma, og varla mundu vera langir biðlistar eftir því að komast á slík skip nú. | Þetta voru mest skip frá 8-90 lestir að stærð. Engin vél, allt varð að treysta á seglin, og mun það þykja lygilegt, hvað stundum tók langan tíma að komast um sjóinn. T.d. var ég einu sinni með því að vera fjóra sólarhringa að komast út Arnarfjörðinn, í annað sinn 27 daga frá Flatey á Breiðafirði til Reykjavíkur.<br> | ||
Þetta eru aðeins tvö dæmi um það, hvað stundum var erfitt að komast leiðar sinnar. Menn voru ekki öðru vanir og tóku þessu með þolinmæði, en í góðum byr var gaman að sigla sumum af þessum skútum, og mættu hinir ganggóðu vélbátar nútímans fyllilega vara sig á þeim.<br> | |||
Þetta voru mest skip frá 8-90 lestir að stærð. Engin vél, allt varð að treysta á seglin, og mun það þykja lygilegt, hvað stundum tók langan tíma að komast um sjóinn. T.d. var ég einu sinni með því að vera fjóra sólarhringa að komast út Arnarfjörðinn, í annað sinn 27 daga frá Flatey á Breiðafirði til Reykjavíkur. | Fæði og allur aðbúnaður var langt fyrir neðan það, sem nú mundi vera kallað boðlegt, samt fór það mjög eftir geðþótta þess, sem útgerðina átti. Sama var það með allan útbúnað á seglum og reiða. Sumum fannst allt geta dugað, og hefur sá hugsunarháttur áreiðanlega orðið mörgum að aldurtila. En svo voru aðrir, er allt vildu hafa traust á skipum sínum og vegnaði þeim venjulega betur.<br> | ||
Eina öryggistækið um borð í þessum skipum var áttavitinn og var þá ekki altént verið að fást um, þó á honum væri einhver smáskekkja, enda á þeim tíma ekki ætíð sem bezt kunnáttan í notkun þessa siglingatækis. Haft var eftir skipstjóra nokkrum, er hann var að leiðbeina skipverja með að stýra eftir áttavita: ,,Stýrðu eftir stóru rásinni strákur“. Annar sagði venjulega til á þessa leið: „Stýrðu nær A eða stýrðu nær S“. Gárungarnir sögðu, að það væri af því, að hann þekkti ekki nema höfuðáttirnar. Kennslan í siglingafræði var heldur ekki á marga fiska á fyrstu árum skútualdarinnar.<br> | |||
Þetta eru aðeins tvö dæmi um það, hvað stundum var erfitt að komast leiðar sinnar. Menn voru ekki öðru vanir og tóku þessu með þolinmæði, en í góðum byr var gaman að sigla sumum af þessum skútum, og mættu hinir ganggóðu vélbátar nútímans fyllilega vara sig á þeim. | Þó kunnáttan væri á þeim tíma ekki mikil í siglingafræðinni, var hún þeim mun meiri á sumum öðrum sviðum, því mjög margir af hinum gömlu skútuskipstjórum voru afburða sjómenn, gæddir undraverðri athyglisgáfu og ótrúlegri lagni að stjórna þessum litlu, vélalausu fleytum í vondum veðrum, enda þurfti meiri sjómennsku til að stjórna þeim en hinum vélknúnu skipum nú á tímum.<br> | ||
Nú eru þessar fleytur horfnar af sjónarsviðinu, en víða má þó sjá leifar þeirra, svo sem hálf sundurtætt flök víða í höfnum landsins. Sama máli er að gegna með elztu mótorbátana og gömlu togarana, þeim er ýmist lagt við festar eða dregnir upp á fjörur sem ónothæfum og bíða þess að tönn tímans vinni til fullnustu á þeim.<br> | |||
Fæði og allur aðbúnaður var langt fyrir neðan það, sem nú mundi vera kallað boðlegt, samt fór það mjög eftir geðþótta þess, sem útgerðina átti. Sama var það með allan útbúnað á seglum og reiða. Sumum fannst allt geta dugað, og hefur sá hugsunarháttur áreiðanlega orðið mörgum að aldurtila. En svo voru aðrir, er allt vildu hafa traust á skipum sínum og vegnaði þeim venjulega betur. | Hjá hinum eldri sjómönnum eru margar minningar bundnar við þessi gömlu skip, á þeim höfðu þeir starfað og stritað, lent í ýmsum svaðilförum og ævintýrum, á þeim öfluðu þeir sér og sínum lífsviðurværis, á þeim færðu þeir þjóðinni auð og sóttu barninu brauð.<br> | ||
