„Blik 1978/Bréf til bæjarstjórnar Vestmannaeyja“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
(Ný síða: Efnisyfirlit 1978 ==Bréf til Bæjarstjórnar Vestmannaeyja== <br> Vestmannaeyjum 19. júní 1968. <br> Ég veit, að háttvirtum bæjarfulltrúum er það ljóst, a...)
 
m (Verndaði „Blik 1978/Bréf til bæjarstjórnar Vestmannaeyja“ [edit=sysop:move=sysop])
 
(1 millibreyting ekki sýnd frá sama notandanum)
Lína 6: Lína 6:




==Bréf til Bæjarstjórnar Vestmannaeyja==
<big><big><big><big><center>Bréf til Bæjarstjórnar Vestmannaeyja</center> </big></big></big><br>
<br>
 
Vestmannaeyjum 19. júní 1968.  <br>
Vestmannaeyjum 19. júní 1968.  <br>
Ég veit, að háttvirtum bæjarfulltrúum er það ljóst, að við Eyjabúar erum að verða á eftir ýmsum öðrum byggðarlögum um aðbúnað að bókasafni og ýmsum öðrum söfnum, sem miða til aukinnar menningar í bænum. <br>
Ég veit, að háttvirtum bæjarfulltrúum er það ljóst, að við Eyjabúar erum að verða á eftir ýmsum öðrum byggðarlögum um aðbúnað að bókasafni og ýmsum öðrum söfnum, sem miða til aukinnar menningar í bænum. <br>

Núverandi breyting frá og með 15. október 2010 kl. 17:31

Efnisyfirlit 1978




Bréf til Bæjarstjórnar Vestmannaeyja


Vestmannaeyjum 19. júní 1968.
Ég veit, að háttvirtum bæjarfulltrúum er það ljóst, að við Eyjabúar erum að verða á eftir ýmsum öðrum byggðarlögum um aðbúnað að bókasafni og ýmsum öðrum söfnum, sem miða til aukinnar menningar í bænum.
Fyrir löngu hefur safnahúsi hér verið afráðinn fallegur staður í bænum. Hinsvegar hefur bæjarsjóður nú svo dýrar framkvæmdir á prjónunum, að erfitt er að sinna framkvæmdum um byggingu safnahúss nú nema með lánsfé.
Ég vil hér með leyfa mér að bjóða bæjarstjórn að stuðla að því, að bæjarsjóður Vestmannaeyja fái að láni kr. 2.000.000,00 til safnahússbyggingar. Lánið verði veitt til 8 ára frá því að hlutar þess verða veittir, og skal veita það jöfnum höndum því, sem framkvæmdum miðar áfram, bygging rís.
Vænt þætti mér um að fá svar háttvirtrar bæjarstjórnar við þessu boði mínu hið allra fyrsta.

Virðingarfyllst.
Þorst. Þ. Víglundsson.
(sign.)

Vestmannaeyjum, 7. des. 1969.
Nú eru liðnir 6 mánuðir síðan rekustungan var tekin fyrir hinu svokallaða Safnahúsi hér í bæ. Síðan var grafið fyrir hluta hússins. Síðan hafa framkvæmdir legið niðri svo að vikum og mánuðum skiptir. Við þetta framkvæmdaleysi verður ekki unað lengur svo að ekki komi einhvers staðar við.
Nú bið ég háttvirt bæjarráð að fela mér allar framkvæmdir við byggingu þessa í samráði við teikningar allar af henni og í samvinnu við bæjarstjóra kaupstaðarins.
Þetta framkvæmdaleysi er því meiri ráðgáta, að bæjarsjóður þarf ekki að greiða eina krónu til byggingarinnar eins og stendur.
Ég vildi mega óska eftir heiðruðu svari bæjarráðs hið allra fyrsta við þessari beiðni minni.

Virðingarfyllst.
Þorst. Þ. Víglundsson

Vestmannaeyjum 9. des. 1969.
Og blessaðir valdamennirnir tóku urginu úr mér með þolinmæði og drengskap. Mættu því með skilningi. Útskrift úr fundargerð bæjarráðs 8. des. 1969. 716. fundur.
Fyrir tekið:
1. Bréf frá Þorsteini Þ. Víglundssyni, þar sem hann átelur seinagang á framkvæmdum við safnahúsið.
Þorsteinn æskir þess, að honum verði falið að sjá um framkvæmdir í samvinnu við bæjarstjóra.
Bæjarstjóri upplýsti, að tafir á framkvæmdum hefðu fyrst og fremst stafað af skorti á vinnuvélum, — vélskóflum og loftpressum, — en þær hafa allar verið bundnar við skurðgröft vegna dreifikerfis vatnsveitunnar. Talsverðar bilanir hafa orðið á vélskóflunum og hefir það enn aukið á vinnuvélaskortinn.
Bæjarráð samþykkir, að fela bæjarstjóra og bæjarverkfræðingi að hefja framkvæmdir við safnahúsið að nýju og flýta þeim, svo sem tök eru á.
2.-5. ...
6. Fyrir lágu reikningar fyrir Byggðarsafn Vestmannaeyja fyrir árið 1968, með niðurstöðutölum tekna og gjalda kr. 125.301,37.
Fleira ekki gert. —
Fundi slitið.

Undir fdg. rita:
Sigurgeir Kristjánsson,
Gunnar Sigurmundsson,
Gísli Gíslason,
M. Magnússon.
Rétta útskrift staðfestir ...

Svo dundi eldgosið yfir og allar byggingarframkvæmdir stöðvuðust. Byggingarmeistari safnahússins var fluttur úr bænum. Það var Jónas Guðmundsson trésmíðameistara Böðvarssonar. Og efsta platan var ósteypt, þegar gosið hófst. Nú þurfti að bregða á nýjan leik.

Vestmannaeyjum, 26. jan. 1974
Við undirritaðir höfum komið okkur saman um að skrifa bæjarstjórn Vestmannaeyja þetta bréf og tjá henni eftirfarandi erindi okkar.
Við Garðar Björgvinsson, trésmíðameistari, og Svavar Sigmundsson, trésmiður, bjóðumst til að taka að okkur framhald á Safnahússbyggingunni hér í kaupstaðnum í samráði við bæjarstjórn kaupstaðarins og hefja þá verkið hið allra fyrsta.
Ég undirritaður Þorsteinn Þ. Víglundsson, býðst til þess að útvega kaupstaðnum lánsfé til ofannefndra framkvæmda, allt að kr. fjórar milljónir.
Jafnframt skora ég á bæjarstjórn kaupstaðarins að bregðast nú fljótt við og láta hefja þessar framkvæmdir hið allra fyrsta.

Virðingarfyllst.
Garðar Björgvinsson
Svavar Sigmundsson
Þorsteinn Þ. Víglundsson