„Ritverk Árna Árnasonar/Kveðið um vinkonu“: Munur á milli breytinga
Fara í flakk
Fara í leit
(Ný síða: <br> <br> <br> ::::::Úr fórum Árna Árnasonar <br> ::::::<big>Kveðið um vinkonu</big><br> :::::: Þú lítur yfir liðna daga, :::::: lífið hafði margt að færa, :::::: yndi...) |
m (Verndaði „Ritverk Árna Árnasonar/Kveðið um vinkonu“ ([edit=sysop] (ótiltekinn))) |
(Enginn munur)
|
Núverandi breyting frá og með 20. ágúst 2013 kl. 13:35
- Úr fórum Árna Árnasonar
- Kveðið um vinkonu
- Kveðið um vinkonu
- Þú lítur yfir liðna daga,
- lífið hafði margt að færa,
- yndi, fegurð, gæfu, gengi,
- gleðistundir, vini kæra.
- Einnig köld og válynd veður,
- vinaslit og sára harma.
- En í gegnum geigvæn myrkur
- guðstrú örugg sendi bjarma.
- Lítilmögnum vörn þú veittir,
- að veikum hlúðir eftir megni.
- Djörf í hugsun, djörf í máli,
- drenglyndari hverjum þegni.
- Ei var bugast, ei var hikað,
- oft þó vindar svalir næddu.
- Hégómlegar hræsnitungur
- harla lítið á þér græddu.
- Heill þér, trausta heiðurskona,
- með hjartað fullt af kærleikseldi.
- Silfurhærur signi bjartar
- sól þíns guðs á ævikveldi.