„Blik 1953/Framfarafélag Vestmannaeyja, II. hluti“: Munur á milli breytinga
Ekkert breytingarágrip |
Ekkert breytingarágrip |
||
(7 millibreytingar ekki sýndar frá sama notandanum) | |||
Lína 1: | Lína 1: | ||
[[Blik 1953|Efnisyfirlit 1953]] | |||
<big> | |||
<center> '''''Tryggingarfélag''''' </center> | |||
Á fundi þessum hreyfði Sigurður Sigurfinnsson fyrst því athyglisverða máli, að Framfarafélagið stofnaði „ábyrgðarsjóð“ nautgripa hér í Eyjum. Fundurinn kaus þriggja manna nefnd til þess að semja reglur um þetta væntanlega | Á fundi þessum hreyfði Sigurður Sigurfinnsson fyrst því athyglisverða máli, að Framfarafélagið stofnaði „ábyrgðarsjóð“ nautgripa hér í Eyjum. Fundurinn kaus þriggja manna nefnd til þess að semja reglur um þetta væntanlega | ||
tryggingafélag nautgripa hér og hlutu kosningu upphafsmaður tillögunnar, Sigurður Sigurfinnsson, og með honum Gísli Engilbertsson og Sigfús Árnason. Á næsta fundi, sem haldinn var eftir viku (10.des.), lagði formaður fram frumvarp til laga handa „nautgripa og ábyrgðarfélagi Vestmannaeyja“. Því næst var ályktað að kalla alla nautgripaeigendur í Eyjum á fund til að stofna félagið. <br> | tryggingafélag nautgripa hér og hlutu kosningu upphafsmaður tillögunnar, Sigurður Sigurfinnsson, og með honum Gísli Engilbertsson og Sigfús Árnason. Á næsta fundi, sem haldinn var eftir viku (10.des.), lagði formaður fram frumvarp til laga handa „nautgripa- og ábyrgðarfélagi Vestmannaeyja“. Því næst var ályktað að kalla alla nautgripaeigendur í Eyjum á fund til að stofna félagið. <br> | ||
Að viku liðinni (17. des.) var enn haldinn fundur í Framfarafélaginu. Sátu þann fund 8 félagsmenn og nokkrir utanfélagsmenn. Þar voru lesin upp lögin fyrir hið væntanlega nautgripa- og ábyrgðarfélag, þau rædd og gerðir við þau viðaukar. Skaðabætur fyrir nautgripi skyldu nema allt að 1/3 af virðingarverði, ef lóga þyrfti gripunum vegna veikinda eða annarra óhappa. Þessir menn voru kosnir í fyrstu stjórn ábyrgðarfélagsins: Sigurður Sigurfinnsson, formaður, Jón Jónsson (hreppsstjóri?) varaformaður og gjaldkeri [[Jóhann Bjarnasen]].<br> | Að viku liðinni (17. des.) var enn haldinn fundur í Framfarafélaginu. Sátu þann fund 8 félagsmenn og nokkrir utanfélagsmenn. Þar voru lesin upp lögin fyrir hið væntanlega nautgripa- og ábyrgðarfélag, þau rædd og gerðir við þau viðaukar. Skaðabætur fyrir nautgripi skyldu nema allt að 1/3 af virðingarverði, ef lóga þyrfti gripunum vegna veikinda eða annarra óhappa. Þessir menn voru kosnir í fyrstu stjórn ábyrgðarfélagsins: Sigurður Sigurfinnsson, formaður, Jón Jónsson (hreppsstjóri?) varaformaður og gjaldkeri [[Jóhann Bjarnasen verslunarmaður|Jóhann Bjarnasen]].<br> | ||
Allar kýr félagsmanna skyldu vera tryggðar hjá félaginu frá 1. janúar 1894.<br> | Allar kýr félagsmanna skyldu vera tryggðar hjá félaginu frá 1. janúar 1894.<br> | ||
Á fyrsta starfsári Framfarafélagsins voru keypt 6 „sléttunarjárn“. | Á fyrsta starfsári Framfarafélagsins voru keypt 6 „sléttunarjárn“. | ||
<center>'''''Fórnfýsi og framtak'''''</center> | |||
29. apríl 1894 hélt Framfarafélagið 8. fund sinn, sem var aðalfundur. Allir félagsmennirnir, 13 að tölu, sátu fundinn. Skoðunarmenn félagsins, Jón Jónsson, hreppsstjóri í Dölum, og Guðmundur Þórarinsson bóndi að Vesturhúsum, gáfu skýrslu um unnar jarðabætur félagsmanna á s.l. ári og önnur störf til framfara. Samþykkt var að greiða þeim ''eina krónu'' hvorum fyrir skoðunarstörfin. Næstu fimm árin voru þetta laun þeirra hvert ár fyrir skoðunarstörfin. Þá voru launin tvöfölduð (2 kr.) og héldust það meðan félagið var við lýði.<br> | 29. apríl 1894 hélt Framfarafélagið 8. fund sinn, sem var aðalfundur. Allir félagsmennirnir, 13 að tölu, sátu fundinn. Skoðunarmenn félagsins, Jón Jónsson, hreppsstjóri í Dölum, og Guðmundur Þórarinsson bóndi að Vesturhúsum, gáfu skýrslu um unnar jarðabætur félagsmanna á s.l. ári og önnur störf til framfara. Samþykkt var að greiða þeim ''eina krónu'' hvorum fyrir skoðunarstörfin. Næstu fimm árin voru þetta laun þeirra hvert ár fyrir skoðunarstörfin. Þá voru launin tvöfölduð (2 kr.) og héldust það meðan félagið var við lýði.<br> | ||
Á næsta fundi (9.) að mánuði liðnum (27. maí) ályktuðu fundarmenn að leggja mest kapp á þúfnasléttun og hleðslu grjótgarða á næsta hausti og auka áburðarefnin svo sem frekast væri unnt. | Á næsta fundi (9.) að mánuði liðnum (27. maí) ályktuðu fundarmenn að leggja mest kapp á þúfnasléttun og hleðslu grjótgarða á næsta hausti og auka áburðarefnin svo sem frekast væri unnt. | ||
