„Carl Wilhelm Roed“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
m (Verndaði „Carl Wilhelm Roed“ (‎[edit=sysop] (ótiltekinn)))
Ekkert breytingarágrip
 
Lína 25: Lína 25:
*Prestþjónustubækur.
*Prestþjónustubækur.
*[[Saga Vestmannaeyja]]. [[Sigfús M. Johnsen]]. Ísafoldarprentsmiðja h.f. 1946.}}
*[[Saga Vestmannaeyja]]. [[Sigfús M. Johnsen]]. Ísafoldarprentsmiðja h.f. 1946.}}
{{Æviskrár Víglundar Þórs}}
[[Flokkur: Iðnaðarmenn]]
[[Flokkur: Iðnaðarmenn]]
[[Flokkur: Frumkvöðlar]]
[[Flokkur: Frumkvöðlar]]

Núverandi breyting frá og með 13. júní 2015 kl. 22:13

Carl Wilhelm Roed veitingamaður og beykir í Frydendal fæddist 1824 og lést í Eyjum 29. desember 1896.

Carl Roed var lærður beykir og vann við iðn sína í Eyjum, en eftir að þau Madama Roed tóku saman stundaði hann jöfnum höndum veitingarekstur og beykisstörf.

ctr


Frydendal frá tímum Carls Wilhelms og Madama Roed.


Hann stundaði einnig garðrækt, sem var nýlunda í Eyjum. Þau hjón munu hafa hreinsað lóð sína af grjóti og hlaðið í garða til að verjast ágangi grasbíta, (sjá mynd). Þessir grjótgarðar komu síðar að góðum notum, er Gísli J. Johnsen lagði stakkstæði sín.
Úr Bliki 1980: „Árið 1893 eða þrem árum áður en Carl W. Roed, fyrrverandi veitingamaður og beykir, lézt, skrifaði Sigurður bóndi Sigurfinnsson, síðar hreppsstjóri í Eyjum, fréttir frá byggðarlagi sínu í blaðið Fjallkonuna í Reykjavík. Þar segir hann um C. W. Roed:
„Nú reikar Roed með sinn vonarvöl hér daglega um göturnar sem þurfamaður, öllum ástvinum horfinn, lotinn af elli og beygður af margvíslegu andstreymi lífsins. En það er þessi fallegi, síglaði, gamli maður með úlfhvítt höfuð af hærum, sem Vestmannaeyingar eiga mikið að þakka hvað garðræktina snertir.
Meðan Roed var hér húsráðandi með konu sinni, var hús þeirra hjóna sannkölluð hjálparhella allra sjóhraktra manna, er hingað komu eða hjúkrunar þurftu með. Hjá þeim var bæði hjúkrunar- og veitingahús, en ekki eingöngu brennivínskompa eða hælislaus bjórhöll.““
Carl Wilhelm Roed lést 1896, á sveit í Frydendal.

Kona Carls Roed, (2. nóvember 1866), var Madama Roed húsfreyja og veitingakona m.m., f. 1810, d. 23. nóvember 1878. Hann var síðari maður hennar.
Barn þeirra var
1. María Soffía Friðrikka Roed, f. 26. júlí 1851, d. 27. desember 1864.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.