Örlög sjómannsins verða þau sömu og hins gamla skips. Hinu gamla skipi fleigir eigandinn frá sér, er það er hætt að færa honum þann gróða, er hann gerir sig ánægðan með. Þegar sjómaðurinn er búinn að slíta kröftum sínum við að draga gull úr greipum Ægis, og hann ekki lengur fullnægir þeim vinnuafköstum, sem af honum eru heimtuð, fleigir þjóðfélagið honum frá sér sem ónothæfu framleiðslutæki. Þjóðin er ekki talin hafa efni á að greiða hinum gömlu og útslitnu sjómönnum sínum eftirlaun eða að sjá þeim að neinu leyti farborða, er þeir verða að hætta störfum, en öllum sínum embættismannahóp hefur hún efni á að greiða eftirlaun. | |||
Eina öryggistækið um borð í þessum skipum var áttavitinn og var þá ekki altént verið að fást um, þó á honum væri einhver smáskekkja, enda á þeim tíma ekki ætíð sem bezt kunnáttan í notkun þessa siglingatækis. Haft var eftir skipstjóra nokkrum, er hann var að leiðbeina skipverja með að stýra eftir áttavita: ,,Stýrðu eftir stóru rásinni | |||
<center>[[Mynd:Þeir una sér í kappróðrarbátunum.png|500px|ctr]]</center> | |||
[[ | <center>''Þeir una sér í kappróðrarbátunum.</center> | ||
:::::::::::::''(Ljósmyndari: [[Jóhann Stígur Þorsteinsson|Jóhann Þorsteinsson.]]) | |||
Það er krafa þjóðarinnar til allra þeirra, er skipum ráða, að leggja ekki það mikið ofurkapp í fiskveiðarnar, að lífi skipverja sé stefnt í beinan voða, eins og því miður hefur átt sér stað. Hún | Hinu ber að fagna, að þjóðin skyldi hafa efni á að byggja upp skipastól sinn, sem mjög var orðinn úr sér genginn, og eiga þeir menn þakkir skilið, er á sínum tíma börðust fyrir þeirri þjóðarnauðsyn. Fyrir okkur, sem byggjum afkomu okkar að mestu leyti á fiskveiðum er það nauðsynlegt að eiga stóran og vel útbúinn fiskiflota. Aukning sú, er varð á skipastólnum á hinum svo kölluðu nýsköpunarárum, færir mikla möguleika til aukinnar framleiðslu. Hitt er svo önnur saga, hvernig með þessa auknu framleiðslu er farið og hvað úr henni verður. Þjóðin fagnar því ekki sízt, að með stækkun skipanna hefur aðbúnaður allur breytzt mjög til batnaðar fyrir sjómennina frá því sem áður var, og flest af hinum stærri skipum eru búin hinum fullkomnustu siglingartækjum, sem skipstjórnarmenn kunna vel að meðhöndla. Þetta ætti að draga mjög úr þeim fórnum, er þjóðin hefur oft orðið að færa sjávarguðnum. | ||
[[Mynd:Kappglíma á sjómannadaginn.png|300px|thumb|''Kappglíma á Sjómannadaginn.(Ljósm.: L.G.)]] | |||
Ég held, að hætt sé að fullyrða, að mjög hafi dregið úr slysum á bátaflotanum nú síðustu árin, eftir að bátarnir stækkuðu og allur útbúnaður þeirra batnaði. Hinsvegar er ekki sömu sögu að segja af togurunum. Talið er að óeðlilega mikið hafi borið á slysum á þeim, einmitt núna upp á síðkastið. Hvað sem veldur. Sumir telja, að orsakanna sé að nokkru að leyta í hinu brjálæðiskennda ofurkappi, sem lagt sé í fiskveiðarnar á þessum skipum, því öllu má ofbjóða. Eitthvert það óhugnanlegasta slys, sem orðið hefur á togaraflotanum um langt skeið var, er Patreksfjarðartogarinn Vörður sökk hér skammt austur af Eyjum. Eftir því sem blöð og útvarp sögðu frá þeim sorglega atburði er vart hægt að draga aðra ályktun en þá, að þarna hafi verið teflt djarfara en hægt er að forsvara.<br> | |||