<center>'''''Fyrsti handvagninn'''''</center> | |||
Á 10. fundi félagsins, 7. október um haustið, tilkynnti formaður, að félagið hefði hlotið kr. 67,10 úr landssjóði út á jarðabætur félagsmanna, og voru þá 229 dagsverk talin styrkhæf af 271 dagsverki, sem skoðunarmenn félagsins töldu félagsmenn hafa unnið. Samþykkt var á fundi þessum að kaupa vagn handa félagsmönnum til afnota. Vagn þessi var síðan keyptur um haustið og kostaði 40 krónur. Það mun vera fyrsti handvagninn, sem keyptur er til Eyja. Til þess tíma þekktust ekki not af vögnum hér í Eyjum. Hestar voru notaðir til burðar. Fólk, konur sem karlmenn, bar mikið á bakinu, oft í svokölluðum skrínum, sem voru títt með sérstöku lagi eða af sérstakri gerð. Fiskur var dreginn úr sandi á þar til gerðum krókum, tveir fiskar í hvorri hendi.<br> | Á 10. fundi félagsins, 7. október um haustið, tilkynnti formaður, að félagið hefði hlotið kr. 67,10 úr landssjóði út á jarðabætur félagsmanna, og voru þá 229 dagsverk talin styrkhæf af 271 dagsverki, sem skoðunarmenn félagsins töldu félagsmenn hafa unnið. Samþykkt var á fundi þessum að kaupa vagn handa félagsmönnum til afnota. Vagn þessi var síðan keyptur um haustið og kostaði 40 krónur. Það mun vera fyrsti handvagninn, sem keyptur er til Eyja. Til þess tíma þekktust ekki not af vögnum hér í Eyjum. Hestar voru notaðir til burðar. Fólk, konur sem karlmenn, bar mikið á bakinu, oft í svokölluðum skrínum, sem voru títt með sérstöku lagi eða af sérstakri gerð. Fiskur var dreginn úr sandi á þar til gerðum krókum, tveir fiskar í hvorri hendi.<br> | ||
Vagninn var síðan lánaður félagsmönnum fyrir 4 aura gjald á klukkustund fyrsta árið. Næsta ár var það gjald tvöfaldað hjá félagsmönnum. Utanfélagsmenn gátu fengið vagninn lánaðan fyrir 16 aura gjald á vinnustund. Árið 1895 keypti félagið annan handvagn. | Vagninn var síðan lánaður félagsmönnum fyrir 4 aura gjald á klukkustund fyrsta árið. Næsta ár var það gjald tvöfaldað hjá félagsmönnum. Utanfélagsmenn gátu fengið vagninn lánaðan fyrir 16 aura gjald á vinnustund. Árið 1895 keypti félagið annan handvagn. | ||
<center>'''''Verðlaun og styrkir'''''</center> | |||
Á 14. fundi félagsins 1. des. þetta haust var samþykkt að veita félagsmönnum framvegis verðlaun fyrir vel byggð fénaðarhús og heyhlöður með járnþaki. Þá var gerð þar fyrsta samþykkt um styrki út á fjós. Gísli Stefánsson og Sigurður Sigurfinnsson hlutu fyrstu verðlaun. Afráðið var að veita félagsmönnum 20 aura styrk út á hvert jarðabótadagsverk og greiða þeim 1/10 af virðingarverði fénaðarhúsa með járnþaki.<br> | Á 14. fundi félagsins 1. des. þetta haust var samþykkt að veita félagsmönnum framvegis verðlaun fyrir vel byggð fénaðarhús og heyhlöður með járnþaki. Þá var gerð þar fyrsta samþykkt um styrki út á fjós. Gísli Stefánsson og Sigurður Sigurfinnsson hlutu fyrstu verðlaun. Afráðið var að veita félagsmönnum 20 aura styrk út á hvert jarðabótadagsverk og greiða þeim 1/10 af virðingarverði fénaðarhúsa með járnþaki.<br> | ||
Á 17. fundi félagsins, sem haldinn var 15. nóv. 1896, voru 16 menn á fundi af 22, sem þá töldust vera í félaginu. | Á 17. fundi félagsins, sem haldinn var 15. nóv. 1896, voru 16 menn á fundi af 22, sem þá töldust vera í félaginu. | ||
<center>'''''Byggjum íshús'''''</center> | |||
Formaður kvartaði yfir því, hve lítið væri unnið að jarðabótum það haust og hvatti til framtaks. Þá hreyfði formaður félagsins því nýmæli, að hér yrði byggt íshús og grennslaðist eftir, að hverju leyti félagið gæti tekið þátt í því fyrirtæki. Lagði hann til, að gerð yrði áætlun um byggingarkostnaðinn. Að loknum nokkrum umræðum var [[Sveinn Jónsson]] smiður | Formaður kvartaði yfir því, hve lítið væri unnið að jarðabótum það haust og hvatti til framtaks. Þá hreyfði formaður félagsins því nýmæli, að hér yrði byggt íshús og grennslaðist eftir, að hverju leyti félagið gæti tekið þátt í því fyrirtæki. Lagði hann til, að gerð yrði áætlun um byggingarkostnaðinn. Að loknum nokkrum umræðum var [[Sveinn Jónsson smiður|Sveinn Jónsson]] smiður kjörinn til þess að gera áætlun um byggingarkostnað íshússins, og skyldi leggja hana fyrir almennan fund Eyjamanna.<br> | ||
Sveinn Jónsson kaus sér Sigurð Sigurfinnsson til aðstoðar við gerð kostnaðaráætlunarinnar.<br> | Sveinn Jónsson kaus sér Sigurð Sigurfinnsson til aðstoðar við gerð kostnaðaráætlunarinnar.<br> | ||
