„Blik 1962/Púað á loðinn ljóra“: Munur á milli breytinga
Ekkert breytingarágrip |
Ekkert breytingarágrip |
||
(6 millibreytingar ekki sýndar frá sama notandanum) | |||
Lína 5: | Lína 5: | ||
[[Þorsteinn Þ. Víglundsson|ÞORSTEINN Þ. VÍGLUNDSSON]]: | <center>[[Þorsteinn Þ. Víglundsson|ÞORSTEINN Þ. VÍGLUNDSSON]]:</center> | ||
<big><big><big><big><big><center>''Púað á loðinn ljóra</center> </big></big></big></big> | |||
<br> | <br> | ||
<br> | <br> | ||
Lína 31: | Lína 32: | ||
''„Vertshúsið“ sést á miðri myndinni með þrem gluggum gegn suðri. <br> | ''„Vertshúsið“ sést á miðri myndinni með þrem gluggum gegn suðri. <br> | ||
''Þegar G.J.J. hafði fengið byggingu fyrir [[Miðbúðin|Miðbúðarlóðinni]] ([[Godthaab]]slóðinni), lét [[J.P.T. Bryde|Bryde kaupmaður]] rífa upp stakkstæði sín þar eða fiskreiti og fjarlœgja grjótið af miður hlýjum hug til hins nýja keppinauts. Þá keypti Gísli meginið af grjótgörðum þeim, sem sjást hér á myndinni, og lét leggja nýja fiskreiti úr grjóti þessu á verzlunarlóð sinni. | ''Þegar G.J.J. hafði fengið byggingu fyrir [[Miðbúðin|Miðbúðarlóðinni]] ([[Godthaab]]slóðinni), lét [[J.P.T. Bryde|Bryde kaupmaður]] rífa upp stakkstæði sín þar eða fiskreiti og fjarlœgja grjótið af miður hlýjum hug til hins nýja keppinauts. Þá keypti Gísli meginið af grjótgörðum þeim, sem sjást hér á myndinni, og lét leggja nýja fiskreiti úr grjóti þessu á verzlunarlóð sinni. | ||
Lína 41: | Lína 39: | ||
Ekki skorti fólkið dugnaðinn og þrautseigjuna, þegar þeir góðu eiginleikar hættu að fara á mis við tækni og tök og tápmikla forustu. <br> | Ekki skorti fólkið dugnaðinn og þrautseigjuna, þegar þeir góðu eiginleikar hættu að fara á mis við tækni og tök og tápmikla forustu. <br> | ||
Einn var sá maður í Eyjum, sem átti mjög ríkan þátt í þessum miklu breytingum. Hann hrökk upp þegar á æskuskeiði og púaði á loðna ljórann, leit til veðurs. Hann undi illa drunganum og svefnhettumókinu. Þetta var [[Gísli J. Johnsen]]. Með því að hann var hér um tíma umsvifamesti kaupsýslu- og útgerðarmaður og greiddi útsvar í hreppssjóð meir en nokkur annar einstaklingur¹, þá er ekki ófróðlegt að halda til haga því, sem við vitum sannast um upphaf að verzlunarframtaki hans hér í Eyjum. Það fæddi síðan af sér framtak hans til útgerðar og annars atvinnureksturs.<br> | Einn var sá maður í Eyjum, sem átti mjög ríkan þátt í þessum miklu breytingum. Hann hrökk upp þegar á æskuskeiði og púaði á loðna ljórann, leit til veðurs. Hann undi illa drunganum og svefnhettumókinu. Þetta var [[Gísli J. Johnsen]]. Með því að hann var hér um tíma umsvifamesti kaupsýslu- og útgerðarmaður og greiddi útsvar í hreppssjóð meir en nokkur annar einstaklingur¹, þá er ekki ófróðlegt að halda til haga því, sem við vitum sannast um upphaf að verzlunarframtaki hans hér í Eyjum. Það fæddi síðan af sér framtak hans til útgerðar og annars atvinnureksturs.<br> | ||
¹ <small>Árið 1917 greiddi Gásli J. Johnsen t.d. kr. 8.000,00 útsvar í hreppssjóð og nam sú upphæð 22,5% af öllum tekjum hreppsins það ár. Þá voru 470 útsvarsgjaldendur í Eyjum, þar af 130 manns, sem greiddu kr. 6 (sex) eða minna útsvar.<br> | ¹ <small>Árið 1917 greiddi Gásli J. Johnsen t.d. kr. 8.000,00 útsvar í hreppssjóð og nam sú upphæð 22,5% af öllum tekjum hreppsins það ár. Þá voru 470 útsvarsgjaldendur í Eyjum, þar af 130 manns, sem greiddu kr. 6 (sex) eða minna útsvar.<br> | ||
Árið 1918 var alls jafnað niður kr. 47.865,00 og bar Gísli J. Johnsen þá kr. 9.000,00 útsvar. Árið 1919 var jafnað niður í Vestmannaeyjakaupstað, sem þá var orðinn, kr. 96.345,00 á 573 gjaldendur. Meðal útsvar kr. | Árið 1918 var alls jafnað niður kr. 47.865,00 og bar Gísli J. Johnsen þá kr. 9.000,00 útsvar. Árið 1919 var jafnað niður í Vestmannaeyjakaupstað, sem þá var orðinn, kr. 96.345,00 á 573 gjaldendur. Meðal útsvar kr. | ||
170,00. Gísli J. Johnsen greiddi kr. 15.000,00 það ár. 130 | 170,00. Gísli J. Johnsen greiddi kr. 15.000,00 það ár. 130 gjaldendur greiddu þá 10 kr. eða minna.</small> | ||
Foreldrar [[Gísli J. Johnsen|Gísla J. Johnsen]] og þeirra bræðra, [[Jóhann J. Johnsen]] og kona hans [[Anna Sigríður Árnadóttir Johnsen|Sigríður Árnadóttir]], eignuðust veitingahús það, er [[Maddama Roed|frú Roed]] rak hér um skeið. Í desember 1878 veitti landshöfðingi Jóhanni Jörgen leyfi til að reka veitinga- og gistihús í Vestmannaeyjum. Þetta hús hét „[[Vertshúsið]]“. <br> | Foreldrar [[Gísli J. Johnsen|Gísla J. Johnsen]] og þeirra bræðra, [[Jóhann J. Johnsen]] og kona hans [[Anna Sigríður Árnadóttir Johnsen|Sigríður Árnadóttir]], eignuðust veitingahús það, er [[Maddama Roed|frú Roed]] rak hér um skeið. Í desember 1878 veitti landshöfðingi Jóhanni Jörgen leyfi til að reka veitinga- og gistihús í Vestmannaeyjum. Þetta hús hét „[[Vertshúsið]]“. <br> | ||
Lína 56: | Lína 53: | ||
