„Sögur og sagnir úr Vestmannaeyjum/Akurdraugurinn II.“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
 
(4 millibreytingar ekki sýndar frá sama notandanum)
Lína 1: Lína 1:
<br>
<big><big><center>Akurdraugurinn (II).</center></big></big>
<big><big><center>Akurdraugurinn (II).</center></big></big>
<br>
<br>
Nálægt aldamótunum 1800 bjó á [[Miðhús]]um í Vestmannaeyjum maður að nafni [[Oddur Jónsson á Miðhúsum|Oddur Jónsson]]. Hjá honum var vinnumaður, sem hét [[Þorsteinn Eyjólfsson vinnumaður|Þorsteinn Eyjólfsson]]. Hann var vínnautnarmaður mikill, ofsafenginn og oft orðillur og ólundaður við þá, er hann hafði nokkuð saman við að sælda. Þorsteinn safnaði peningum og gróf þá í jörðu, en sníkti handa sér vín. Eitt sinn bað Oddur Þorstein um peningalán og lagði fast að honum, en hann kvaðst enga peninga eiga. Einhverju sinni þegar Þorsteinn var að gæta að peningum sínum, læddist Oddur á eftir honum fyrir ofan garða, og lá þar í leyni. Komst hann þá að því hvar Þorsteinn faldi peninga sína. Litlu síðar hvarf nokkuð af þeim. Þóttist Þorsteinn vita, hver væri valdur að hvarfinu, og gjörðist hann nú ærið styggur og óþjáll heima fyrir, svo að engum var hent við hann að eiga. <br>
Nálægt aldamótunum 1800 bjó á [[Miðhús]]um í Vestmannaeyjum maður að nafni [[Oddur Jónsson (Miðhúsum)|Oddur Jónsson]]. Hjá honum var vinnumaður, sem hét [[Þorsteinn Eyjólfsson (Miðhúsum)|Þorsteinn Eyjólfsson]]. Hann var vínnautnarmaður mikill, ofsafenginn og oft orðillur og ólundaður við þá, er hann hafði nokkuð saman við að sælda. Þorsteinn safnaði peningum og gróf þá í jörðu, en sníkti handa sér vín. <br>
Eitt sinn bað Oddur Þorstein um peningalán og lagði fast að honum, en hann kvaðst enga peninga eiga. Einhverju sinni þegar Þorsteinn var að gæta að peningum sínum, læddist Oddur á eftir honum fyrir ofan garða, og lá þar í leyni. Komst hann þá að því hvar Þorsteinn faldi peninga sína. Litlu síðar hvarf nokkuð af þeim. Þóttist Þorsteinn vita, hver væri valdur að hvarfinu, og gjörðist hann nú ærið styggur og óþjáll heima fyrir, svo að engum var hent við hann að eiga. <br>
Dag nokkurn gekk Þorsteinn á reka austur með [[Urðir|Urðum]] og fann stórt tré, sem þurfti að draga upp á kamp. Hann stritaðist lengi við það bölvandi og formælandi, en samt varð honum ekkert ágengt. Loks staulaðist hann heim í afar illu skapi, og síðan beina leið niður til búðar, og fékk sér þar góða hressingu, svo að hann varð allölvaður. Er hann kom heim aftur, spurði Oddur bóndi, hversu honum hefði gengið rekaförin. „Nógu vel,“ segir Þorsteinn, „raftur einn er óuppdreginn, og gat ég ekki ráðið við hann.“ „Ég hygg, að ekki verðir þú sterkari nú, þar sem þú ert á leið með að verða domm og til einskis fær,“ segir Oddur. „Það er ekki síður þitt að draga upp raft þennan en mitt, og væri jafn gott, að þú fengir að fást við hann, eins og ég mátti. Þú hefur lengi verið ágjarn og viljað fá hlutina með hægu móti. Ég get trúað því, að tré þetta megi þér að illu verða, og áttu það skilið fyrir breytni þína,“ segir Þorsteinn. „Ekki skal meta orð þín marks, því heimskur talar,“ segir Oddur. „Ég vona, og bið þess fast, að ógæfu hljótir þú af trénu, eins og Grettir forðum. Ég mun stuðla til þess og gjöra þar til sem helzt ég má, og hvort, sem ég verð dauður eða lifandi skulu orð mín hrína.“ Þetta talaði Þorsteinn í ofsabræði og hatri. Þorsteinn hvarf á brott, en Oddur fór að bjarga trénu. <br>