Í fundarlok hreyfði formaður því, að nauðsyn bæri til að festa kaup á salti og kolum handa Eyjamönnum. Ályktað var að leita álits almenns fundar um það atriði.<br> | Í fundarlok hreyfði formaður því, að nauðsyn bæri til að festa kaup á salti og kolum handa Eyjamönnum. Ályktað var að leita álits almenns fundar um það atriði.<br> | ||
Lína 31: | Lína 36: | ||
Vorið 1898 varð ekki haldinn aðalfundur, þegar hann var auglýstur, sökum of lítillar fundarsóknar. Var það annað árið, sem það gerðist. | Vorið 1898 varð ekki haldinn aðalfundur, þegar hann var auglýstur, sökum of lítillar fundarsóknar. Var það annað árið, sem það gerðist. | ||
<center>'''''Verkfærakaup'''''</center> | |||
Á 19. fundi félagsins, sem haldinn var 1. maí 1898, var samþykkt að fela formanni að festa kaup á 10 járnkvíslum til þess að pæla með jarðveg. Það gerði hann fyrir haustið.<br> | Á 19. fundi félagsins, sem haldinn var 1. maí 1898, var samþykkt að fela formanni að festa kaup á 10 járnkvíslum til þess að pæla með jarðveg. Það gerði hann fyrir haustið.<br> | ||
Lína 38: | Lína 43: | ||
25. fundur félagsins var haldinn 12. maí 1901. Á þeim fundi var samþykkt að selja vagna félagsins hæstbjóðendum. Var svo gert. Þá var þar og samþykkt að kaupa skilvindu handa félagsmönnum. Mun það fyrsta skilvindan, sem hingað var keypt. | 25. fundur félagsins var haldinn 12. maí 1901. Á þeim fundi var samþykkt að selja vagna félagsins hæstbjóðendum. Var svo gert. Þá var þar og samþykkt að kaupa skilvindu handa félagsmönnum. Mun það fyrsta skilvindan, sem hingað var keypt. | ||
<center>'''''Fyrsta skilvindan'''''</center> | |||
Á fundi félagsins um haustið (22. sept. 1901) skýrði formaður félagsins frá því, að hann hefði keypt skilvinduna (teg.: „Perfect“) og hefði hún kostað kr. 110,62. Þá hafði hann einnig keypt 10 ,,gref“ handa félagsmönnum til að hreinsa með illgresi úr görðum.<br> | Á fundi félagsins um haustið (22. sept. 1901) skýrði formaður félagsins frá því, að hann hefði keypt skilvinduna (teg.: „Perfect“) og hefði hún kostað kr. 110,62. Þá hafði hann einnig keypt 10 ,,gref“ handa félagsmönnum til að hreinsa með illgresi úr görðum.<br> | ||
Formaðurinn geymdi skilvinduna fyrir félagsmenn og höfðu þeir þar not af henni endurgjaldslaust, þegar þeir vildu. Utanfélagsmenn áttu þess einnig kost að nota hana, en greiða skyldi hver þeirra eina krónu fyrir notin til sumarmála næsta ár.<br> | Formaðurinn geymdi skilvinduna fyrir félagsmenn og höfðu þeir þar not af henni endurgjaldslaust, þegar þeir vildu. Utanfélagsmenn áttu þess einnig kost að nota hana, en greiða skyldi hver þeirra eina krónu fyrir notin til sumarmála næsta ár.<br> | ||
Hafnað var á fundi þessum að ganga í Búnaðarfélag Íslands. Vorið 1902 var afnotagjald fyrir skilvinduna fjórfaldað og hið sama fyrir félagsmenn sem utanfélagsmenn. Skyldi sú leiga gilda til fyrsta sumardags 1903. | Hafnað var á fundi þessum að ganga í Búnaðarfélag Íslands. Vorið 1902 var afnotagjald fyrir skilvinduna fjórfaldað og hið sama fyrir félagsmenn sem utanfélagsmenn. Skyldi sú leiga gilda til fyrsta sumardags 1903.<br> | ||
Á fundi þessum var afráðið, að félagið skyldi hætta að eiga sjálft verkfærin. Skyldi „grefum“, kvíslum og rekum skipt milli félagsmanna til eignar. Vorið 1903 var samþykkt að selja skilvindu félagsins, ef viðunandi boð fengist í hana. Sigurður, formaður félagsins, keypti skilvinduna á kr. 90,00. Munu þá margir bændur hér hafa þegar eignazt skilvindur vegna framtaks Framfarafélagsins. | Á fundi þessum var afráðið, að félagið skyldi hætta að eiga sjálft verkfærin. Skyldi „grefum“, kvíslum og rekum skipt milli félagsmanna til eignar. Vorið 1903 var samþykkt að selja skilvindu félagsins, ef viðunandi boð fengist í hana. Sigurður, formaður félagsins, keypti skilvinduna á kr. 90,00. Munu þá margir bændur hér hafa þegar eignazt skilvindur vegna framtaks Framfarafélagsins. | ||
<center>'''''Verðlaun fyrir steinlímda brunna'''''</center> | |||
Haustið 1903 voru félagsmenn 25. Það haust var á fundi 30. október, samþykkt, að félagið greiddi verðlaun fyrir „steinlímda brunna“, og yrðu verðlaunin 5 aurar á hvert rúmfet. Kom í ljós, að þau 10 ár, sem félagið hafði starfað, höfðu 16 brunnar (vatnsgeymar) verið gerðir, stærð samtals 2806 rúmfet. | Haustið 1903 voru félagsmenn 25. Það haust var á fundi 30. október, samþykkt, að félagið greiddi verðlaun fyrir „steinlímda brunna“, og yrðu verðlaunin 5 aurar á hvert rúmfet. Kom í ljós, að þau 10 ár, sem félagið hafði starfað, höfðu 16 brunnar (vatnsgeymar) verið gerðir, stærð samtals 2806 rúmfet. | ||