Sumarið 1897 kenndi Gísli í Frydendal börnum í Eyjum sund. Það var á vegum bjargræðisnefndarinnar svokölluðu í hreppnum, og formaður hennar var frumkvöðull sundkennslu í Eyjum, [[Sigurður Sigurfinnsson]] hreppstjóri. Nefndin fékk 20 króna styrk úr sýslusjóði árlega til þessara framkvæmda og var það kaup annars sundkennarans, en þeir voru tveir. Landssjóður greiddi jafnháan styrk, sem varð kaup hins sundkennarans. Þetta sumar kenndi sundið með Gísla [[Jóhann Jónsson á Brekku|Jóhann Jónsson]] frá [[Tún (hús)|Túni]] í Eyjum (síðar Jóhann á Brekku). Þeir voru miklir vinir, sundkennararnir. Þegar Jóhann hafði fengið kaupið sitt greitt, lánaði hann Gísla það handa frú Sigríði. Þannig safnaði Gísli fé upp í andvirði verzlunarleyfisins, með því að leggja sjálfur fram sundkaupið sitt. Samt vantaði 10 krónur. Þær krónur náðust með hjálp góðra manna. Síðan var verzlunarleyfið til handa frú Sigríði í Frydendal greitt. Það var dags. 29. júlí 1898. <br> | Sumarið 1897 kenndi Gísli í Frydendal börnum í Eyjum sund. Það var á vegum bjargræðisnefndarinnar svokölluðu í hreppnum, og formaður hennar var frumkvöðull sundkennslu í Eyjum, [[Sigurður Sigurfinnsson]] hreppstjóri. Nefndin fékk 20 króna styrk úr sýslusjóði árlega til þessara framkvæmda og var það kaup annars sundkennarans, en þeir voru tveir. Landssjóður greiddi jafnháan styrk, sem varð kaup hins sundkennarans. Þetta sumar kenndi sundið með Gísla [[Jóhann Jónsson á Brekku|Jóhann Jónsson]] frá [[Tún (hús)|Túni]] í Eyjum (síðar Jóhann á Brekku). Þeir voru miklir vinir, sundkennararnir. Þegar Jóhann hafði fengið kaupið sitt greitt, lánaði hann Gísla það handa frú Sigríði. Þannig safnaði Gísli fé upp í andvirði verzlunarleyfisins, með því að leggja sjálfur fram sundkaupið sitt. Samt vantaði 10 krónur. Þær krónur náðust með hjálp góðra manna. Síðan var verzlunarleyfið til handa frú Sigríði í Frydendal greitt. Það var dags. 29. júlí 1898. <br> | ||
Í 4 ár rak Gísli J. Johnsen síðan verzlun í Frydendal á nafni móður sinnar sökum æsku, þar sem mikið skorti á, að hann væri myndugur. Gísli fékk hinsvegar að kaupa sér „myndugleikaleyfi“ 9. jan. 1902, þá tæplega 21 árs gamall. Íslenzkur embættismaður hafði ekki leyfi til að undirrita eða gefa út slíkt plagg sem myndugleikaleyfi. Það varð sjálfur kóngurinn í Kaupmannahöfn að gera. Um haustið (1902) keypti Gísli sér sjálfum verzlunarleyfi. Þá loks gat hann rekið verzlun sína á eigin nafni. Verzlunarleyfi hans er dagsett 13. sept. 1902. <br> | Í 4 ár rak Gísli J. Johnsen síðan verzlun í Frydendal á nafni móður sinnar sökum æsku, þar sem mikið skorti á, að hann væri myndugur. Gísli fékk hinsvegar að kaupa sér „myndugleikaleyfi“ 9. jan. 1902, þá tæplega 21 árs gamall. Íslenzkur embættismaður hafði ekki leyfi til að undirrita eða gefa út slíkt plagg sem myndugleikaleyfi. Það varð sjálfur kóngurinn í Kaupmannahöfn að gera. Um haustið (1902) keypti Gísli sér sjálfum verzlunarleyfi. Þá loks gat hann rekið verzlun sína á eigin nafni. Verzlunarleyfi hans er dagsett 13. sept. 1902. <br> | ||
Verzlun Gísla J. Johnsen óx ört, svo að danska selstöðukaupmanninum, J.P.T. Bryde, sem rekið hafði verzlun í Eyjum síðan faðir hans dó, 1879, og verið þar einvaldur, þótti meir en nóg um. <br> | Verzlun Gísla J. Johnsen óx ört, svo að danska selstöðukaupmanninum, [[J. P. T. Bryde]], sem rekið hafði verzlun í Eyjum síðan faðir hans dó, 1879, og verið þar einvaldur, þótti meir en nóg um. <br> | ||
[[Mynd: | [[Mynd: Stórskipin í Hrófunum.jpg|center|600px]] | ||
Lína 64: | Lína 61: | ||
''Austan við lágu klappirnar austur af [[Lækurinn|Læknum]] reis [[Nausthamar]]inn, sem sést vel á þessari mynd. Efst á honum var grasi gróin torfa, sem móta sést fyrir á myndinni. Norðvestur af Nausthamri var klöppin [[Brúnkolla]], sem einnig sést á myndinni. Hún ber undir skipið á höfninni. Eins og segir í greininni „Púað á loðinn ljóra“ hér í ritinu, þá byggði Gísli J. Johnsen bryggju sína norður með Nausthamri vestanverðum og varð Brúnkolla hausstœði hennar. Til þess að vélbátar gætu legið við þessa bryggju og upp með henni að vestanverðu, þurfti að sprengja og fjarlœgja miklar klappir, sem þar voru og nokkuð sést af á myndinni. — Bátarnir lengst til hœgri á þessari mynd eru settir upp í [[Fúla|Fúlu]], sem var uppsátur suður af Nausthamri eða milli Hamarsins og Strandvegar. | ''Austan við lágu klappirnar austur af [[Lækurinn|Læknum]] reis [[Nausthamar]]inn, sem sést vel á þessari mynd. Efst á honum var grasi gróin torfa, sem móta sést fyrir á myndinni. Norðvestur af Nausthamri var klöppin [[Brúnkolla]], sem einnig sést á myndinni. Hún ber undir skipið á höfninni. Eins og segir í greininni „Púað á loðinn ljóra“ hér í ritinu, þá byggði Gísli J. Johnsen bryggju sína norður með Nausthamri vestanverðum og varð Brúnkolla hausstœði hennar. Til þess að vélbátar gætu legið við þessa bryggju og upp með henni að vestanverðu, þurfti að sprengja og fjarlœgja miklar klappir, sem þar voru og nokkuð sést af á myndinni. — Bátarnir lengst til hœgri á þessari mynd eru settir upp í [[Fúla|Fúlu]], sem var uppsátur suður af Nausthamri eða milli Hamarsins og Strandvegar. | ||