Steingrímur Aðalsteinsson bar fram á Alþingi ekki alls fyrir löngu þingsályktunartillögu, um að skipuð yrði nefnd til að rannsaka orsakir hinna tíðu slysa á togurunum, og koma með tillögur eða tillögu til úrbóta. En það mál hefur víst sofnað svefninum langa, þingmennirnir munu þótzt hafa öðru að sinna en dunda við svo ómerkilegt mál.<br> | |||
Það er krafa þjóðarinnar til allra þeirra, er skipum ráða, að leggja ekki það mikið ofurkapp í fiskveiðarnar, að lífi skipverja sé stefnt í beinan voða, eins og því miður hefur átt sér stað. Hún metur meira líf ungra og hraustra sona sinna en nokkra fisktitti. | |||
[[Hermann Jónsson]] | ::::::::::::::::::''[[Hermann Kristinn Jónsson|Hermann Jónsson]] | ||
{{Sjómannadagsblað Vestmannaeyja}} | {{Sjómannadagsblað Vestmannaeyja}} |
Núverandi breyting frá og með 29. desember 2017 kl. 18:29
- HERMANN JÓNSSON:
Þegar þilskipaútgerðin hófst fyrst hér á landi, má segja að það væri stórfelld bylting í íslenzkri útgerð. Fram að þeim tíma áttu landsmenn ekki annan fiskiflota en árabátana, enga togara, og engin kaupskip. Það þótti því í mikið ráðizt, er farið var að kaupa til landsins skúturnar svokölluðu og gera þær út á fiskveiðar hér við land.
Eins og gerist litu ýmsir þessa nýbreytni illu auga, töldu að árabátarnir hefðu dugað og gætu eins dugað enn, töldu að þjóðin væri að reisa sér hurðarás um öxl, sem mundi koma henni í koll síðar. Aðrir fögnuðu þessari framför og nýbreytni, og fríð og fönguleg skip þóttu skúturnar á þeim tíma. Ekki býst ég samt við, að hinni ungu sjómannastétt okkar mundi þykja mikið til koma, og varla mundu vera langir biðlistar eftir því að komast á slík skip nú.
Þetta voru mest skip frá 8-90 lestir að stærð. Engin vél, allt varð að treysta á seglin, og mun það þykja lygilegt, hvað stundum tók langan tíma að komast um sjóinn. T.d. var ég einu sinni með því að vera fjóra sólarhringa að komast út Arnarfjörðinn, í annað sinn 27 daga frá Flatey á Breiðafirði til Reykjavíkur.
Þetta eru aðeins tvö dæmi um það, hvað stundum var erfitt að komast leiðar sinnar. Menn voru ekki öðru vanir og tóku þessu með þolinmæði, en í góðum byr var gaman að sigla sumum af þessum skútum, og mættu hinir ganggóðu vélbátar nútímans fyllilega vara sig á þeim.
Fæði og allur aðbúnaður var langt fyrir neðan það, sem nú mundi vera kallað boðlegt, samt fór það mjög eftir geðþótta þess, sem útgerðina átti. Sama var það með allan útbúnað á seglum og reiða. Sumum fannst allt geta dugað, og hefur sá hugsunarháttur áreiðanlega orðið mörgum að aldurtila. En svo voru aðrir, er allt vildu hafa traust á skipum sínum og vegnaði þeim venjulega betur.
Eina öryggistækið um borð í þessum skipum var áttavitinn og var þá ekki altént verið að fást um, þó á honum væri einhver smáskekkja, enda á þeim tíma ekki ætíð sem bezt kunnáttan í notkun þessa siglingatækis. Haft var eftir skipstjóra nokkrum, er hann var að leiðbeina skipverja með að stýra eftir áttavita: ,,Stýrðu eftir stóru rásinni strákur“. Annar sagði venjulega til á þessa leið: „Stýrðu nær A eða stýrðu nær S“. Gárungarnir sögðu, að það væri af því, að hann þekkti ekki nema höfuðáttirnar. Kennslan í siglingafræði var heldur ekki á marga fiska á fyrstu árum skútualdarinnar.
Þó kunnáttan væri á þeim tíma ekki mikil í siglingafræðinni, var hún þeim mun meiri á sumum öðrum sviðum, því mjög margir af hinum gömlu skútuskipstjórum voru afburða sjómenn, gæddir undraverðri athyglisgáfu og ótrúlegri lagni að stjórna þessum litlu, vélalausu fleytum í vondum veðrum, enda þurfti meiri sjómennsku til að stjórna þeim en hinum vélknúnu skipum nú á tímum.