<center>'''''Ráðunautur kemur hingað'''''</center> | |||
23. des. 1903 samþykkti fundur félagsins, að það gengi í Búnaðarfélag Íslands. Jafnframt var formanni falið að útvega ráðunaut þess hingað á næsta sumri til leiðbeiningar í jarðyrkjustörfum og öðrum búnaðarframkvæmdum. Einar Helgason ráðunautur kom síðan hingað til Eyja fyrir atbeina félagsins í ágústmánuði 1904. Var þá rætt við hann um hið ræktaða land, aukna ræktun, hirðingu áburðar, skógrækt, hindrun sandfoks og uppblásturs o.fl. Það var algjör nýlunda að fá hingað búnaðarlærðan mann til skrafs og ráðagerða um búnaðarframfarir Eyjanna. | 23. des. 1903 samþykkti fundur félagsins, að það gengi í Búnaðarfélag Íslands. Jafnframt var formanni falið að útvega ráðunaut þess hingað á næsta sumri til leiðbeiningar í jarðyrkjustörfum og öðrum búnaðarframkvæmdum. Einar Helgason ráðunautur kom síðan hingað til Eyja fyrir atbeina félagsins í ágústmánuði 1904. Var þá rætt við hann um hið ræktaða land, aukna ræktun, hirðingu áburðar, skógrækt, hindrun sandfoks og uppblásturs o.fl. Það var algjör nýlunda að fá hingað búnaðarlærðan mann til skrafs og ráðagerða um búnaðarframfarir Eyjanna. | ||
<center>'''''Gengi dvínar. Hvað veldur?'''''</center> | |||
Á þessum árum virðist viðhorf bænda til félagsins breytast, hugsjóna þess og stefnumarka. Að vísu hafði aldrei meir en helmingur jarðabænda hér verið í félaginu og fylkt sér undir merki þess og áhugamál. En nú er sem eitthvað nýtt grípi hug allra svo að áhugamál Framfarafélagsins þoka til hliðar, gengi þess fer dvínandi og tilvera þess verður erfiðari með hverju ári, sem líður. Erfitt reynist nú að ná saman löglegum fundum, bæði aðalfundum og aukafundum. Ársgjöld félagsmanna greiðast illa. Skerða varð nú styrkveitingar til húsbygginga sökum fjárskorts félagsins. Jarðyrkjuframkvæmdirnar minnka stórlega. Hvað veldur þessum breytingum? Það er litlum vafa bundið. Vélbátaútvegurinn ryður sér til rúms. Hann tekur hugi bænda. Hann markar spor um bætta afkomu og fljóttekinn hagnað. Hugur bænda snýst um það að eignast hlut í vélbát. Sú útgerð krefst alls hugar. Aflamagn fer vaxandi ár frá ári. Atvinna fer að sama skapi vaxandi við verkun aflans og færri tímar verða afgangs til jarðyrkjustarfa. Árið 1910 var tvívegis boðað til fundar í félaginu án þess að fundarfært yrði.<br> | Á þessum árum virðist viðhorf bænda til félagsins breytast, hugsjóna þess og stefnumarka. Að vísu hafði aldrei meir en helmingur jarðabænda hér verið í félaginu og fylkt sér undir merki þess og áhugamál. En nú er sem eitthvað nýtt grípi hug allra svo að áhugamál Framfarafélagsins þoka til hliðar, gengi þess fer dvínandi og tilvera þess verður erfiðari með hverju ári, sem líður. Erfitt reynist nú að ná saman löglegum fundum, bæði aðalfundum og aukafundum. Ársgjöld félagsmanna greiðast illa. Skerða varð nú styrkveitingar til húsbygginga sökum fjárskorts félagsins. Jarðyrkjuframkvæmdirnar minnka stórlega.<br> | ||
Hvað veldur þessum breytingum? Það er litlum vafa bundið. Vélbátaútvegurinn ryður sér til rúms. Hann tekur hugi bænda. Hann markar spor um bætta afkomu og fljóttekinn hagnað. Hugur bænda snýst um það að eignast hlut í vélbát. Sú útgerð krefst alls hugar. Aflamagn fer vaxandi ár frá ári. Atvinna fer að sama skapi vaxandi við verkun aflans og færri tímar verða afgangs til jarðyrkjustarfa. Árið 1910 var tvívegis boðað til fundar í félaginu án þess að fundarfært yrði.<br> | |||
17. apríl 1911 var haldinn aðalfundur og lagðir fram reikningar áranna 1909 og 1910. Síðan lá félagsstarfið niðri í 2 ár.<br> | 17. apríl 1911 var haldinn aðalfundur og lagðir fram reikningar áranna 1909 og 1910. Síðan lá félagsstarfið niðri í 2 ár.<br> | ||
26. apríl 1914 virðist félagið halda síðasta fund sinn. Sátu hann einir 8 menn. Á fundi þessum var ályktað, að gera ekki kröfu til útistandandi árstillaga, að leggja félagið niður, slíta félagsskapnum og afhenda hreppsnefndinni eignir félagsins samkv. 11. grein félagslaganna.<br> | 26. apríl 1914 virðist félagið halda síðasta fund sinn. Sátu hann einir 8 menn. Á fundi þessum var ályktað, að gera ekki kröfu til útistandandi árstillaga, að leggja félagið niður, slíta félagsskapnum og afhenda hreppsnefndinni eignir félagsins samkv. 11. grein félagslaganna.<br> | ||