[[Mynd: | [[Mynd: 1972 b 190 A.jpg|left|thumb|400px]] | ||
''Lœkurinn, athafnasvœði í 10 aldir. <br> | ''Lœkurinn, athafnasvœði í 10 aldir. <br> | ||
''Mynd þessi sýnir m.a. klappir þœr, sem komu í ljós austan við Lækinn um stórstraumsfjöru. Myndin nœr yfir meginhluta lendingarstaða opinna skipa í Vestmannaeyjum og athafnasvœði Eyjabúa við höfnina um 10 aldir eða frá landnámstíð framum síðustu aldamót. — Lengst til hægri á myndinni sést í haus Miðbúðarbryggjunnar, sem var byggð á búkkum, sem fylltir voru grjóti, eins og glögglega sést á bryggjuhausnum. Bryggja þessi lá í norðvestur í stefnu á Stóra-Klif og stóð algjörlega á þurru um fjöru, eins og myndin sýnir. Ekki er mér kunnugt um, hvenær þessi bryggja var gerð, en tjáð er mér, að hún hafi verið þarna komin fyrir 1893. — Miðbúðarbryggjuna keypti Gísli J. Johnsen með verzlunarhúsum, er hann fékk byggingu fyrir Godthaabslóðinni (Miðbúðarlóðinni) 1903 frá 1. jan. 1904. | ''Mynd þessi sýnir m.a. klappir þœr, sem komu í ljós austan við Lækinn um stórstraumsfjöru. Myndin nœr yfir meginhluta lendingarstaða opinna skipa í Vestmannaeyjum og athafnasvœði Eyjabúa við höfnina um 10 aldir eða frá landnámstíð framum síðustu aldamót. — Lengst til hægri á myndinni sést í haus Miðbúðarbryggjunnar, sem var byggð á búkkum, sem fylltir voru grjóti, eins og glögglega sést á bryggjuhausnum. Bryggja þessi lá í norðvestur í stefnu á Stóra-Klif og stóð algjörlega á þurru um fjöru, eins og myndin sýnir. Ekki er mér kunnugt um, hvenær þessi bryggja var gerð, en tjáð er mér, að hún hafi verið þarna komin fyrir 1893. — Miðbúðarbryggjuna keypti Gísli J. Johnsen með verzlunarhúsum, er hann fékk byggingu fyrir Godthaabslóðinni (Miðbúðarlóðinni) 1903 frá 1. jan. 1904. | ||
Gísli fékk nú mikinn hug á að bæta alla verzlunaraðstöðu sína í Eyjum. Hann sótti því um byggingu fyrir nokkrum hluta [[Godthaab|Godthaabslóðarinnar]], sem Bryde kaupmaður hafði haft byggingu fyrir og flutt stærsta verzlunarhúsið af til Víkur í Mýrdal 1895. Árið 1903, 15. júlí, fékk Gísli byggingu fyrir þeim lóðarhluta. Árið eftir byggði hann verzlunarhús á lóð þeirri. Það verzlunarhús þótti stórt mjög á þeim tíma, 24 álnir (yfir 15 m.) á lengd og 14 álnir (yfir 9 m.) á breidd, portbyggt. Vörugeymsluhús átti hann í námunda við lóðina. Hafði byggt það í félagi við [[Gísli Stefánsson (kaupmaður)|Gísla Stefánsson]] í [[Hlíðarhús]]i 1897, og þá sjóbúð, en þeir gerðu út saman opið skip, sem hét [[Blíði, áraskip|Blíði]]. <br> | Gísli fékk nú mikinn hug á að bæta alla verzlunaraðstöðu sína í Eyjum. Hann sótti því um byggingu fyrir nokkrum hluta [[Godthaab|Godthaabslóðarinnar]], sem Bryde kaupmaður hafði haft byggingu fyrir og flutt stærsta verzlunarhúsið af til Víkur í Mýrdal 1895. Árið 1903, 15. júlí, fékk Gísli byggingu fyrir þeim lóðarhluta. Árið eftir byggði hann verzlunarhús á lóð þeirri. Það verzlunarhús þótti stórt mjög á þeim tíma, 24 álnir (yfir 15 m.) á lengd og 14 álnir (yfir 9 m.) á breidd, portbyggt. Vörugeymsluhús átti hann í námunda við lóðina. Hafði byggt það í félagi við [[Gísli Stefánsson (kaupmaður)|Gísla Stefánsson]] í [[Hlíðarhús]]i 1897, og þá sjóbúð, en þeir gerðu út saman opið skip, sem hét [[Blíði, áraskip|Blíði]]. <br> | ||
[[Mynd: 1962 b 295 A.jpg|left|thumb|400px]] | |||
Lína 93: | Lína 82: | ||
Árið 1906 fékk Gísli síðan byggingu fyrir 880 ferálna (um 350 fermetra) viðbótarlóð frá Godthaabsverzlun [[Miðbúðin|(Miðbúðarlóðin)]]. Norðurmörk þeirrar lóðar voru við fjörumörk. Sama ár hóf Gísli bryggjusmíði á lóð þessari. | Árið 1906 fékk Gísli síðan byggingu fyrir 880 ferálna (um 350 fermetra) viðbótarlóð frá Godthaabsverzlun [[Miðbúðin|(Miðbúðarlóðin)]]. Norðurmörk þeirrar lóðar voru við fjörumörk. Sama ár hóf Gísli bryggjusmíði á lóð þessari. | ||
[[Mynd: 1962 | [[Mynd: 1962 b 298 A.jpg|400px|left|thumb]] | ||
Lína 108: | Lína 97: | ||
Þá var engin eiginleg bryggja í Eyjum nema ef svo skal kalla [[Austurbúðarbryggjan|Austurbúðarbryggjuna]] gömlu, sem var að nokkru leyti sjálfgerður klapparhali, sem gekk norður í höfnina frá klöppunum neðan við verzlunarhús Garðsverzlunarinnar. Þá bryggju notaði danska verzlunin við uppskipun á vörum úr kaupskipum sínum. Einnig [[Miðbúðarbryggjan]]. (Sjá mynd hér í ritinu). <br> | |||
[[Mynd: 1962 b 302 A.jpg|left|thumb|400px]] | |||
[[Mynd: 1962 | |||
Lína 121: | Lína 108: | ||
