„Sigurður Reimarsson“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
 
(1 millibreyting ekki sýnd frá sama notandanum)
Lína 7: Lína 7:


* Hér má lesa sögu um [[Brennukóngurinn Siggi Reim|brennukónginn Sigga Reim]].
* Hér má lesa sögu um [[Brennukóngurinn Siggi Reim|brennukónginn Sigga Reim]].
== Myndir ==
<Gallery>
Mynd:Sigurður Reimarsson.jpeg
Mynd:Siggi Reim1.jpg
</gallery>


[[Flokkur:Verkamenn]]
[[Flokkur:Verkamenn]]
[[Flokkur:Fólk fætt á 20. öld]]
[[Flokkur:Fólk fætt á 20. öld]]
[[Flokkur:Íbúar við Skólaveg]]
[[Flokkur:Íbúar við Skólaveg]]

Núverandi breyting frá og með 16. ágúst 2012 kl. 14:31

Siggi Reim.

Sigurður Reimarsson er fæddur í Vestmannaeyjum 2. júní 1928 og uppalinn þar. Móðir Sigurðar var úr Reykjavík og faðir hans, Reimar Hjartarson, úr Landeyjum en fjölskyldan bjó á Hásteinsvegi 34 og síðar í Heiðartúni sem Reimar byggði. Þar rak hann einnig rörsteypugerð. Sigurður bjó lengi í húsinu Stakagerði-Vestra, en það var rifið á tíunda áratugnum. Sigurður býr nú á Hraunbúðum.

Sigurður, eða Siggi Reim eins og Eyjamenn kalla hann, starfaði um hríð hjá Lifrarsamlaginu en lengst af starfaði hann hjá Vestmannaeyjabæ við sorphirðu og síðar við hreinsun á götum bæjarins. Siggi Reim er hvers manns hugljúfi og spjallaði hann mikið við Eyjamenn á götunum á meðan hann hreinsaði þær. Nú fer hann í göngur og hefur ekkert látið af spjallinu.

Siggi Reim var brennukóngur á Þjóðhátíðinni í rúmlega hálfa öld.

Myndir