Undir síðustu fundargjörð rita Sigurður Sigurfinnsson, Bjarni Einarsson og Gísli Lárusson. | Undir síðustu fundargjörð rita Sigurður Sigurfinnsson, Bjarni Einarsson og Gísli Lárusson. | ||
<center>'''''Ötull foringi'''''</center> | |||
Sigurður Sigurfinnsson hafði verið formaður félagsins, ritari og gjaldkeri öll starfsárin frá stofnun þess. Hann hafði markað stefnu og störf félagsins, borið fram á fundum þess merkustu tillögurnar, sem horfðu til framfara og framkvæmda í búnaðarmálum Eyjanna og öðrum atvinnumálum. Hann virðist hafa borið höfuð og herðar yfir flesta aðra félagsmenn að áhuga og víðsýni og átt traust þeirra óskert í einu og öllu til forustu og framtaks. Með Sigurði unnu nokkrir traustir og dyggir framtaksmenn, svo sem Guðmundur Þórarinsson bóndi að Vesturhúsum, sem var skoðunarmaður félagsins í 13 ár, og Jón Jónsson, hreppsstjóri í Dölum, sem var skoðunarmaður í 12 ár. — Bjarni Einarsson bóndi í Hlaðbæ var skoðunarmaður í 5 ár. Þrír aðrir styttri tíma.<br> | Sigurður Sigurfinnsson hafði verið formaður félagsins, ritari og gjaldkeri öll starfsárin frá stofnun þess. Hann hafði markað stefnu og störf félagsins, borið fram á fundum þess merkustu tillögurnar, sem horfðu til framfara og framkvæmda í búnaðarmálum Eyjanna og öðrum atvinnumálum. Hann virðist hafa borið höfuð og herðar yfir flesta aðra félagsmenn að áhuga og víðsýni og átt traust þeirra óskert í einu og öllu til forustu og framtaks. Með Sigurði unnu nokkrir traustir og dyggir framtaksmenn, svo sem Guðmundur Þórarinsson bóndi að Vesturhúsum, sem var skoðunarmaður félagsins í 13 ár, og Jón Jónsson, hreppsstjóri í Dölum, sem var skoðunarmaður í 12 ár. — Bjarni Einarsson bóndi í Hlaðbæ var skoðunarmaður í 5 ár. Þrír aðrir styttri tíma.<br> | ||
Alls hélt framfarafélagið 46 fundi, þar af 21 fund fyrstu 6 árin, sem það starfaði. Fjóra fundi hélt það í | Alls hélt framfarafélagið 46 fundi, þar af 21 fund fyrstu 6 árin, sem það starfaði. Fjóra fundi hélt það í barnaskólahúsinu, tvo í [[Góðtemplarahúsið|Goodtemplarahúsinu]], alla hina í þinghúsinu. | ||
<center>YFIRLITSSKÝRSLA</center> | |||
um jarðabætur Framfarafélagsins og jarðabótastyrk þess úr landssjóði. | <center>um jarðabætur Framfarafélagsins og jarðabótastyrk þess úr landssjóði.</center> | ||
JARÐABÆTUR | JARÐABÆTUR | ||
Lína 223: | Lína 230: | ||
|} | |} | ||
STYRKUR | |||
{|{{prettytable}} | |||
|- | |||
|Ár||Krónur | |||
|- | |||
|1894||67,10 | |||
|- | |||
|1895||110,50 | |||
|- | |||
|1896||103,90 | |||
|- | |||
|1897||83,10 | |||
|- | |||
|1898||150,22 | |||
|- | |||
|1900||116,52 | |||
|- | |||
|1902||150,54 | |||
|- | |||
|1903||111,54 | |||
|- | |||
|1904||105,83 | |||
|- | |||
|1905||115,53 | |||
|- | |||
|1907||107,80 | |||
|- | |||
|1909||43,26 | |||
|- | |||
|Samtals||kr. 1.265,74 | |||
|} | |||
::::::::'''''Hugsjónirnar''''' | |||
' | |||
Helztu áhugamál þeirra Eyjamanna, sem stóðu að og störfuðu í Framfarafélaginu, voru þessi:<br> | Helztu áhugamál þeirra Eyjamanna, sem stóðu að og störfuðu í Framfarafélaginu, voru þessi:<br> | ||
Lína 287: | Lína 286: | ||
Allt þess starf bar vott um víðsýni, framfaraáhuga og mikla þrautseigju formannsins, Sigurðar Sigurfinnssonar, sem bar félagið uppi í einu og öllu, meðan þess naut við og markaði störf þess og stefnu.<br> | Allt þess starf bar vott um víðsýni, framfaraáhuga og mikla þrautseigju formannsins, Sigurðar Sigurfinnssonar, sem bar félagið uppi í einu og öllu, meðan þess naut við og markaði störf þess og stefnu.<br> | ||
:::::::::::::::[[Þorsteinn Þ. Víglundsson|''Þ.Þ.V.'']] | |||
::::::[[Þorsteinn Þ. Víglundsson|''Þ.Þ.V.'']] | |||
[[Blik 1953/Framfarafélag Vestmannaeyja|Til baka]] | [[Blik 1953/Framfarafélag Vestmannaeyja|Til baka]] |
Núverandi breyting frá og með 21. október 2012 kl. 21:31
Á fundi þessum hreyfði Sigurður Sigurfinnsson fyrst því athyglisverða máli, að Framfarafélagið stofnaði „ábyrgðarsjóð“ nautgripa hér í Eyjum. Fundurinn kaus þriggja manna nefnd til þess að semja reglur um þetta væntanlega
tryggingafélag nautgripa hér og hlutu kosningu upphafsmaður tillögunnar, Sigurður Sigurfinnsson, og með honum Gísli Engilbertsson og Sigfús Árnason. Á næsta fundi, sem haldinn var eftir viku (10.des.), lagði formaður fram frumvarp til laga handa „nautgripa- og ábyrgðarfélagi Vestmannaeyja“. Því næst var ályktað að kalla alla nautgripaeigendur í Eyjum á fund til að stofna félagið.