''Gömlu Hrófin í Læknum. Stöplarnir þegar steyptir undir bæjarbryggjuna. Ofan á einum stöplinum sitja þeir [[Jón Jónasson frá Múla|Jón Jónasson]] [[Múli|Múla]] og [[Kjartan Jónsson í Framnesi]]. Húsið sem snýr gafli fram með tveim gluggum og stórri lúgu er timburhús verzlunar Gísla J. Johnsen. Það ber í vesturhlið [[Kumbaldi|Kumbalda]] með brotnu þaki til suðurs, en hallandi þaki til norðurs og gluggum á gafli af mismunandi stœrðum og gerð. Yfir Kumbalda ber | ''Gömlu Hrófin í Læknum. Stöplarnir þegar steyptir undir bæjarbryggjuna. Ofan á einum stöplinum sitja þeir [[Jón Jónasson frá Múla|Jón Jónasson]] [[Múli|Múla]] og [[Kjartan Jónsson í Framnesi]]. Húsið sem snýr gafli fram með tveim gluggum og stórri lúgu er timburhús verzlunar Gísla J. Johnsen. Það ber í vesturhlið [[Kumbaldi|Kumbalda]] með brotnu þaki til suðurs, en hallandi þaki til norðurs og gluggum á gafli af mismunandi stœrðum og gerð. Yfir Kumbalda ber | ||
þak [[Austurbúðin|Austurbúðarinnar]]. | þak [[Austurbúðin|Austurbúðarinnar]]. | ||
Lína 130: | Lína 114: | ||
Gísli byggði bryggju sína frá Strandvegi norður í stefnu vestan við Nausthamar. Brátt náði bryggjan að norðurmörkum lóðar hans. Þannig fullnægði hún þó ekki vaxandi útgerð í Eyjum, þar sem vélbátaútvegurinn fór nú hraðvaxandi. <br> | Gísli byggði bryggju sína frá Strandvegi norður í stefnu vestan við Nausthamar. Brátt náði bryggjan að norðurmörkum lóðar hans. Þannig fullnægði hún þó ekki vaxandi útgerð í Eyjum, þar sem vélbátaútvegurinn fór nú hraðvaxandi. <br> | ||
[[Mynd: | [[Mynd: Nausthamar A.jpg|left|thumb|400px]] | ||
''Á mynd þessari sjáum við norður eftir „Gíslabryggjunni“, eins og hún var fyrst gerð (1906). Bátum var raðað að henni að vestanverðu, því að þar var ægissandur, þar sem klappirnar voru sprengdar burtu, þegar bryggjusmíðin hófst. — Til hœgri sést á horn „Eilífðarinnar“, hins mikla aðgerðarhúss Gísla. Skúrinn, sem stendur á Nausthamri var byggður um svipað leyti og bryggjan og notaður til geymslu á ýmsu, sem laut að skipaafgreiðslu þeirri, sem verzlun Gísla J. Johnsen innti af hendi. Í afspyrnu austanveðri 6. jan. 1911 fauk þessi skúr og töpuðust þá nokkrar afgreiðslubœkur. Brátt var annar skúr byggður í hans stað. Myndin mun tekin á vertíð 1910. | ''Á mynd þessari sjáum við norður eftir „Gíslabryggjunni“, eins og hún var fyrst gerð (1906). Bátum var raðað að henni að vestanverðu, því að þar var ægissandur, þar sem klappirnar voru sprengdar burtu, þegar bryggjusmíðin hófst. — Til hœgri sést á horn „Eilífðarinnar“, hins mikla aðgerðarhúss Gísla. Skúrinn, sem stendur á Nausthamri var byggður um svipað leyti og bryggjan og notaður til geymslu á ýmsu, sem laut að skipaafgreiðslu þeirri, sem verzlun Gísla J. Johnsen innti af hendi. Í afspyrnu austanveðri 6. jan. 1911 fauk þessi skúr og töpuðust þá nokkrar afgreiðslubœkur. Brátt var annar skúr byggður í hans stað. Myndin mun tekin á vertíð 1910. | ||
Lína 144: | Lína 127: | ||
Þegar Gísli fékk byggingu fyrir Godthaabslóðinni eða Miðbúðarlóðinni, var þar bryggjunefna. Sú bryggja var gerð til þess að leggja að henni uppskipunarbátum á háflæði, því að hún stóð á þurru um fjöru og allt að hálfflæddum sjó. Bryggjan var byggð á búkkum, sem fylltir voru grjóti. Hún stefndi norðvestur í Lækinn í stefnu á Stóra-Klif. Þessi bryggja var í daglegu tali kölluð [[Miðbúðarbryggjan]].<br> | Þegar Gísli fékk byggingu fyrir Godthaabslóðinni eða Miðbúðarlóðinni, var þar bryggjunefna. Sú bryggja var gerð til þess að leggja að henni uppskipunarbátum á háflæði, því að hún stóð á þurru um fjöru og allt að hálfflæddum sjó. Bryggjan var byggð á búkkum, sem fylltir voru grjóti. Hún stefndi norðvestur í Lækinn í stefnu á Stóra-Klif. Þessi bryggja var í daglegu tali kölluð [[Miðbúðarbryggjan]].<br> | ||
[[Mynd: 1962 b 300.jpg|left|thumb|400px]] | [[Mynd: 1962 b 300 A.jpg|left|thumb|400px]] | ||
''Sumarið 1910 hóf G.J.J. nýja bryggjugerð. Steyptur var þykkur veggur vestan við bryggjuna, sem fyrst var gerð (1906—1907) og mótuð ný bryggja mun hærri en hin fyrri. Þarna hófst bygging hinnar fyrstu hafskipabryggju í Eyjum. Fyrsta bryggjan var rifin smámsaman eftir því sem bygging hinnar nýju þokaðist áfram. Þessi hafskipabryggja var byggð í áföngum. Aðalsmiður við hana var [[Guðmundur Magnússon á Goðalandi|Guðmundur Magnússon]], sem bjó lengi að [[Goðaland]]i í Eyjum. Verkstjórar að öðru leyti voru þeir [[Nikulás Illugason]] og [[Valdimar Gíslason verkstjóri|Valdimar Gíslason]]. Húsið er aðgerðarhúsið mikla [[Eilífðin|„Eilífðin“]]. | ''Sumarið 1910 hóf G.J.J. nýja bryggjugerð. Steyptur var þykkur veggur vestan við bryggjuna, sem fyrst var gerð (1906—1907) og mótuð ný bryggja mun hærri en hin fyrri. Þarna hófst bygging hinnar fyrstu hafskipabryggju í Eyjum. Fyrsta bryggjan var rifin smámsaman eftir því sem bygging hinnar nýju þokaðist áfram. Þessi hafskipabryggja var byggð í áföngum. Aðalsmiður við hana var [[Guðmundur Magnússon á Goðalandi|Guðmundur Magnússon]], sem bjó lengi að [[Goðaland]]i í Eyjum. Verkstjórar að öðru leyti voru þeir [[Nikulás Illugason]] og [[Valdimar Gíslason verkstjóri|Valdimar Gíslason]]. Húsið er aðgerðarhúsið mikla [[Eilífðin|„Eilífðin“]]. | ||
Lína 162: | Lína 144: | ||