Dag nokkurn gekk Þorsteinn á reka austur með [[Urðir|Urðum]] og fann stórt tré, sem þurfti að draga upp á kamp. Hann stritaðist lengi við það bölvandi og formælandi, en samt varð honum ekkert ágengt. Loks staulaðist hann heim í afar illu skapi, og síðan beina leið niður til búðar, og fékk sér þar góða hressingu, svo að hann varð allölvaður. Er hann kom heim aftur, spurði Oddur bóndi, hversu honum hefði gengið rekaförin. „Nógu vel,“ segir Þorsteinn, „raftur einn er óuppdreginn, og gat ég ekki ráðið við hann.“ „Ég hygg, að ekki verðir þú sterkari nú, þar sem þú ert á leið með að verða domm og til einskis fær,“ segir Oddur. „Það er ekki síður þitt að draga upp raft þennan en mitt, og væri jafn gott, að þú fengir að fást við hann, eins og ég mátti. Þú hefur lengi verið ágjarn og viljað fá hlutina með hægu móti. Ég get trúað því, að tré þetta megi þér að illu verða, og áttu það skilið fyrir breytni þína,“ segir Þorsteinn. „Ekki skal meta orð þín marks, því heimskur talar,“ segir Oddur. „Ég vona, og bið þess fast, að ógæfu hljótir þú af trénu, eins og Grettir forðum. Ég mun stuðla til þess og gjöra þar til sem helzt ég má, og hvort, sem ég verð dauður eða lifandi skulu orð mín hrína.“ Þetta talaði Þorsteinn í ofsabræði og hatri. Þorsteinn hvarf á brott, en Oddur fór að bjarga trénu. <br>
Seint að kvöldi þessa dags var [[Jón Eyjólfsson undirkaupmaður|Jón undirkaupmaður Eyjólfsson]] í vöruhúsi einu, að hagræða vörum og aðgæta þær. Sér hann þá Þorstein koma þar inn, allan rennandi votan, og líta ofan í víntunnu, sem var hálftæmd. Jón segir: „Hvaða fjandans verkun er á þér, maður!“ Þorsteinn snéri við og fór út steinþegjandi. Þá sló megnri fýlu fyrir vit Jóni, svo að honum fannst ekki um. Ekki hafði Jón orð á atburði þessum við nokkurn mann. Þorsteinn kom ekki heim að Miðhúsum um kvöldið eða nóttina. Daginn eftir tóku menn að undrast fjarvist hans, og var spurt eftir honum í [[Austurbúðin]]ni. Sagði þá Jón undirkaupmaður frá því, sem við hafði borið kvöldið áður. Víða var nú Þorsteins leitað um eyna, en allt varð árangurslaust. Nokkrum dögum síðar fannst hann fljótandi í hlandforinni á Miðhúsum. Töldu menn sennilegast, að hann hefði dottið ofan í hana í myrkrinu um kvöldið um það leyti, er Jón sá svip hans í vöruhúsinu. <br>
Seint að kvöldi þessa dags var [[Jón Eyjólfsson (undirkaupmaður)|Jón undirkaupmaður Eyjólfsson]] í vöruhúsi einu, að hagræða vörum og aðgæta þær. Sér hann þá Þorstein koma þar inn, allan rennandi votan, og líta ofan í víntunnu, sem var hálftæmd. Jón segir: „Hvaða fjandans verkun er á þér, maður!“ Þorsteinn sneri við og fór út steinþegjandi. Þá sló megnri fýlu fyrir vit Jóni, svo að honum fannst ekki um. Ekki hafði Jón orð á atburði þessum við nokkurn mann. <br>
Þorsteinn var jarðsunginn af séra [[Bjarnhéðinn Guðmundsson|Bjarnhéðni Guðmundssyni]] á [[Kirkjubær|Kirkjubæ]]. Við greftrunina voru sjö manns. Tréð, sem fyrr var nefnt, var flutt heim að Miðhúsum, og haft í mæniás á sjómannaskála. Fór þá strax að bera á því á nóttum, að harkalega var hossað sér á mæniásnum. Kvað svo rammt að látum þessum, að Oddur tapaði flestum sjómönnum sínum. Þeir vildu ekki ráðast til hans aftur, og illa gekk honum að fá í skarðið, því víða spurðist draugagangurinn. Oddur gjörði lítið úr honum, og sagði hann mjög ýktan, en þó eigi tilhæfulausan. Þegar vetraði fékk Oddur þó fullráðið á skip sitt. Um veturinn magnaðist draugurinn, og í sjómannaskálanum á Miðhúsum gengu um hann ýmsar sögur miður fagrar. Það var seint á vertíðinni, að hásetar Odds báru sig illa og sögðu óvætt eina ganga um