Að viku liðinni (17. des.) var enn haldinn fundur í Framfarafélaginu. Sátu þann fund 8 félagsmenn og nokkrir utanfélagsmenn. Þar voru lesin upp lögin fyrir hið væntanlega nautgripa- og ábyrgðarfélag, þau rædd og gerðir við þau viðaukar. Skaðabætur fyrir nautgripi skyldu nema allt að 1/3 af virðingarverði, ef lóga þyrfti gripunum vegna veikinda eða annarra óhappa. Þessir menn voru kosnir í fyrstu stjórn ábyrgðarfélagsins: Sigurður Sigurfinnsson, formaður, Jón Jónsson (hreppsstjóri?) varaformaður og gjaldkeri Jóhann Bjarnasen.
Allar kýr félagsmanna skyldu vera tryggðar hjá félaginu frá 1. janúar 1894.
Á fyrsta starfsári Framfarafélagsins voru keypt 6 „sléttunarjárn“.
29. apríl 1894 hélt Framfarafélagið 8. fund sinn, sem var aðalfundur. Allir félagsmennirnir, 13 að tölu, sátu fundinn. Skoðunarmenn félagsins, Jón Jónsson, hreppsstjóri í Dölum, og Guðmundur Þórarinsson bóndi að Vesturhúsum, gáfu skýrslu um unnar jarðabætur félagsmanna á s.l. ári og önnur störf til framfara. Samþykkt var að greiða þeim eina krónu hvorum fyrir skoðunarstörfin. Næstu fimm árin voru þetta laun þeirra hvert ár fyrir skoðunarstörfin. Þá voru launin tvöfölduð (2 kr.) og héldust það meðan félagið var við lýði.
Á næsta fundi (9.) að mánuði liðnum (27. maí) ályktuðu fundarmenn að leggja mest kapp á þúfnasléttun og hleðslu grjótgarða á næsta hausti og auka áburðarefnin svo sem frekast væri unnt.
Á 10. fundi félagsins, 7. október um haustið, tilkynnti formaður, að félagið hefði hlotið kr. 67,10 úr landssjóði út á jarðabætur félagsmanna, og voru þá 229 dagsverk talin styrkhæf af 271 dagsverki, sem skoðunarmenn félagsins töldu félagsmenn hafa unnið. Samþykkt var á fundi þessum að kaupa vagn handa félagsmönnum til afnota. Vagn þessi var síðan keyptur um haustið og kostaði 40 krónur. Það mun vera fyrsti handvagninn, sem keyptur er til Eyja. Til þess tíma þekktust ekki not af vögnum hér í Eyjum. Hestar voru notaðir til burðar. Fólk, konur sem karlmenn, bar mikið á bakinu, oft í svokölluðum skrínum, sem voru títt með sérstöku lagi eða af sérstakri gerð. Fiskur var dreginn úr sandi á þar til gerðum krókum, tveir fiskar í hvorri hendi.
Vagninn var síðan lánaður félagsmönnum fyrir 4 aura gjald á klukkustund fyrsta árið. Næsta ár var það gjald tvöfaldað hjá félagsmönnum. Utanfélagsmenn gátu fengið vagninn lánaðan fyrir 16 aura gjald á vinnustund. Árið 1895 keypti félagið annan handvagn.
Á 14. fundi félagsins 1. des. þetta haust var samþykkt að veita félagsmönnum framvegis verðlaun fyrir vel byggð fénaðarhús og heyhlöður með járnþaki. Þá var gerð þar fyrsta samþykkt um styrki út á fjós. Gísli Stefánsson og Sigurður Sigurfinnsson hlutu fyrstu verðlaun. Afráðið var að veita félagsmönnum 20 aura styrk út á hvert jarðabótadagsverk og greiða þeim 1/10 af virðingarverði fénaðarhúsa með járnþaki.
Á 17. fundi félagsins, sem haldinn var 15. nóv. 1896, voru 16 menn á fundi af 22, sem þá töldust vera í félaginu.
Formaður kvartaði yfir því, hve lítið væri unnið að jarðabótum það haust og hvatti til framtaks. Þá hreyfði formaður félagsins því nýmæli, að hér yrði byggt íshús og grennslaðist eftir, að hverju leyti félagið gæti tekið þátt í því fyrirtæki. Lagði hann til, að gerð yrði áætlun um byggingarkostnaðinn. Að loknum nokkrum umræðum var Sveinn Jónsson smiður kjörinn til þess að gera áætlun um byggingarkostnað íshússins, og skyldi leggja hana fyrir almennan fund Eyjamanna.
Sveinn Jónsson kaus sér Sigurð Sigurfinnsson til aðstoðar við gerð kostnaðaráætlunarinnar.
Í fundarlok hreyfði formaður því, að nauðsyn bæri til að festa kaup á salti og kolum handa Eyjamönnum. Ályktað var að leita álits almenns fundar um það atriði.
18. fundur félagsins var haldinn 26. sept. 1897 og sátu hann 13 félagsmenn.
Á þessu ári hafði sýslunefnd Vestmannaeyja útnefnt yfirskoðunarmann, er mæla skyldi og meta jarðabætur félagsmanna ásamt skoðunarmönnum félagsins. Það var Vigfús Pálsson Scheving, bóndi að Vilborgarstöðum. Hafði hann síðan þetta trúnaðarstarf á hendi fyrir sýslunefnd meðan Framfarafélagið var við lýði.
