„Gyðríður Jónsdóttir (Lambafelli)“: Munur á milli breytinga
Ekkert breytingarágrip |
Ekkert breytingarágrip |
||
(2 millibreytingar ekki sýndar frá sama notandanum) | |||
Lína 10: | Lína 10: | ||
Hún lést 1860, 88 ára. | Hún lést 1860, 88 ára. | ||
Maður Gyðríðar var Gísli Eiríksson bóndi á Lambafelli, f. | Maður Gyðríðar var Gísli Eiríksson bóndi á Lambafelli, f. 16. maí 1771, d. 20. júlí 1834. Foreldrar hans voru Eiríkur Árnason bóndi á Lambafelli, f. 1727, d. 23. júlí 1785 og kona hans Þuríður Gísladóttir húsfreyja, f. 1731, á lífi 1782. <br> | ||
Börn þeirra hér:<br> | Börn þeirra hér:<br> | ||
1. Þóra Gísladóttir húsfreyja í Miðmörk og síðar í Lunansholti á Landi, f. 1795, d. 15. febrúar 1856.<br> | 1. Þóra Gísladóttir húsfreyja í Miðmörk og síðar í Lunansholti á Landi, f. 1795, d. 15. febrúar 1856. Hún var móðurmóðir [[Gyðríður Magnúsdóttir (Hellisholti)|Gyðríðar]] í [[Hellisholt]]i, móður Hjartar, Reimars og Vigdísar Hjartarbarna.<br> | ||
2. Þuríður Gísladóttir húsfreyja á Kúfhól í A-Landeyjum, f. 20. febrúar 1798, d. 30. júní 1860.<br> | 2. Þuríður Gísladóttir húsfreyja á Kúfhól í A-Landeyjum, f. 20. febrúar 1798, d. 30. júní 1860.<br> | ||
3. Ragnhildur Gísladóttir, f. 1799, á lífi 1816.<br> | 3. Ragnhildur Gísladóttir, f. 1799, á lífi 1816.<br> |
Núverandi breyting frá og með 18. maí 2024 kl. 14:08
Gyðríður Jónsdóttir húsfreyja á Lambafelli u. Eyjafjöllum fæddist 1772 á Vilborgarstöðum og lést 2. febrúar 1860.
Foreldrar hennar voru Jón Natanaelsson bóndi á Vilborgarstöðum, f. 1734, d. 1774, og kona hans Ragnhildur Jónsdóttir húsfreyja, f. 1734, d. 7. september 1813.
Ragnhildur missti föður sinn er hún var tveggja ára.
Hún mun hafa flust með móður sinni og systkinum undir Fjöll í bernsku, var húsfreyja á Lambafelli þar 1801 með Gísla Eiríkssyni manni sínum og 4 börnum þeirra.
1816 voru þau Gísli á Lambafelli með 8 börn sín.
Hún var búandi ekkja á Lambafelli 1835. Fyrirvinna hjá henni var Guðmundur sonur hennar, 25 ára. 4 önnur fulltíða börn hennar voru þar einnig.
1840 var hún þar í heimili hjá Guðmundi syni sínum, sem bjó þar ekkill með ráðskonu, - Guðbjörgu systur sína. Tvö önnur systkini Guðmundr voru í heimilinu.
Gyðríður var í skjóli Guðmundar til dd.
Hún lést 1860, 88 ára.
Maður Gyðríðar var Gísli Eiríksson bóndi á Lambafelli, f. 16. maí 1771, d. 20. júlí 1834. Foreldrar hans voru Eiríkur Árnason bóndi á Lambafelli, f. 1727, d. 23. júlí 1785 og kona hans Þuríður Gísladóttir húsfreyja, f. 1731, á lífi 1782.
Börn þeirra hér:
1. Þóra Gísladóttir húsfreyja í Miðmörk og síðar í Lunansholti á Landi, f. 1795, d. 15. febrúar 1856. Hún var móðurmóðir Gyðríðar í Hellisholti, móður Hjartar, Reimars og Vigdísar Hjartarbarna.
2. Þuríður Gísladóttir húsfreyja á Kúfhól í A-Landeyjum, f. 20. febrúar 1798, d. 30. júní 1860.
3. Ragnhildur Gísladóttir, f. 1799, á lífi 1816.
4. Eiríkur Gíslason bóndi á Gularási í A-Landeyjum, f. 11. september 1799, d. 23. júlí 1855. Hann og Hildur Salómonsdóttir, fyrri kona hans, fóstruðu Sæmund Ólafsson frá Stakkagerði, formann á þilskipinu Hansínu, f. 24. desember 1831, drukknaði í mars 1863.
5. Jón Gíslason vinnumaður víða, f. 1804, d. 1. mars 1859.
6. Guðmundur Gíslason bóndi á Lambafelli, f. 7. ágúst 1810, d. 1. mars 1859.
7. Guðbjörg Gísladóttir bústýra á Lambafelli, síðar húsfreyja á Hrauni í Grindavík, f. 10. mars 1815, d. 20. september 1905.
8. Engilbert Gíslason vinnumaður á Lambafelli, bóndi á Núpi, í Miðbæli og Syðra-Hólakoti, f. 1816, d. 1898.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson
- Íslendingabók.is.
- Manntöl.
- Ættatölubækur Jóns Espólíns p.5631/985.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.