Nokkrum árum síðar eða 1910—1911 endurbætti Gísli þessa bryggju sína með því að steypa þykkan vegg meðfram henni að vestanverðu og fylla síðan austan við hann með grjóti og steypa yfir. Þannig kom steypt gólf í bryggjuna í stað timburgólfs. Nú hafði Gísli ásett sér að halda áfram með þessa steinsteyptu bryggju alveg norður á Brúnkollu, sem var klöpp norðvestur af norðurhorni Nausthamars. Það skyldi verða hafskipabryggja. Jón Ísleifsson, verkfr., bryggjusmiður í Hafnarfirði, gerði teikningu af þessari fyrirhuguðu hafskipabryggju Gísla J. Johnsens. Eftir þeirri teikningu var hún byggð að nokkru leyti. Haus bryggjunnar skyldi standa á Brúnkollu að vestan og skerinu [[Skata|Skötu]] að austan, en það var eilítið austur af Nausthamri. Þetta fór þó á annan veg. Sýslunefnd spyrnti gegn því, að Gísli fengi að byggja bryggjuna svona fyrirferðarmikla rétt fyrir innan hafnarmynnið, [[Leið]]ina. Bryggjuhausinn á Brúnkollu varð að nægja. Í áföngum tókst Gísla að byggja þessa bryggju, sem þótti þá hið mesta mannvirki við höfnina í Eyjum. Haustið 1925 var bryggjunni lokið, svo að hafskip gat lagzt við hana vorið eftir. Sá merkisatburður í verzlunar- og hafnarmálum Eyjanna átti sér stað 29. júní 1926. Dönsk skúta losaði þar timburfarm, sem hún kom með til verzlunar Gísla J. Johnsens, Edinborgarverzlunarinnar. <br> | Nokkrum árum síðar eða 1910—1911 endurbætti Gísli þessa bryggju sína með því að steypa þykkan vegg meðfram henni að vestanverðu og fylla síðan austan við hann með grjóti og steypa yfir. Þannig kom steypt gólf í bryggjuna í stað timburgólfs. Nú hafði Gísli ásett sér að halda áfram með þessa steinsteyptu bryggju alveg norður á Brúnkollu, sem var klöpp norðvestur af norðurhorni Nausthamars. Það skyldi verða hafskipabryggja. Jón Ísleifsson, verkfr., bryggjusmiður í Hafnarfirði, gerði teikningu af þessari fyrirhuguðu hafskipabryggju Gísla J. Johnsens. Eftir þeirri teikningu var hún byggð að nokkru leyti. Haus bryggjunnar skyldi standa á Brúnkollu að vestan og skerinu [[Skata|Skötu]] að austan, en það var eilítið austur af Nausthamri. Þetta fór þó á annan veg. Sýslunefnd spyrnti gegn því, að Gísli fengi að byggja bryggjuna svona fyrirferðarmikla rétt fyrir innan hafnarmynnið, [[Leið]]ina. Bryggjuhausinn á Brúnkollu varð að nægja. Í áföngum tókst Gísla að byggja þessa bryggju, sem þótti þá hið mesta mannvirki við höfnina í Eyjum. Haustið 1925 var bryggjunni lokið, svo að hafskip gat lagzt við hana vorið eftir. Sá merkisatburður í verzlunar- og hafnarmálum Eyjanna átti sér stað 29. júní 1926. Dönsk skúta losaði þar timburfarm, sem hún kom með til verzlunar Gísla J. Johnsens, Edinborgarverzlunarinnar. <br> | ||
[[Mynd: 1962 | [[Mynd: 1962 b 301 A.jpg|left|thumb|400px]] | ||
Lína 171: | Lína 153: | ||
''Haustið 1925 var loks lokið við að byggja „Gíslabryggjuna“, fyrstu hafskipabryggjuna í Eyjum. Á myndinni sést fyrsta hafskipið, sem lagzt gat við bryggju þar. Það var 29. júni 1926. Skúta þessi kom með timburfarm til Edinborgarverzlunar, þ.e. verzlunar Gísla J. Johnsen. Skútan var dönsk, þrísigld. | ''Haustið 1925 var loks lokið við að byggja „Gíslabryggjuna“, fyrstu hafskipabryggjuna í Eyjum. Á myndinni sést fyrsta hafskipið, sem lagzt gat við bryggju þar. Það var 29. júni 1926. Skúta þessi kom með timburfarm til Edinborgarverzlunar, þ.e. verzlunar Gísla J. Johnsen. Skútan var dönsk, þrísigld. | ||
Núverandi breyting frá og með 9. október 2010 kl. 11:51
Ársrit Gagnfræðaskólans hefur jafnan seilzt eftir að halda til haga og geyma ýmislegt, sem varðar framtak einstaklinga hér í Eyjum á fyrsta fjórðungi þessarar aldar. Segja má, að fram að aldamótunum hafi líf og starf Eyjabúa verið tilbreytingarlítið og athafnasnautt, hjakkað í sama farinu áratug eftir áratug með færisstúfinn, háfinn, örlitlar túnsvuntur og gróðurlausan úthagann, mergsognir af dönskum selstöðukaupmönnum.
Þessi einkenni þjóðlífsins íslenzka á sínum tíma skilgreindi skáldið með þessum ljóðlínum:
- Hrotið er hátt í hverri kró,
- hrekkur upp stöku maður þó,
- púar á loðinn ljóra.
- Hrotið er hátt í hverri kró,
Og annað þjóðskáldið okkar lýsir athafna- og framtaksleysinu með þessum orðum:
- Svartrar svefnhettu síruglað mók.
- Svartrar svefnhettu síruglað mók.
Allt tók þetta ástand ótrúlega snöggum og miklum breytingum hér með Eyjabúum, þegar þeir almennt hófu veiðar með línu, — og þó alveg sérstaklega, þegar vélbátarnir komu til sögunnar.
Hluti af byggð í Vestmannaeyjum um 1880.
„Vertshúsið“ sést á miðri myndinni með þrem gluggum gegn suðri.
Þegar G.J.J. hafði fengið byggingu fyrir Miðbúðarlóðinni (Godthaabslóðinni), lét Bryde kaupmaður rífa upp stakkstæði sín þar eða fiskreiti og fjarlœgja grjótið af miður hlýjum hug til hins nýja keppinauts. Þá keypti Gísli meginið af grjótgörðum þeim, sem sjást hér á myndinni, og lét leggja nýja fiskreiti úr grjóti þessu á verzlunarlóð sinni.
Ekki skorti fólkið dugnaðinn og þrautseigjuna, þegar þeir góðu eiginleikar hættu að fara á mis við tækni og tök og tápmikla forustu.