Enginn aðalfundur var haldinn þetta ár. Hafði ekki orðið löglegur, þegar til hans var boðað. Um það bil, er hann skyldi haldast, segja tveir merkir félagsmenn sig úr félaginu, þeir nafnarnir Gísli Stefánsson og
Gísli Engilbertsson.
Vorið 1898 varð ekki haldinn aðalfundur, þegar hann var auglýstur, sökum of lítillar fundarsóknar. Var það annað árið, sem það gerðist.
Á 19. fundi félagsins, sem haldinn var 1. maí 1898, var samþykkt að fela formanni að festa kaup á 10 járnkvíslum til þess að pæla með jarðveg. Það gerði hann fyrir haustið.
Á 21. fundi félagsins, 1. okt. 1899, var afráðið að kaupa 12 verkfæri til að hreinsa með illgresi úr matjurtagörðum.
Vorið eftir sagði Sigfús Árnason sig úr félaginu, en í það gekk Guðlaugur Jónsson bóndi að Stóragerði.
25. fundur félagsins var haldinn 12. maí 1901. Á þeim fundi var samþykkt að selja vagna félagsins hæstbjóðendum. Var svo gert. Þá var þar og samþykkt að kaupa skilvindu handa félagsmönnum. Mun það fyrsta skilvindan, sem hingað var keypt.
Á fundi félagsins um haustið (22. sept. 1901) skýrði formaður félagsins frá því, að hann hefði keypt skilvinduna (teg.: „Perfect“) og hefði hún kostað kr. 110,62. Þá hafði hann einnig keypt 10 ,,gref“ handa félagsmönnum til að hreinsa með illgresi úr görðum.
Formaðurinn geymdi skilvinduna fyrir félagsmenn og höfðu þeir þar not af henni endurgjaldslaust, þegar þeir vildu. Utanfélagsmenn áttu þess einnig kost að nota hana, en greiða skyldi hver þeirra eina krónu fyrir notin til sumarmála næsta ár.
Hafnað var á fundi þessum að ganga í Búnaðarfélag Íslands. Vorið 1902 var afnotagjald fyrir skilvinduna fjórfaldað og hið sama fyrir félagsmenn sem utanfélagsmenn. Skyldi sú leiga gilda til fyrsta sumardags 1903.
Á fundi þessum var afráðið, að félagið skyldi hætta að eiga sjálft verkfærin. Skyldi „grefum“, kvíslum og rekum skipt milli félagsmanna til eignar. Vorið 1903 var samþykkt að selja skilvindu félagsins, ef viðunandi boð fengist í hana. Sigurður, formaður félagsins, keypti skilvinduna á kr. 90,00. Munu þá margir bændur hér hafa þegar eignazt skilvindur vegna framtaks Framfarafélagsins.
Haustið 1903 voru félagsmenn 25. Það haust var á fundi 30. október, samþykkt, að félagið greiddi verðlaun fyrir „steinlímda brunna“, og yrðu verðlaunin 5 aurar á hvert rúmfet. Kom í ljós, að þau 10 ár, sem félagið hafði starfað, höfðu 16 brunnar (vatnsgeymar) verið gerðir, stærð samtals 2806 rúmfet.
23. des. 1903 samþykkti fundur félagsins, að það gengi í Búnaðarfélag Íslands. Jafnframt var formanni falið að útvega ráðunaut þess hingað á næsta sumri til leiðbeiningar í jarðyrkjustörfum og öðrum búnaðarframkvæmdum. Einar Helgason ráðunautur kom síðan hingað til Eyja fyrir atbeina félagsins í ágústmánuði 1904. Var þá rætt við hann um hið ræktaða land, aukna ræktun, hirðingu áburðar, skógrækt, hindrun sandfoks og uppblásturs o.fl. Það var algjör nýlunda að fá hingað búnaðarlærðan mann til skrafs og ráðagerða um búnaðarframfarir Eyjanna.
Á þessum árum virðist viðhorf bænda til félagsins breytast, hugsjóna þess og stefnumarka. Að vísu hafði aldrei meir en helmingur jarðabænda hér verið í félaginu og fylkt sér undir merki þess og áhugamál. En nú er sem eitthvað nýtt grípi hug allra svo að áhugamál Framfarafélagsins þoka til hliðar, gengi þess fer dvínandi og tilvera þess verður erfiðari með hverju ári, sem líður. Erfitt reynist nú að ná saman löglegum fundum, bæði aðalfundum og aukafundum. Ársgjöld félagsmanna greiðast illa. Skerða varð nú styrkveitingar til húsbygginga sökum fjárskorts félagsins. Jarðyrkjuframkvæmdirnar minnka stórlega.
Hvað veldur þessum breytingum? Það er litlum vafa bundið. Vélbátaútvegurinn ryður sér til rúms. Hann tekur hugi bænda. Hann markar spor um bætta afkomu og fljóttekinn hagnað. Hugur bænda snýst um það að eignast hlut í vélbát. Sú útgerð krefst alls hugar. Aflamagn fer vaxandi ár frá ári. Atvinna fer að sama skapi vaxandi við verkun aflans og færri tímar verða afgangs til jarðyrkjustarfa. Árið 1910 var tvívegis boðað til fundar í félaginu án þess að fundarfært yrði.
17. apríl 1911 var haldinn aðalfundur og lagðir fram reikningar áranna 1909 og 1910. Síðan lá félagsstarfið niðri í 2 ár.