Nú eru þessar fleytur horfnar af sjónarsviðinu, en víða má þó sjá leifar þeirra, svo sem hálf sundurtætt flök víða í höfnum landsins. Sama máli er að gegna með elztu mótorbátana og gömlu togarana, þeim er ýmist lagt við festar eða dregnir upp á fjörur sem ónothæfum og bíða þess að tönn tímans vinni til fullnustu á þeim.
Hjá hinum eldri sjómönnum eru margar minningar bundnar við þessi gömlu skip, á þeim höfðu þeir starfað og stritað, lent í ýmsum svaðilförum og ævintýrum, á þeim öfluðu þeir sér og sínum lífsviðurværis, á þeim færðu þeir þjóðinni auð og sóttu barninu brauð.
Örlög sjómannsins verða þau sömu og hins gamla skips. Hinu gamla skipi fleigir eigandinn frá sér, er það er hætt að færa honum þann gróða, er hann gerir sig ánægðan með. Þegar sjómaðurinn er búinn að slíta kröftum sínum við að draga gull úr greipum Ægis, og hann ekki lengur fullnægir þeim vinnuafköstum, sem af honum eru heimtuð, fleigir þjóðfélagið honum frá sér sem ónothæfu framleiðslutæki. Þjóðin er ekki talin hafa efni á að greiða hinum gömlu og útslitnu sjómönnum sínum eftirlaun eða að sjá þeim að neinu leyti farborða, er þeir verða að hætta störfum, en öllum sínum embættismannahóp hefur hún efni á að greiða eftirlaun.
- (Ljósmyndari: Jóhann Þorsteinsson.)
Hinu ber að fagna, að þjóðin skyldi hafa efni á að byggja upp skipastól sinn, sem mjög var orðinn úr sér genginn, og eiga þeir menn þakkir skilið, er á sínum tíma börðust fyrir þeirri þjóðarnauðsyn. Fyrir okkur, sem byggjum afkomu okkar að mestu leyti á fiskveiðum er það nauðsynlegt að eiga stóran og vel útbúinn fiskiflota. Aukning sú, er varð á skipastólnum á hinum svo kölluðu nýsköpunarárum, færir mikla möguleika til aukinnar framleiðslu. Hitt er svo önnur saga, hvernig með þessa auknu framleiðslu er farið og hvað úr henni verður. Þjóðin fagnar því ekki sízt, að með stækkun skipanna hefur aðbúnaður allur breytzt mjög til batnaðar fyrir sjómennina frá því sem áður var, og flest af hinum stærri skipum eru búin hinum fullkomnustu siglingartækjum, sem skipstjórnarmenn kunna vel að meðhöndla. Þetta ætti að draga mjög úr þeim fórnum, er þjóðin hefur oft orðið að færa sjávarguðnum.
Ég held, að hætt sé að fullyrða, að mjög hafi dregið úr slysum á bátaflotanum nú síðustu árin, eftir að bátarnir stækkuðu og allur útbúnaður þeirra batnaði. Hinsvegar er ekki sömu sögu að segja af togurunum. Talið er að óeðlilega mikið hafi borið á slysum á þeim, einmitt núna upp á síðkastið. Hvað sem veldur. Sumir telja, að orsakanna sé að nokkru að leyta í hinu brjálæðiskennda ofurkappi, sem lagt sé í fiskveiðarnar á þessum skipum, því öllu má ofbjóða. Eitthvert það óhugnanlegasta slys, sem orðið hefur á togaraflotanum um langt skeið var, er Patreksfjarðartogarinn Vörður sökk hér skammt austur af Eyjum. Eftir því sem blöð og útvarp sögðu frá þeim sorglega atburði er vart hægt að draga aðra ályktun en þá, að þarna hafi verið teflt djarfara en hægt er að forsvara.
Steingrímur Aðalsteinsson bar fram á Alþingi ekki alls fyrir löngu þingsályktunartillögu, um að skipuð yrði nefnd til að rannsaka orsakir hinna tíðu slysa á togurunum, og koma með tillögur eða tillögu til úrbóta. En það mál hefur víst sofnað svefninum langa, þingmennirnir munu þótzt hafa öðru að sinna en dunda við svo ómerkilegt mál.
Það er krafa þjóðarinnar til allra þeirra, er skipum ráða, að leggja ekki það mikið ofurkapp í fiskveiðarnar, að lífi skipverja sé stefnt í beinan voða, eins og því miður hefur átt sér stað. Hún metur meira líf ungra og hraustra sona sinna en nokkra fisktitti.