„Ritverk Árna Árnasonar/Árni Árnason (símritari)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
m (Verndaði „Ritverk Árna Árnasonar/Árni Árnason (símritari)“ (‎[edit=sysop] (ótiltekinn)))
Ekkert breytingarágrip
 
(2 millibreytingar ekki sýndar frá sama notandanum)
Lína 1: Lína 1:
'''''<big>Kynning.</big>'''''
'''''<big>Kynning.</big>'''''
 
[[Mynd:0002.jpg|thumb|250px|''Að lokinni veiði.]]
'''Árni Árnason''' yngri frá [[Grund]], símritari og fræðimaður, fæddist 19. mars 1901 og lést 13. október 1962.<br>
'''Árni Árnason''' yngri frá [[Grund]], símritari og fræðimaður, fæddist 19. mars 1901 og lést 13. október 1962.<br>
Foreldrar hans voru [[Árni Árnason (Grund)|Árni Árnason]] verkamaður á Grund, f. 14. júlí 1870, d. 19. janúar 1924, og kona hans [[Jóhanna Lárusdóttir]] frá [[Búastaðir|Búastöðum]], f. 23. september 1868, d. 8. desember 1953.<br>
Foreldrar hans voru [[Árni Árnason (Grund)|Árni Árnason]] verkamaður á Grund, f. 14. júlí 1870, d. 19. janúar 1924, og kona hans [[Jóhanna Lárusdóttir]] frá [[Búastaðir|Búastöðum]], f. 23. september 1868, d. 8. desember 1953.<br>
Lína 8: Lína 8:
1. [[Hilda Árnadóttir (Ásgarði)|Hilda Árnadóttir]], f. 19. október 1926, d. 17. desember 2004, gift á Akureyri Herði Svanbergs prentara, f. 9. febrúar 1929, d. 9. september 2012.<br>
1. [[Hilda Árnadóttir (Ásgarði)|Hilda Árnadóttir]], f. 19. október 1926, d. 17. desember 2004, gift á Akureyri Herði Svanbergs prentara, f. 9. febrúar 1929, d. 9. september 2012.<br>
2. Uppeldissonur Árna og Katrínar er [[Þórarinn Guðmundsson (Ásgarði)|Þórarinn Guðmundsson]] radíóvirki, f. 25. apríl 1929. Hann er sonur [[Guðmundur Árnason (Ásgarði)|Guðmundar Árnasonar]] bróður Katrínar.<br>
2. Uppeldissonur Árna og Katrínar er [[Þórarinn Guðmundsson (Ásgarði)|Þórarinn Guðmundsson]] radíóvirki, f. 25. apríl 1929. Hann er sonur [[Guðmundur Árnason (Ásgarði)|Guðmundar Árnasonar]] bróður Katrínar.<br>
3. Uppeldisdóttir Árna og Katrínar er [[Katrín Gunnarsdóttir (Ásgarði)|Katrín Gunnarsdóttir]] húsfreyja og fornleifafræðingur, dótturdóttir þeirra, f. 1. janúar 1947.<br>


Það eru fórur hans, sem birtast á Heimaslóð undir heitinu „'''Ritverk Árna Árnasonar'''“.
Það eru verk hans, sem birtast á Heimaslóð undir heitinu „[[Úr fórum Árna Árnasonar]]“.


'''''<big>Úr fórum [[Árni Árnason (símritari)|Árna Árnasonar]] símritara: <br>Bjargveiðimannatal.</big>'''''<br>
'''''<big>Úr fórum [[Árni Árnason (símritari)|Árna Árnasonar]] símritara: <br>Bjargveiðimannatal.</big>'''''<br>

Núverandi breyting frá og með 15. október 2013 kl. 11:04

Kynning.

Að lokinni veiði.

Árni Árnason yngri frá Grund, símritari og fræðimaður, fæddist 19. mars 1901 og lést 13. október 1962.
Foreldrar hans voru Árni Árnason verkamaður á Grund, f. 14. júlí 1870, d. 19. janúar 1924, og kona hans Jóhanna Lárusdóttir frá Búastöðum, f. 23. september 1868, d. 8. desember 1953.

Kona Árna yngri frá Grund var Katrín Árnadóttir, f. 12. október 1905, d. 8. maí 1981.
Barn Árna og Katrínar var:
1. Hilda Árnadóttir, f. 19. október 1926, d. 17. desember 2004, gift á Akureyri Herði Svanbergs prentara, f. 9. febrúar 1929, d. 9. september 2012.
2. Uppeldissonur Árna og Katrínar er Þórarinn Guðmundsson radíóvirki, f. 25. apríl 1929. Hann er sonur Guðmundar Árnasonar bróður Katrínar.
3. Uppeldisdóttir Árna og Katrínar er Katrín Gunnarsdóttir húsfreyja og fornleifafræðingur, dótturdóttir þeirra, f. 1. janúar 1947.

Það eru verk hans, sem birtast á Heimaslóð undir heitinu „Úr fórum Árna Árnasonar“.

Úr fórum Árna Árnasonar símritara:
Bjargveiðimannatal.

Árni Árnason yngri er meðalmaður að hæð, ljóshærður og bláeygur, holdgrannur og smáger, léttur á velli og í lund, rjóður í andliti og ljós yfirlitum, snar í snúningum, lipur og líkamaléttur. Hann heldur sér vel í útliti nema hvað sjón er farin að daprast, svo að hann gengur með gleraugu að öllu jöfnu.
Hann hefir verið við veiðar síðan 1908 (frá 7 ára aldri) að mestu eða miklu leyti óslitið og verið í öllum úteyjunum nema Elliðaey. Hann þykir góður veiðimaður, þótt kraftamaður sé hann enginn. Hann hefir verið að veiðum í Suðurey, Álsey, Brandi, Bjarnarey og Heimakletti, velkunnugur veiðum á heimalandi og hvarvetna skilað sínum hlut. Hann hefir ávallt verið hlutgengur, veiðir daglega að sögn kunnugra, stilltur og gætinn og komið sér vel við félaga sína.
Hann þykir og afbragðs matreiðslumaður og afhaldinn af Álseyingum á því sviði.
Músikant er hann sjálflærður og hefir spilað mikið á fiðlu og harmoníku.
Hann var aðalhvatamaður að stofnun bjargveiðimannafélagsins og hefur verið formaður þess frá stofnun, ávallt endurkjörinn.
Hann hefur verið símritari síðan 1919 og er það enn, stundaði áður alls konar landvinnu.


Úr fórum Árna Árnasonar, efnisyfirlit

Önnur umfjöllun á Heimaslóð: Árni Árnason (símritari)


Heimildir