26. apríl 1914 virðist félagið halda síðasta fund sinn. Sátu hann einir 8 menn. Á fundi þessum var ályktað, að gera ekki kröfu til útistandandi árstillaga, að leggja félagið niður, slíta félagsskapnum og afhenda hreppsnefndinni eignir félagsins samkv. 11. grein félagslaganna.
Undir síðustu fundargjörð rita Sigurður Sigurfinnsson, Bjarni Einarsson og Gísli Lárusson.
Sigurður Sigurfinnsson hafði verið formaður félagsins, ritari og gjaldkeri öll starfsárin frá stofnun þess. Hann hafði markað stefnu og störf félagsins, borið fram á fundum þess merkustu tillögurnar, sem horfðu til framfara og framkvæmda í búnaðarmálum Eyjanna og öðrum atvinnumálum. Hann virðist hafa borið höfuð og herðar yfir flesta aðra félagsmenn að áhuga og víðsýni og átt traust þeirra óskert í einu og öllu til forustu og framtaks. Með Sigurði unnu nokkrir traustir og dyggir framtaksmenn, svo sem Guðmundur Þórarinsson bóndi að Vesturhúsum, sem var skoðunarmaður félagsins í 13 ár, og Jón Jónsson, hreppsstjóri í Dölum, sem var skoðunarmaður í 12 ár. — Bjarni Einarsson bóndi í Hlaðbæ var skoðunarmaður í 5 ár. Þrír aðrir styttri tíma.
Alls hélt framfarafélagið 46 fundi, þar af 21 fund fyrstu 6 árin, sem það starfaði. Fjóra fundi hélt það í barnaskólahúsinu, tvo í Goodtemplarahúsinu, alla hina í þinghúsinu.
JARÐABÆTUR
Ártöl | Dagsverk |
---|---|
1893 | 271 |
1894 | 493 1/2 |
1895 | 396 |
1896 | 316 |
1897 | 240 1/2 |
1900 | 318 |
1901 | 487 |
1902 | 386 |
1903 | |
1904 | 324 1/2 |
1905 | |
1906 | 397 |
1907 | 234 1/2 |
1908 | 237 |
samtals | 4101 |
ÞÚFNASLÉTTUR
Ártöl | ferfaðmar |
---|---|
1894 | 3545 |
1895 | 3141 |
1896 | 2704 |
1897 | 1295 |
1900 | 3213 |
1901 | 2508 |
1902 | 4337 |
1903 | |
1904 | 3250 |
1905 | 3182 |
1906 | 3948 |
1908 | 2377 |
1909 | 2068 |
samtals | 35568 |
ha. | um 12,6 |
VARNARGARÐAR
Ártöl | Grjótgarðar | Grjótgarðar | Torf- og grjótgarðar |
---|---|---|---|
Einhlaðnir, faðmar | Tvíhlaðnir, faðmar | faðmar | |
1893 | 117 | 19,5 | |
1894 | 238,5 | 39,5 | |
1895 | 125 | 24 | 21,5 |
1896 | 73,5 | 32,5 | |
1897 | 177,5 | 57 | 8 |
1900 | 118 | 6 | |
1901 | 185 | 68 | 13 |
1902 | 7 | ||
1904 | 9 | 26 | |
1906 | 93 | 22 | 16 |
1908 | 32 | ||
Samtals | 1175,5 faðm. | 294,5 faðm. | 58,5 faðm. |
Samtals | 2213,6 m | 554,57 m | 110,16 m |
ÁBURÐARGRYFJUR
Ár | rúmfet |
1893 | 1300 |
1894 | 1104 |
1895 | 731 |
1901 | 944 |
1902 | 1054 |
1904 | 1106 |
1906 | 1001 |
1908 | 200 |
Samtals | 7440 rúmfet |
SÁÐLÖND
Ár | Fermetrar |
1893 | 84 |
1894 | 84 |
1895 | 78 |
1897 | 181 |
1901 | 54 |
1904 | 315 |
1906 | 160 |
1908 | 483 |
Samtals | 1439 |
STYRKUR
Ár | Krónur |
1894 | 67,10 |
1895 | 110,50 |
1896 | 103,90 |
1897 | 83,10 |
1898 | 150,22 |
1900 | 116,52 |
1902 | 150,54 |
1903 | 111,54 |
1904 | 105,83 |
1905 | 115,53 |
1907 | 107,80 |
1909 | 43,26 |
Samtals | kr. 1.265,74 |
- Hugsjónirnar
Helztu áhugamál þeirra Eyjamanna, sem stóðu að og störfuðu í Framfarafélaginu, voru þessi:
1. Hefta uppblástur á Heimaey og eyðingu jarðvegs af völdum veðra og manna.
2. Jarðabætur, svo sem sléttun túna, nýrækt, meiri og betri hirðing áburðar með gerð safngryfja.
3. Auka varnargarða á Heimaey.
4. Umbætur á öllum fénaðarhúsum og heyhlöðum og bætt meðferð búfjárins.
5. Auka tækni bænda til bjargar sér og aukinna vinnuafkasta með kaupum á jarðyrkju- og garðyrkjuverkfærum, vögnum og skilvindu.
6. Hvetja bændur og styrkja til þess að auka vatnsforða sinn með því að gera steinlímda brunna við hús sín og bæi. Nóg vatn til daglegra þarfa var og er undirstaðan að auknu hreínlæti og betri líðan manna og dýra.
7. Þá átti Framfarafélagið upptökin að því, að stofnað var hér tryggingafélag kúaeigenda, sem var hér til ársins 1951.
8. Félagið hvatti bændur til framtaks á flestum sviðum atvinnulífsins, samvinnu og samhjálpar.
Allt þess starf bar vott um víðsýni, framfaraáhuga og mikla þrautseigju formannsins, Sigurðar Sigurfinnssonar, sem bar félagið uppi í einu og öllu, meðan þess naut við og markaði störf þess og stefnu.