„Blik 1963/Gamlar myndir“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
 
(1 millibreyting ekki sýnd frá sama notandanum)
Lína 5: Lína 5:




=Gamlar myndir=
<big><big><big><big><center>Gamlar myndir</center></big></big></big>
<br>
<br>
[[Mynd: 1963 b 340 A.jpg|ctr|600px]]
<center>[[Mynd: 1963 b 340 AA.jpg|ctr|600px]]</center>
 


''Þessi mynd mun vera tekin árið 1905 eða 1906.<br>
''Þessi mynd mun vera tekin árið 1905 eða 1906.<br>
Lína 18: Lína 19:




[[Mynd: 1963 b 107.jpg|left|thumb|500px]]
[[Mynd: 1963 b 107 A.jpg|left|thumb|500px]]
 
 
 




Lína 29: Lína 33:
''Standandi frá vinstri: Pétur Lárusson, bóndi á Búastöðum og Gísli Lárusson, bróðir hans, í Stakkagerði. Gísli J. Johnsen er sá, sem situr.
''Standandi frá vinstri: Pétur Lárusson, bóndi á Búastöðum og Gísli Lárusson, bróðir hans, í Stakkagerði. Gísli J. Johnsen er sá, sem situr.


[[Mynd: 1963 b 120 B.jpg|left|thumb|350px]]
[[Mynd: 1963 b 120 BB.jpg|left|thumb|350px]]
 




Lína 46: Lína 51:
''Frá vinstri: Jónína Jónsdóttir, húsfrú í Gerði, Ólöf Lárusdóttir frá Búastöðum, húsfrú á Kirkjubæ, og dóttir hennar Lára Guðjónsdóttir bónda Björnssonar, húsfreyja að Kirkjulandi hér í Eyjum.
''Frá vinstri: Jónína Jónsdóttir, húsfrú í Gerði, Ólöf Lárusdóttir frá Búastöðum, húsfrú á Kirkjubæ, og dóttir hennar Lára Guðjónsdóttir bónda Björnssonar, húsfreyja að Kirkjulandi hér í Eyjum.


[[Mynd: 1963 b 120 C.jpg|350px|left|thumb]]
[[Mynd: 1963 b 120 CC.jpg|350px|left|thumb]]
 
 
 




Lína 70: Lína 78:




[[Mynd: 1963 b 120 A.jpg|ctr|400px]]
<center>[[Mynd: 1963 b 120 AA.jpg|ctr|400px]]</center>
 


:::::''Sængurkonusteinn.''
::::::::::::::::::::''Sængurkonusteinn.''





Núverandi breyting frá og með 3. júní 2012 kl. 17:57

Efnisyfirlit 1963



Gamlar myndir


ctr


Þessi mynd mun vera tekin árið 1905 eða 1906.
„Þykkvi bærinn“ sést til vinstri á myndinni. Yfir hann ber skúta, sem liggur á höfninni. Húsið næst á myndinni er Káragerði, sem Sigurður Ísleifsson, smiður, byggði 1904 (líklega) og varð síðan að flytja af beitilandi bændanna norður í námunda við höfnina. — Um þetta þjark er skrifað í Blik 1962. — Síðan þau skrif birtust almenningi, halda ýmsir því fram, að Káragerði hafi verið flutt í heilu lagi norður á skólalóðina. Sönnur á það veit ég ekki.
Næsta hús austan við Káragerði er Stakkagerði, sem rifið var sumarið 1961. Mitt á milli Káragerðis og Stakkagerðis ber hæst verzlunarhús Edinborgarverzlunar. Þar norður af sést á vesturstafn á vöruhúsi verzlunarinnar. Þar stendur Hraðfrystistöðin nú. Þar austur af gnæfir hið stóra steinhús Austurbúðarinnar með stafn gegn suðri, byggt 1880.
Neðan við verzlunarhús Edinborgar sést eldri London með 3 gluggum upp við þakskegg gegn suðri. Austan við London er lægra hús. Það er gamla Garðhús. Yfir Káragerði ber Hlíðarhús. Þar bjó Gísli Stefánsson, bóndi og kaupmaður. Yfir Garðhús ber brauðgerðarhús Stefáns Gíslasonar, sem stendur enn efst við Formannabraut vestanverða og heitir Boston. Háa húsið, sem ber austast í Heimaklett, er skóla- og þinghúsið (Borg), sem byggt var 1904 og skrifað er um í 4. kafla fræðslusögunnar hér i ritinu.
„Langi Hvammur“ sést lengst til hægri á myndinni. Litla húsið fyrir norðan hann við sömu götu er þurrabúðarhúsið Grund, byggt 1901. (Sjá grein hér um líf og starf þurrabúðarmanns.) Nokkru norðar við sömu götu sést Völlur, sem Lárus Halldórsson byggði. Þar stendur hús Útvegsbankans nú. Lága húsið, þar sem austurstafn ber við vesturstafn á skólahúsinu (Borg) er Goodtemplarahúsið, 5 gluggar á suðurhlið og fiskur breiddur til þerris á reit sunnan við það. Goodtemplarahúsið stóð á Mylnuhól nyrzt í Stakkagerðistúni. Þar stendur Samkomuhúsið nú. –
Á milli Hvamms og Grundar sést Dalbær Sigurðar hreppstjóra Sigurfinnssonar. Yfir austurgafl Dalbæjar ber húsið Bergstaði (nú Urðavegur 24), þá nýbyggt. Það byggði Elís Sigurðsson. Yfir Hvamm ber geymsluhjall Jóns á Hrauni og annan, sem Guðjón bóndi á Kirkjubæ átti. —

Þ.Þ.V.







Þrír kunnir Eyjaskeggjar af elztu kynslóðinni.
Standandi frá vinstri: Pétur Lárusson, bóndi á Búastöðum og Gísli Lárusson, bróðir hans, í Stakkagerði. Gísli J. Johnsen er sá, sem situr.








Þrjár kunnar Eyjakonur; hinar yngri aðeins gjafvaxta þá.
Frá vinstri: Jónína Jónsdóttir, húsfrú í Gerði, Ólöf Lárusdóttir frá Búastöðum, húsfrú á Kirkjubæ, og dóttir hennar Lára Guðjónsdóttir bónda Björnssonar, húsfreyja að Kirkjulandi hér í Eyjum.








Tveir kunnir Eyjaskeggjar á „duggarabands“árunum: Gísli J. Johnsen til vinstri og Þórarinn Gíslason frá Lundi, sonur Gísla Engilbertssonar, verzlunarstjóra.






ctr


Sængurkonusteinn.