skálann, er léki þá hart, og yrði von til að eigi vildu þeir oftar hafa slík húsakynni. Oddur sagði, að þeir væri smeykir, og mundi þetta eigi verða þeim að skaða, ef þeir gæfi ekki gaum að því. <br>Það var litlu eftir þessa viðræðu, að Oddur bóndi lagði sig til svefns í skálanum, og var þar enginn annar. Þegar leið á daginn var spurt eftir Oddi, og var þá gengið til að sækja hann. Sjómaður sá, sem sendur var, kvaðst ekki geta vakið hann. Var hann þá látinn sofa, þangað til ekki þótti einleikið um svefn hans, og er ókleift reyndist að vekja hann, gengu menn loks úr skugga um, að hann væri örendur. Töldu flestir líklegast, að draugurinn hefði unnið á honum sofandi. Sumir kváðu hann hafa orðið bráðkvaddan. <br>
Þorsteinn kom ekki heim að Miðhúsum um kvöldið eða nóttina. Daginn eftir tóku menn að undrast fjarvist hans, og var spurt eftir honum í [[Austurbúðin]]ni. Sagði þá Jón undirkaupmaður frá því, sem við hafði borið kvöldið áður. Víða var nú Þorsteins leitað um eyna, en allt varð árangurslaust. Nokkrum dögum síðar fannst hann fljótandi í hlandforinni á Miðhúsum. Töldu menn sennilegast, að hann hefði dottið ofan í hana í myrkrinu um kvöldið um það leyti, er Jón sá svip hans í vöruhúsinu. <br>
Skálinn var nú rifinn og mæniásinn sagaður í smátt og brenndur. Eftir það sást draugurinn oft í [[Akur, landspilda|Akrinum]], þar sem talið var, að Þorsteinn hefði falið fé sitt. Skildist mönnum, að hann léki sér nú að peningum sínum, er hann hafði misst af mæniásnum. Margan langaði til að ræna drauginn, en þar þótti nú þurfa áræði til. Sagt var, að tveir menn hefðu tekið sig saman um að reyna að ná peningunum. Þeir tóku til að vaka um nætur, og voru jafnan báðir saman, en aldrei heppnaðist þeim að sjá drauginn eða finna peninga hans. Þetta voru þeir [[Magnús Vigfússon sterki|Magnús sterki Vigfússon]], sem drukknaði með [[Þurfalingur, áraskip|Þurfalingi]], og séra [[Páll Jónsson]] á Kirkjubæ, sonur Jóns undirkaupmanns Eyjólfssonar.<br>
Þorsteinn var jarðsunginn af séra [[Bjarnhéðinn Guðmundsson|Bjarnhéðni Guðmundssyni]] á [[Kirkjubær|Kirkjubæ]]. Við greftrunina voru sjö manns. <br>
(Sögn [[Sigurður Vigfússon á Fögruvöllum|Sigurðar Vigfússonar]] á [[Fögruvellir|Fögruvöllum]]. Skráð 1917 af [[Sigurður Jónsson Árnesingur|Sigurði Jónssyni Árnesing]]. Hér er lítilsháttar breytt frá handriti Sigurðar)
Tréð, sem fyrr var nefnt, var flutt heim að Miðhúsum, og haft í mæniás á sjómannaskála. Fór þá strax að bera á því á nóttum, að harkalega var hossað sér á mæniásnum. Kvað svo rammt að látum þessum, að Oddur tapaði flestum sjómönnum sínum. Þeir vildu ekki ráðast til hans aftur, og illa gekk honum að fá í skarðið, því víða spurðist draugagangurinn. Oddur gjörði lítið úr honum, og sagði hann mjög ýktan, en þó eigi tilhæfulausan. Þegar vetraði fékk Oddur þó fullráðið á skip sitt. Um veturinn magnaðist draugurinn, og í sjómannaskálanum á Miðhúsum gengu um hann ýmsar sögur miður fagrar. Það var seint á vertíðinni, að hásetar Odds báru sig illa og sögðu óvætt eina ganga um skálann, er léki þá hart, og yrði von til að eigi vildu þeir oftar hafa slík húsakynni. Oddur sagði, að þeir væri smeykir, og mundi þetta eigi verða þeim að skaða, ef þeir gæfi ekki gaum að því. <br>
 
Það var litlu eftir þessa viðræðu, að Oddur bóndi lagði sig til svefns í skálanum, og var þar enginn annar. Þegar leið á daginn var spurt eftir Oddi, og var þá gengið til að sækja hann. Sjómaður sá, sem sendur var, kvaðst ekki geta vakið hann. Var hann þá látinn sofa, þangað til ekki þótti einleikið um svefn hans, og er ókleift reyndist að vekja hann, gengu menn loks úr skugga um, að hann væri örendur. Töldu flestir líklegast, að draugurinn hefði unnið á honum sofandi. Sumir kváðu hann hafa orðið bráðkvaddan. <br>