Einn var sá maður í Eyjum, sem átti mjög ríkan þátt í þessum miklu breytingum. Hann hrökk upp þegar á æskuskeiði og púaði á loðna ljórann, leit til veðurs. Hann undi illa drunganum og svefnhettumókinu. Þetta var Gísli J. Johnsen. Með því að hann var hér um tíma umsvifamesti kaupsýslu- og útgerðarmaður og greiddi útsvar í hreppssjóð meir en nokkur annar einstaklingur¹, þá er ekki ófróðlegt að halda til haga því, sem við vitum sannast um upphaf að verzlunarframtaki hans hér í Eyjum. Það fæddi síðan af sér framtak hans til útgerðar og annars atvinnureksturs.
¹ Árið 1917 greiddi Gásli J. Johnsen t.d. kr. 8.000,00 útsvar í hreppssjóð og nam sú upphæð 22,5% af öllum tekjum hreppsins það ár. Þá voru 470 útsvarsgjaldendur í Eyjum, þar af 130 manns, sem greiddu kr. 6 (sex) eða minna útsvar.
Árið 1918 var alls jafnað niður kr. 47.865,00 og bar Gísli J. Johnsen þá kr. 9.000,00 útsvar. Árið 1919 var jafnað niður í Vestmannaeyjakaupstað, sem þá var orðinn, kr. 96.345,00 á 573 gjaldendur. Meðal útsvar kr.
170,00. Gísli J. Johnsen greiddi kr. 15.000,00 það ár. 130 gjaldendur greiddu þá 10 kr. eða minna.
Foreldrar Gísla J. Johnsen og þeirra bræðra, Jóhann J. Johnsen og kona hans Sigríður Árnadóttir, eignuðust veitingahús það, er frú Roed rak hér um skeið. Í desember 1878 veitti landshöfðingi Jóhanni Jörgen leyfi til að reka veitinga- og gistihús í Vestmannaeyjum. Þetta hús hét „Vertshúsið“.
Árið 1883 lét Jóhann Jörgen rífa þetta hús til grunna, enda var það orðið gamalt og lélegt, og byggði þar sama ár tvílyft hús, sem hlaut nafnið Frydendal. Þetta hús varð svo íbúðarhús þeirra hjóna og hins fjölmenna heimilis þeirra, en þau höfðu mikinn atvinnurekstur, útgerð og landbúnað. Jafnframt ráku þau hjón veitingasölu í húsi þessu. Í þriðja lagi var hús þetta sjúkraskýli byggðarlagsins. Þar var tekið á móti erlendum sjómönnum, sem sjúkir voru lagðir á land í Eyjum, og svo auðvitað gert þar að meinum Eyjabúa sjálfra og þeir látnir liggja þar, gætu þeir ekki legið heima hjá sér. Starf það allt, sem þessi hjón inntu af hendi í Frydendal var þannig bæði margþætt og markvert.
Frú Sigríður Árnadóttir í Frydendal missti mann sinn árið 1893. Við fráfall hans breyttist vitaskuld öll aðstaða heimilisins til atvinnurekstrar og afkoman þar með. Börn þeirra hjóna, 5 synir, voru á aldrinum 30 vikna til 12 ára, þegar faðirinn féll frá. Elztur var Gísli en yngstur Árni.
Sumarið 1896 tók frú Sigríður í Frydendal til að selja varning fyrir kaupkonu í Reykjavík. Til þeirrar kaupmennsku var vitaskuld stofnað til að létta undir framfærslu hins þunga heimilis. Gísli sonur hennar mun hafa látið sér koma til hugar að sýna varning þennan í stofuglugga á norðurvegg hússins. Þar höfðu þau mæðgin sýningu á slifsum, svuntuefnum o.fl. vörum af svipuðu tagi.
Sama sumarið (1896) urðu sýslumannsskipti í Vestmannaeyjum. Jón Magnússon hvarf þaðan, en Magnús Jónsson fékk veitingu fyrir sýslunni.
Þegar hinn nýi sýslumaður varð þess áskynja, að vörur væru til sýnis í stofugluggum í Frydendal, taldi hann það embættisskyldu sína að tilkynna frúnni, að sýning sú væri með öllu ólögleg, þar sem hún hefði ekkert verzlunarleyfi. Vörurnar voru því teknar burtu úr glugganum að sinni.
Gremjan yfir þessari afskiptasemi sýslumanns gróf um sig í sálu 15 ára piltsins í Frydendal. Honum þótti súrt í broti að verða að láta í minni pokann og engum til meiri gleði en verzlunarstjóra danska selstöðukaupmannsins í Danska-Garði. Verzlunarleyfi skyldu þau kaupa, hvað sem það kostaði. — Já, það kostaði 50 krónur þá. Það voru í rauninni gífurlega miklir peningar eftir verðgildi þeirra þá, þegar dagsverkið var greitt með kr.
1,50—1,80, 10—12 tíma vinna. Nú voru góð ráð dýr. Hvar áttu þau að taka andvirði verzlunarleyfisins?
Sumarið 1897 kenndi Gísli í Frydendal börnum í Eyjum sund. Það var á vegum bjargræðisnefndarinnar svokölluðu í hreppnum, og formaður hennar var frumkvöðull sundkennslu í Eyjum, Sigurður Sigurfinnsson hreppstjóri. Nefndin fékk 20 króna styrk úr sýslusjóði árlega til þessara framkvæmda og var það kaup annars sundkennarans, en þeir voru tveir. Landssjóður greiddi jafnháan styrk, sem varð kaup hins sundkennarans. Þetta sumar kenndi sundið með Gísla Jóhann Jónsson frá Túni í Eyjum (síðar Jóhann á Brekku). Þeir voru miklir vinir, sundkennararnir. Þegar Jóhann hafði fengið kaupið sitt greitt, lánaði hann Gísla það handa frú Sigríði. Þannig safnaði Gísli fé upp í andvirði verzlunarleyfisins, með því að leggja sjálfur fram sundkaupið sitt. Samt vantaði 10 krónur. Þær krónur náðust með hjálp góðra manna. Síðan var verzlunarleyfið til handa frú Sigríði í Frydendal greitt. Það var dags. 29. júlí 1898.
Í 4 ár rak Gísli J. Johnsen síðan verzlun í Frydendal á nafni móður sinnar sökum æsku, þar sem mikið skorti á, að hann væri myndugur. Gísli fékk hinsvegar að kaupa sér „myndugleikaleyfi“ 9. jan. 1902, þá tæplega 21 árs gamall. Íslenzkur embættismaður hafði ekki leyfi til að undirrita eða gefa út slíkt plagg sem myndugleikaleyfi. Það varð sjálfur kóngurinn í Kaupmannahöfn að gera. Um haustið (1902) keypti Gísli sér sjálfum verzlunarleyfi. Þá loks gat hann rekið verzlun sína á eigin nafni. Verzlunarleyfi hans er dagsett 13. sept. 1902.
