„Helgi VE-333“: Munur á milli breytinga
(skv.ábendingum Arnþórs Helgasonar) |
Ekkert breytingarágrip |
||
(2 millibreytingar ekki sýndar frá 1 notanda) | |||
Lína 1: | Lína 1: | ||
[[Mynd:Helgi VE333.jpg|thumb|300px|Hinn myndarlegi vélbátur Helgi VE]] | [[Mynd:Helgi VE333.jpg|thumb|300px|Hinn myndarlegi vélbátur Helgi VE]] | ||
[[Mynd:V.s. Helgi.jpg|thumb|300px|''Vélskipið Helgi.]] | |||
Vélbáturinn [[Helgi VE-333]] var smíðaður í Vestmannaeyjum. Hann var 119 rúmlestir að stærð og þar með stærsta skip sem smíðað hafði verið á Íslandi. | Vélbáturinn [[Helgi VE-333]] var smíðaður í Vestmannaeyjum. Hann var 119 rúmlestir að stærð og þar með stærsta skip sem smíðað hafði verið á Íslandi. | ||
Lína 6: | Lína 7: | ||
Hann fékkst ekki tryggður hjá Bátaábyrgðafélagi Vestmannaeyja þar sem félagið ábyrgðist ekki stærri báta en 100 smálestir. Þegar siglingar hófust með ísfisk til Bretlands árið 1940 myndaði Helgi Benediktsson sérstakan tryggingasjóð um Helga og Skaftfelling. Þann sjóð gerðu stjórnvöld upptækan í desember 1949 og brá því Helgi á það ráð að tryggja skipin hjá Samvinnutryggingum. Skyldi sú trygging taka gildi þann 9. janúar árið 1950. Helgi fórst hinn 7. janúar. | Hann fékkst ekki tryggður hjá Bátaábyrgðafélagi Vestmannaeyja þar sem félagið ábyrgðist ekki stærri báta en 100 smálestir. Þegar siglingar hófust með ísfisk til Bretlands árið 1940 myndaði Helgi Benediktsson sérstakan tryggingasjóð um Helga og Skaftfelling. Þann sjóð gerðu stjórnvöld upptækan í desember 1949 og brá því Helgi á það ráð að tryggja skipin hjá Samvinnutryggingum. Skyldi sú trygging taka gildi þann 9. janúar árið 1950. Helgi fórst hinn 7. janúar. | ||
Skömmu eftir kl. 2 síðdegis laugardaginn 7. janúar árið 1950 sást hvar Helgi | |||
sigldi fyrir [[Þrælaeiði|Eiðið]]. Skammt austan við [[Faxasker]] fékk hann á sig brot sem | |||
færði skipið að mestu í kaf og vélin stöðvaðist. Skipverjum tókst að koma | |||
henni í gang að nýju en hún stöðvaðist öðru sinni. | |||
Skipti þá engu að Helga hrakti upp á boða sem nefnist Skellir og er skammt | |||
austan við Faxasker. Brotnaði hann þar í spón á 2-3 mínútum. Með skipinu | |||
fórust 10 manns. | |||
Það var lágsjávað og gríðarlegt vesturfall þegar Helgi fórst upp úr | |||
kl. 14:30. | |||
Núverandi breyting frá og með 30. mars 2014 kl. 13:46
Vélbáturinn Helgi VE-333 var smíðaður í Vestmannaeyjum. Hann var 119 rúmlestir að stærð og þar með stærsta skip sem smíðað hafði verið á Íslandi.
Haustið 1935 kom Helgi Benediktsson að máli við Gunnar Marel Jónsson og bað hann að undirbúa smíði skips sem yrði allt að 100 smálestum. Kom eikin til Eyja þá um veturinn og hófst smíði skipsins í mars árið 1936. Helgi var lengi í smíðum og var honum ekki hleypt af stokkunum fyrr en sumarið 1939. Til síldveiða hélt hann fullbúinn 22. júlí það ár.
Hann fékkst ekki tryggður hjá Bátaábyrgðafélagi Vestmannaeyja þar sem félagið ábyrgðist ekki stærri báta en 100 smálestir. Þegar siglingar hófust með ísfisk til Bretlands árið 1940 myndaði Helgi Benediktsson sérstakan tryggingasjóð um Helga og Skaftfelling. Þann sjóð gerðu stjórnvöld upptækan í desember 1949 og brá því Helgi á það ráð að tryggja skipin hjá Samvinnutryggingum. Skyldi sú trygging taka gildi þann 9. janúar árið 1950. Helgi fórst hinn 7. janúar.
Skömmu eftir kl. 2 síðdegis laugardaginn 7. janúar árið 1950 sást hvar Helgi sigldi fyrir Eiðið. Skammt austan við Faxasker fékk hann á sig brot sem færði skipið að mestu í kaf og vélin stöðvaðist. Skipverjum tókst að koma henni í gang að nýju en hún stöðvaðist öðru sinni. Skipti þá engu að Helga hrakti upp á boða sem nefnist Skellir og er skammt austan við Faxasker. Brotnaði hann þar í spón á 2-3 mínútum. Með skipinu fórust 10 manns. Það var lágsjávað og gríðarlegt vesturfall þegar Helgi fórst upp úr kl. 14:30.
Sjá einnig
- Faxasker. Ítarleg lýsing frá þessu hörmulega sjóslysi.
Heimildir
- Skrá yfir myndir og málverk Byggðasafns Vestmannaeyja. Eyjaskinna 2. rit. Vestmannaeyjum: Sögufélag Vestmannaeyja, 1983.