Skálinn var nú rifinn og mæniásinn sagaður í smátt og brenndur. Eftir það sást draugurinn oft í [[Akur, landspilda|Akrinum]], þar sem talið var, að Þorsteinn hefði falið fé sitt. Skildist mönnum, að hann léki sér nú að peningum sínum, er hann hafði misst af mæniásnum. <br>
Margan langaði til að ræna drauginn, en þar þótti nú þurfa áræði til. Sagt var, að tveir menn hefðu tekið sig saman um að reyna að ná peningunum. Þeir tóku til að vaka um nætur, og voru jafnan báðir saman, en aldrei heppnaðist þeim að sjá drauginn eða finna peninga hans. Þetta voru þeir [[Magnús Vigfússon (sterki)|Magnús sterki Vigfússon]], sem drukknaði með [[Þurfalingur, áraskip|Þurfalingi]], og séra [[Páll Jónsson]] á Kirkjubæ, sonur Jóns undirkaupmanns Eyjólfssonar.<br>
<small>(Sögn [[Sigurður Vigfússon á Fögruvöllum|Sigurðar Vigfússonar]] á [[Fögruvellir|Fögruvöllum]]. Skráð 1917 af [[Sigurður Jónsson Árnesingur|Sigurði Jónssyni Árnesing]]. Hér er lítilsháttar breytt frá handriti Sigurðar).</small>
{{Sögur og sagnir}}
{{Sögur og sagnir}}

Núverandi breyting frá og með 6. október 2013 kl. 16:24


Akurdraugurinn (II).


Nálægt aldamótunum 1800 bjó á Miðhúsum í Vestmannaeyjum maður að nafni Oddur Jónsson. Hjá honum var vinnumaður, sem hét Þorsteinn Eyjólfsson. Hann var vínnautnarmaður mikill, ofsafenginn og oft orðillur og ólundaður við þá, er hann hafði nokkuð saman við að sælda. Þorsteinn safnaði peningum og gróf þá í jörðu, en sníkti handa sér vín.
Eitt sinn bað Oddur Þorstein um peningalán og lagði fast að honum, en hann kvaðst enga peninga eiga. Einhverju sinni þegar Þorsteinn var að gæta að peningum sínum, læddist Oddur á eftir honum fyrir ofan garða, og lá þar í leyni. Komst hann þá að því hvar Þorsteinn faldi peninga sína. Litlu síðar hvarf nokkuð af þeim. Þóttist Þorsteinn vita, hver væri valdur að hvarfinu, og gjörðist hann nú ærið styggur og óþjáll heima fyrir, svo að engum var hent við hann að eiga.
Dag nokkurn gekk Þorsteinn á reka austur með Urðum og fann stórt tré, sem þurfti að draga upp á kamp. Hann stritaðist lengi við það bölvandi og formælandi, en samt varð honum ekkert ágengt. Loks staulaðist hann heim í afar illu skapi, og síðan beina leið niður til búðar, og fékk sér þar góða hressingu, svo að hann varð allölvaður. Er hann kom heim aftur, spurði Oddur bóndi, hversu honum hefði gengið rekaförin. „Nógu vel,“ segir Þorsteinn, „raftur einn er óuppdreginn, og gat ég ekki ráðið við hann.“ „Ég hygg, að ekki verðir þú sterkari nú, þar sem þú ert á leið með að verða domm og til einskis fær,“ segir Oddur. „Það er ekki síður þitt að draga upp raft þennan en mitt, og væri jafn gott, að þú fengir að fást við hann, eins og ég mátti. Þú hefur lengi verið ágjarn og viljað fá hlutina með hægu móti. Ég get trúað því, að tré þetta megi þér að illu verða, og áttu það skilið fyrir breytni þína,“ segir Þorsteinn. „Ekki skal meta orð þín marks, því heimskur talar,“ segir Oddur. „Ég vona, og bið þess fast, að ógæfu hljótir þú af trénu, eins og Grettir forðum. Ég mun stuðla til þess og gjöra þar til sem helzt ég má, og hvort, sem ég verð dauður eða lifandi skulu orð mín hrína.“ Þetta talaði Þorsteinn í ofsabræði og hatri. Þorsteinn hvarf á brott, en Oddur fór að bjarga trénu.