Verzlun Gísla J. Johnsen óx ört, svo að danska selstöðukaupmanninum, J. P. T. Bryde, sem rekið hafði verzlun í Eyjum síðan faðir hans dó, 1879, og verið þar einvaldur, þótti meir en nóg um.
Nausthamar og Fúla.
Austan við lágu klappirnar austur af Læknum reis Nausthamarinn, sem sést vel á þessari mynd. Efst á honum var grasi gróin torfa, sem móta sést fyrir á myndinni. Norðvestur af Nausthamri var klöppin Brúnkolla, sem einnig sést á myndinni. Hún ber undir skipið á höfninni. Eins og segir í greininni „Púað á loðinn ljóra“ hér í ritinu, þá byggði Gísli J. Johnsen bryggju sína norður með Nausthamri vestanverðum og varð Brúnkolla hausstœði hennar. Til þess að vélbátar gætu legið við þessa bryggju og upp með henni að vestanverðu, þurfti að sprengja og fjarlœgja miklar klappir, sem þar voru og nokkuð sést af á myndinni. — Bátarnir lengst til hœgri á þessari mynd eru settir upp í Fúlu, sem var uppsátur suður af Nausthamri eða milli Hamarsins og Strandvegar.
Lœkurinn, athafnasvœði í 10 aldir.
Mynd þessi sýnir m.a. klappir þœr, sem komu í ljós austan við Lækinn um stórstraumsfjöru. Myndin nœr yfir meginhluta lendingarstaða opinna skipa í Vestmannaeyjum og athafnasvœði Eyjabúa við höfnina um 10 aldir eða frá landnámstíð framum síðustu aldamót. — Lengst til hægri á myndinni sést í haus Miðbúðarbryggjunnar, sem var byggð á búkkum, sem fylltir voru grjóti, eins og glögglega sést á bryggjuhausnum. Bryggja þessi lá í norðvestur í stefnu á Stóra-Klif og stóð algjörlega á þurru um fjöru, eins og myndin sýnir. Ekki er mér kunnugt um, hvenær þessi bryggja var gerð, en tjáð er mér, að hún hafi verið þarna komin fyrir 1893. — Miðbúðarbryggjuna keypti Gísli J. Johnsen með verzlunarhúsum, er hann fékk byggingu fyrir Godthaabslóðinni (Miðbúðarlóðinni) 1903 frá 1. jan. 1904.
Gísli fékk nú mikinn hug á að bæta alla verzlunaraðstöðu sína í Eyjum. Hann sótti því um byggingu fyrir nokkrum hluta Godthaabslóðarinnar, sem Bryde kaupmaður hafði haft byggingu fyrir og flutt stærsta verzlunarhúsið af til Víkur í Mýrdal 1895. Árið 1903, 15. júlí, fékk Gísli byggingu fyrir þeim lóðarhluta. Árið eftir byggði hann verzlunarhús á lóð þeirri. Það verzlunarhús þótti stórt mjög á þeim tíma, 24 álnir (yfir 15 m.) á lengd og 14 álnir (yfir 9 m.) á breidd, portbyggt. Vörugeymsluhús átti hann í námunda við lóðina. Hafði byggt það í félagi við Gísla Stefánsson í Hlíðarhúsi 1897, og þá sjóbúð, en þeir gerðu út saman opið skip, sem hét Blíði.
Tvö verzlunarhús Miðbúðarinnar. Húsið til vinstri á myndinni er af íbúðarhúsinu Godthaab, eins og það var, þegar Gísli J. Johnsen keypti það árið 1901. Hitt húsið til h. á myndinni er Godthaabsbúðin eða Miðbúðin, eins og hún var oft kölluð í daglegu tali, og voru þá hinar tvœr dönsku verzlanir í Eyjum hafðar í huga, Garðsverzlunin (Danski Garður), nokkrum tugum metra fyrir austan Miðbúðina, og Júlíushaab eða Tangaverzlun, sem Gísli Engilbertsson stjórnaði um tugi ára. — Gluggarnir, sem sjást á verzlunarhúsinu, eru sjálfir búðargluggarnir. „Tímarnir breytast og mennirnir með“.
Árið 1906 fékk Gísli síðan byggingu fyrir 880 ferálna (um 350 fermetra) viðbótarlóð frá Godthaabsverzlun (Miðbúðarlóðin). Norðurmörk þeirrar lóðar voru við fjörumörk. Sama ár hóf Gísli bryggjusmíði á lóð þessari.
„Gíslabryggjan“ á árunum 1906 (1907)—1910 (1911).
Á árunum 1906 og 1907 byggði G.J.J. bryggju sína norður með vesturhlið Nausthamars. Hún var látin standa á steyptum stólpum og trébúkkum fylltum grjóti, eins og glöggt sést á myndinni. Fremst var síðan steyptur bryggjuhaus. Hann hvíldi á klöppinni Brúnkollu.
Þá var engin eiginleg bryggja í Eyjum nema ef svo skal kalla Austurbúðarbryggjuna gömlu, sem var að nokkru leyti sjálfgerður klapparhali, sem gekk norður í höfnina frá klöppunum neðan við verzlunarhús Garðsverzlunarinnar. Þá bryggju notaði danska verzlunin við uppskipun á vörum úr kaupskipum sínum. Einnig Miðbúðarbryggjan. (Sjá mynd hér í ritinu).
Gömlu Hrófin í Læknum. Stöplarnir þegar steyptir undir bæjarbryggjuna. Ofan á einum stöplinum sitja þeir Jón Jónasson Múla og Kjartan Jónsson í Framnesi. Húsið sem snýr gafli fram með tveim gluggum og stórri lúgu er timburhús verzlunar Gísla J. Johnsen. Það ber í vesturhlið Kumbalda með brotnu þaki til suðurs, en hallandi þaki til norðurs og gluggum á gafli af mismunandi stœrðum og gerð. Yfir Kumbalda ber
þak Austurbúðarinnar.
Árið eftir að Gísli J. Johnsen hóf bryggjusmíði sína, réðist sýslan sjálf eða sýslunefnd í það þrekvirki að byggja bryggju á Stokkhellu. Freistandi er að draga þá ályktun, að framtak Gísla um bryggjusmíðina hafi hvatt sýslunefnd til að hefjast handa í þessum efnum (1907).
Gísli byggði bryggju sína frá Strandvegi norður í stefnu vestan við Nausthamar. Brátt náði bryggjan að norðurmörkum lóðar hans. Þannig fullnægði hún þó ekki vaxandi útgerð í Eyjum, þar sem vélbátaútvegurinn fór nú hraðvaxandi.
