„Ritverk Árna Árnasonar/Hún fæddist upp til fjalla“: Munur á milli breytinga
Fara í flakk
Fara í leit
(Ný síða: <br> <br> <br> ::::::Úr fórum Árna Árnasonar <br> ::::::<big>Hún fæddist upp til fjalla</big> <br> ::::::Hún fæddist upp til fjalla ::::::við fagra vatnið blá, ::::::þar f...) |
m (Verndaði „Ritverk Árna Árnasonar/Hún fæddist upp til fjalla“ ([edit=sysop] (ótiltekinn))) |
(Enginn munur)
|
Núverandi breyting frá og með 20. ágúst 2013 kl. 11:48
- Úr fórum Árna Árnasonar
- Hún fæddist upp til fjalla
- Hún fæddist upp til fjalla
- við fagra vatnið blá,
- þar falla friðar elfur
- og fossar hörpu slá.
- Hún unni sumarsólu
- og Snælands vatnagrund.
- Í óbyggð óháð mönnum
- var alsæl hennar lund.
- Er húma fór á Fróni
- og frostið gekk um lönd,
- þá brátt var búin förin
- að bjartra landa strönd.
- Þar dvald´i hún heilan vetur,
- og hugur fylltist þrá,
- því Frónsins fjalla vötnin
- hún fegin vildi sjá.
- Svo var hún langa leiðin
- til landsins norðu´r í Pól
- með hröðu flugi hafin
- og hugur gleði ól.
- Á Íslands syðstu eyju
- hún áði sumardag
- og svam á smáu vatni
- og söng sitt gleðilag.
- En blóðþyrst búkarls sála
- með byssu fór um grund
- og sá hvar sæl hún synti
- með sumargleði í lund.
- Hann læddist hljótt að steini
- og hönd að auga bar
- með sigurhrós í svipnum
- hann skaut — án miskunnar.
- Með blóðugt sár á bringu
- hún bærði í hinzta sinn
- þá stóru vængi og sterku,
- en strax hvarf mátturinn.
- Ó, vei þeim vesalingum,
- sem venja sig á það
- að farga hverjum fugli,
- er fá þeir áorkað.