Seint að kvöldi þessa dags var Jón undirkaupmaður Eyjólfsson í vöruhúsi einu, að hagræða vörum og aðgæta þær. Sér hann þá Þorstein koma þar inn, allan rennandi votan, og líta ofan í víntunnu, sem var hálftæmd. Jón segir: „Hvaða fjandans verkun er á þér, maður!“ Þorsteinn sneri við og fór út steinþegjandi. Þá sló megnri fýlu fyrir vit Jóni, svo að honum fannst ekki um. Ekki hafði Jón orð á atburði þessum við nokkurn mann.
Þorsteinn kom ekki heim að Miðhúsum um kvöldið eða nóttina. Daginn eftir tóku menn að undrast fjarvist hans, og var spurt eftir honum í Austurbúðinni. Sagði þá Jón undirkaupmaður frá því, sem við hafði borið kvöldið áður. Víða var nú Þorsteins leitað um eyna, en allt varð árangurslaust. Nokkrum dögum síðar fannst hann fljótandi í hlandforinni á Miðhúsum. Töldu menn sennilegast, að hann hefði dottið ofan í hana í myrkrinu um kvöldið um það leyti, er Jón sá svip hans í vöruhúsinu.
Þorsteinn var jarðsunginn af séra Bjarnhéðni Guðmundssyni á Kirkjubæ. Við greftrunina voru sjö manns.
Tréð, sem fyrr var nefnt, var flutt heim að Miðhúsum, og haft í mæniás á sjómannaskála. Fór þá strax að bera á því á nóttum, að harkalega var hossað sér á mæniásnum. Kvað svo rammt að látum þessum, að Oddur tapaði flestum sjómönnum sínum. Þeir vildu ekki ráðast til hans aftur, og illa gekk honum að fá í skarðið, því víða spurðist draugagangurinn. Oddur gjörði lítið úr honum, og sagði hann mjög ýktan, en þó eigi tilhæfulausan. Þegar vetraði fékk Oddur þó fullráðið á skip sitt. Um veturinn magnaðist draugurinn, og í sjómannaskálanum á Miðhúsum gengu um hann ýmsar sögur miður fagrar. Það var seint á vertíðinni, að hásetar Odds báru sig illa og sögðu óvætt eina ganga um skálann, er léki þá hart, og yrði von til að eigi vildu þeir oftar hafa slík húsakynni. Oddur sagði, að þeir væri smeykir, og mundi þetta eigi verða þeim að skaða, ef þeir gæfi ekki gaum að því.
Það var litlu eftir þessa viðræðu, að Oddur bóndi lagði sig til svefns í skálanum, og var þar enginn annar. Þegar leið á daginn var spurt eftir Oddi, og var þá gengið til að sækja hann. Sjómaður sá, sem sendur var, kvaðst ekki geta vakið hann. Var hann þá látinn sofa, þangað til ekki þótti einleikið um svefn hans, og er ókleift reyndist að vekja hann, gengu menn loks úr skugga um, að hann væri örendur. Töldu flestir líklegast, að draugurinn hefði unnið á honum sofandi. Sumir kváðu hann hafa orðið bráðkvaddan.
Skálinn var nú rifinn og mæniásinn sagaður í smátt og brenndur. Eftir það sást draugurinn oft í Akrinum, þar sem talið var, að Þorsteinn hefði falið fé sitt. Skildist mönnum, að hann léki sér nú að peningum sínum, er hann hafði misst af mæniásnum.
Margan langaði til að ræna drauginn, en þar þótti nú þurfa áræði til. Sagt var, að tveir menn hefðu tekið sig saman um að reyna að ná peningunum. Þeir tóku til að vaka um nætur, og voru jafnan báðir saman, en aldrei heppnaðist þeim að sjá drauginn eða finna peninga hans. Þetta voru þeir Magnús sterki Vigfússon, sem drukknaði með Þurfalingi, og séra Páll Jónsson á Kirkjubæ, sonur Jóns undirkaupmanns Eyjólfssonar.
(Sögn Sigurðar Vigfússonar á Fögruvöllum. Skráð 1917 af Sigurði Jónssyni Árnesing. Hér er lítilsháttar breytt frá handriti Sigurðar).