„Agnes Aagaard“: Munur á milli breytinga
m (Verndaði „Agnes Aagaard“ ([edit=sysop] (ótiltekinn))) |
Ekkert breytingarágrip |
||
Lína 1: | Lína 1: | ||
[[Mynd:Blik 1967 138 2.jpg|thumb|200px|''Agnes Aagaard]] | [[Mynd:Blik 1967 138 2.jpg|thumb|200px|''Agnes Aagaard]] | ||
''' | '''Agnes Matthilde Adalheide Aagaard''' fædd Grandjean, húsfreyja, sýslumannskona í Eyjum fæddist 1852, - var af frönskum ættum að langfeðgatali.<br> | ||
Hún var kennslukona, giftist Aagaard sýslumanni í ferð hans til Danmerkur 1874 og kom til Íslands sumarið 1875.<br> | Hún var kennslukona, giftist Aagaard sýslumanni í ferð hans til Danmerkur 1874 og kom til Íslands sumarið 1875.<br> |
Núverandi breyting frá og með 14. janúar 2020 kl. 15:25
Agnes Matthilde Adalheide Aagaard fædd Grandjean, húsfreyja, sýslumannskona í Eyjum fæddist 1852, - var af frönskum ættum að langfeðgatali.
Hún var kennslukona, giftist Aagaard sýslumanni í ferð hans til Danmerkur 1874 og kom til Íslands sumarið 1875.
Þau bjuggu í Nöjsomhed til 1877, en það stóð þar sem síðar var Stafholt. Þau fluttust í Uppsali 1877, sem Gísli Bjarnasen verslunarstjóri hafði nýlega byggt, bjuggu í Jónshúsi 1883, en að Vilborgarstöðum voru þau komin 1884. Þar bjuggu þau til ársins 1892, er þau fluttust til Danmerkur.
Þau eignuðust 5 börn í Eyjum, misstu yngsta barnið á annarri viku.
Agnes fluttist með börnin til Reykjavíkur 1890 vegna skólagöngu þeirra.
Hún hélt dagbók hluta af dvölinni í Eyjum. Hún er birt í Sögum og sögnum úr Vestmannaeyjum: Úr dagbókarblöðum Agnesar Aagaard, sýslumannsfrúar í Vestmannaeyjum.
Maður Agnesar, (26. september 1874), var Marius Ludovicus Aagaard sýslumaður í Eyjum 1872-1892.
Börn þeirra í Eyjum voru:
1. Christen Anton Sophus Aagaard lögreglustjóri í Óðinsvéum (Odense) í Danmörku, f. 20. júní 1876.
2. Gunnar Aagaard, f. 7. janúar 1878.
3. Otto Grandjean, f. 21. október 1880.
4. Kjartan Aagaard, f. 26. september 1884.
5. Kristján Aagaard, f. 28. september 1887, d. 7. október 1887.
Dóttir hjónanna, fædd í Danmörku, var
6. Ellen Aagaard. Hún heimsótti Eyjar 1931. (Sjá Christen Anton Sophus Aagaard).
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Heimaslóð.is.
- Prestþjónustubækur.
- Sögur og sagnir úr Vestmannaeyjum. Jóhann Gunnar Ólafsson. 2. útgáfa. Skuggsjá 1966.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.