„Ritverk Árna Árnasonar/Dýrlegt er að dvelja“: Munur á milli breytinga
Fara í flakk
Fara í leit
(Ný síða: <br> <br> <br> ::::::Úr fórum Árna Árnasonar <br> ::::::<big><big>Dýrlegt er að dvelja </big></big> <br> :::::: <big>Herjólfsdalur</big> :::::: Dýrðlegt er að dvelja ::::::...) |
m (Verndaði „Ritverk Árna Árnasonar/Dýrlegt er að dvelja“ ([edit=sysop] (ótiltekinn))) |
(Enginn munur)
|
Núverandi breyting frá og með 20. ágúst 2013 kl. 14:16
- Úr fórum Árna Árnasonar
- Dýrlegt er að dvelja
- Herjólfsdalur
- Dýrðlegt er að dvelja
- í Dalnum sumarprúða.
- Fátt er talið fegra
- en fjöllin þar í skrúða.
- Gullnir röðulgeislar
- gefa koss á vanga.
- Dvel ég þar í draumi
- daga marga og langa.
- ★
- V E S T M A N N A E Y J A R
- Tileinkað „Þjóðhátíð Vestmannaeyja“
- 1. Heimaey þú hafsins gyðja,
- hrikaleg en fögur þó.
- Þér er helguð öll vor iðja,
- athöfn jafnt á landi og sjó.
- Storknun elds skal rjúfa og ryðja,
- rækta flöt úr hrauni og mó.
- Framtíð þeirra og farsæld styðja
- fortíðin, sem erfðir bjó.
- 2. Allt í kringum eyja-hringinn
- Ægis-dætur bylta sér.
- Við austanrok og útsynninginn
- um þær vígamóður fer.
- Léttast brýr við landnyrðinginn
- löðra þá við klett og sker,
- hæglátar við hányrðinginn
- hjala blítt um strönd og vor.
- 3. Hamragarðsins hæsti tindur,
- hjúpaður fjarskans bláa lit.
- Um þig leikur vatn og vindur,
- vanur súg og fjaðraþyt.
- Veit ég margan grípur geigur
- gæjast fram af hárri brún,
- þar sem aðeins fuglinn fleygur
- flaggið sýnir efst við hún.
- 4. Athyglina að sér dregur
- eyjar-tangi höfði stór.
- Þar upp liggur vegna vegur,
- víðast kringum fellur sjór.
- Fuglabjörg á báðar hendur,
- brekka grösug ofan við,
- efst þar vita-virkið stendur,
- varnar-stöð um mannlífið.
- 5. Fuglamæður fagna, vitja,
- fjölbreytt eru þeirra störf.
- Aðrir uppi á syllum sitja,
- söngva hefja af innri þörf.
- Undirleikinn annast sjórinn,
- yrkir stormur lag og brag.
- Þúsund radda kletta-kórinn
- kyrjar þarna nótt og dag.
- 6. Yfir, hvar sem auga lítur,
- eitthvað fagurt blasir við.
- Aðdáunar allra nýtur
- eyjan tengd við sumarið.
- Náttúrunnar nægð ei þrýtur,
- naumast skortir örlætið.
- Hver, sem hennar boðorð brýtur,
- brestur heill og sálar-frið.
- 7. Hömrum kringdi Herjólfsdalur,
- hátíð‘arinnar meginstöð,
- skín nú eins og skemmtisalur
- skreytt er fánum tjaldaröð.
- Njótum dagins, hrund og halur,
- hresst og yngd við sólarböð.
- Truflar enginn súgur svalur,
- söngva hefjum frjáls og glöð.
- 8. Hundruð fólks á staðinn streymir,
- staður þessi er mörgum kær.
- „Saga“ engum gögnum gleymir,
- þótt gamli tíminn liggi fjær.
- Skyggnan anda örlög dreymir,
- atburðirnir færast nær.
- Stærsta sönnun staðreynd geymir,
- stóð hér forðum Herjólfs-bær.
- 9. Rústir hans úr rökkri alda
- risið hafa í nýja tíð,
- þar sem skriðan kletta kalda
- kviksett hafði fé og lýð.
- „Sögn “ er – krummi kænn og vitur
- konu einni lífið gaf,
- meðan urðar-bylgjan bitur
- bóndans setur hlóð í kaf.
- 10. Yfir þessu undralandi
- einhver töfraljómi skín.
- Sem perludjásn á bylgjubandi
- blómgar eyjar njóta sín.
- Sær og vindur síherjandi
- sverfa fuglabjörgin þín.
- Þó er sem vaki verndarandi
- veiði svo hér aldrei dvín.
- 11. Njóttu allra góðra gjafa,
- glæsilega eyjan vor,
- meðan röðulrúnir stafa
- ránarflöt og klettaskor.
- Föður, móður, ömmu, afa
- enn þá greinast mörkuð spor.
- Æskan má ei vera í vafa,
- vernda drengskap, kraft og þor.
- 12. Sit ég þar á sumarkveldi,
- silfrar jörðu döggin tær.
- Vestrið, líkt og upp af eldi,
- aftanroða á fjöllin slær.
- Nóttin vefur dökka dúka
- dularfullt og rökkurhljóð.
- Berst mér gegnum blæinn mjúka
- báruhljóð sem vögguljóð.
- ★
- Heimaey
- Vér elskum fögru fjöllin þín
- með fagurgrænar hlíðar,
- er blánar loft og sólin skín
- og særinn málar fríðar.
- Af björgum myndir ljúfum lit
- með list hins æðsta prýði.
- Það litaskrúð og geislaglit
- er guða fegurst smíði.
- Ég tigna þig, er austan átt
- með ölduróti bylur.
- Þá hafið bláa er grett og grátt
- og grafar söngva þylur.
- Þó hrifsi það í hyldjúp sitt
- margt harðfengt kappavalið,
- það hefur lýði, landið mitt,
- um liðna tíma alið.
- Ég elska þína björtu byggð
- sem barnið göfga móður.
- Hver steinn, hvert strá á mína tryggð,
- hver strandarklettur hljóður.
- Ég allt í þínum faðmi finn,
- sem fegurst lífs ber merki.
- Ég treysti, að sérhver sonur þinn
- þér sýni tryggð í verki.
- ★
- Fjalla enginn fyrður má
- Flugin laus að tildra.
- Þær eru, held ég, Heimaey á
- Heljar mesta gildra.
- ★
- Hákolla ég hamar má
- hættulegan greina.
- Barðist ég þar böndum á
- bjargs við lausa steina.