Á mynd þessari sjáum við norður eftir „Gíslabryggjunni“, eins og hún var fyrst gerð (1906). Bátum var raðað að henni að vestanverðu, því að þar var ægissandur, þar sem klappirnar voru sprengdar burtu, þegar bryggjusmíðin hófst. — Til hœgri sést á horn „Eilífðarinnar“, hins mikla aðgerðarhúss Gísla. Skúrinn, sem stendur á Nausthamri var byggður um svipað leyti og bryggjan og notaður til geymslu á ýmsu, sem laut að skipaafgreiðslu þeirri, sem verzlun Gísla J. Johnsen innti af hendi. Í afspyrnu austanveðri 6. jan. 1911 fauk þessi skúr og töpuðust þá nokkrar afgreiðslubœkur. Brátt var annar skúr byggður í hans stað. Myndin mun tekin á vertíð 1910.
Árið 1909 var Björn Þórðarson, síðar forsætisráðherra, settur sýslumaður í Eyjum eftir
Magnús sýslumann Jónsson, sem þá hafði sagt af sér embættinu og flutzt burtu úr sveitarfélaginu. Björn sýslumaður og umboðsmaður ríkisins um jarðir, lóðir og lendur í Eyjum byggði Gísla Nausthamarinn og svæðið sunnan og vestan við hann, svokallaða Fúlu. Þar voru frá fornu fari uppsátur opinna skipa. Í lóðarsamningnum, sem Gísli skrifaði undir, er þetta tekið fram: „Ef leigutaki byggir sjálfur bólverk (þ.e. bryggju) á lóðinni, skal hann skyldugur að leyfa öðrum að nota það. Endurgjald má hann taka fyrir notkunina.“ Þannig vildi sýslumaður tryggja almenningi not af væntanlegri vélbátabryggju Gísla J. Johnsens.
Þegar Gísli fékk byggingu fyrir Godthaabslóðinni eða Miðbúðarlóðinni, var þar bryggjunefna. Sú bryggja var gerð til þess að leggja að henni uppskipunarbátum á háflæði, því að hún stóð á þurru um fjöru og allt að hálfflæddum sjó. Bryggjan var byggð á búkkum, sem fylltir voru grjóti. Hún stefndi norðvestur í Lækinn í stefnu á Stóra-Klif. Þessi bryggja var í daglegu tali kölluð Miðbúðarbryggjan.
Sumarið 1910 hóf G.J.J. nýja bryggjugerð. Steyptur var þykkur veggur vestan við bryggjuna, sem fyrst var gerð (1906—1907) og mótuð ný bryggja mun hærri en hin fyrri. Þarna hófst bygging hinnar fyrstu hafskipabryggju í Eyjum. Fyrsta bryggjan var rifin smámsaman eftir því sem bygging hinnar nýju þokaðist áfram. Þessi hafskipabryggja var byggð í áföngum. Aðalsmiður við hana var Guðmundur Magnússon, sem bjó lengi að Goðalandi í Eyjum. Verkstjórar að öðru leyti voru þeir Nikulás Illugason og Valdimar Gíslason. Húsið er aðgerðarhúsið mikla „Eilífðin“.
Eftir að Gísli hafði fengið byggingu fyrir Fúlu og Nausthamri, tók hann þegar til að bæta við bryggju sína norður með Nausthamrinum. Þar voru klappir. Þær lét hann sprengja burtu, svo að vélbátar gætu legið við bryggjuna vestanverða og staðið þar um fjöru án þess að tjón hlytist af á þeim vegna klappanna.
Fyrst var bryggja Gísla þannig, að steyptir voru stólpar eða bríkur jafnbreiðar bryggjunni með nokkurra faðma millibili. Á þær bríkur voru síðan bryggjutrén, burðartrén, lögð.
Yfirsmiður við bryggjuna var í fyrstu Friðrik Bjarnasen, bróðir þeirra Jóhanns og Antons, verzlunarstjóranna kunnu í Eyjum.
Um það leyti sem Gísli byggði undirstöðu að bryggju sinni, strandaði skúta hlaðin timbri norður undir Heimakletti. Þá var mikið félagslyndi ríkjandi í Eyjum og tóku Eyjamenn sig saman um það, að örfáir menn skyldu bjóða í allt timbrið úr skútunni á uppboðinu, sem haldið var á farminum, svo að timbrið fengist við lágu verði með því að loka úti alla samkeppni í boðum. Síðan skyldi skipta farminum á milli Eyjamanna eftir þörfum þeirra, svo að efnið kæmi sem mest að notum almenningi. Nú var Gísli J. Johnsen að byggja bryggjuna, sem almenningur í Eyjum átti að hafa afnot af samkvæmt byggingarbréfinu. Þess vegna varð það að samkomulagi, að Gísli fengi alla planka úr farminum, sem voru
7x1 1/4 þuml. til þess að nota í gólfið á bryggjunni. Það nægði honum til þeirra framkvæmda.
Nokkrum árum síðar eða 1910—1911 endurbætti Gísli þessa bryggju sína með því að steypa þykkan vegg meðfram henni að vestanverðu og fylla síðan austan við hann með grjóti og steypa yfir. Þannig kom steypt gólf í bryggjuna í stað timburgólfs. Nú hafði Gísli ásett sér að halda áfram með þessa steinsteyptu bryggju alveg norður á Brúnkollu, sem var klöpp norðvestur af norðurhorni Nausthamars. Það skyldi verða hafskipabryggja. Jón Ísleifsson, verkfr., bryggjusmiður í Hafnarfirði, gerði teikningu af þessari fyrirhuguðu hafskipabryggju Gísla J. Johnsens. Eftir þeirri teikningu var hún byggð að nokkru leyti. Haus bryggjunnar skyldi standa á Brúnkollu að vestan og skerinu Skötu að austan, en það var eilítið austur af Nausthamri. Þetta fór þó á annan veg. Sýslunefnd spyrnti gegn því, að Gísli fengi að byggja bryggjuna svona fyrirferðarmikla rétt fyrir innan hafnarmynnið, Leiðina. Bryggjuhausinn á Brúnkollu varð að nægja. Í áföngum tókst Gísla að byggja þessa bryggju, sem þótti þá hið mesta mannvirki við höfnina í Eyjum. Haustið 1925 var bryggjunni lokið, svo að hafskip gat lagzt við hana vorið eftir. Sá merkisatburður í verzlunar- og hafnarmálum Eyjanna átti sér stað 29. júní 1926. Dönsk skúta losaði þar timburfarm, sem hún kom með til verzlunar Gísla J. Johnsens, Edinborgarverzlunarinnar.
Haustið 1925 var loks lokið við að byggja „Gíslabryggjuna“, fyrstu hafskipabryggjuna í Eyjum. Á myndinni sést fyrsta hafskipið, sem lagzt gat við bryggju þar. Það var 29. júni 1926. Skúta þessi kom með timburfarm til Edinborgarverzlunar, þ.e. verzlunar Gísla J. Johnsen. Skútan var dönsk, þrísigld.
Þegar Gísli tók að endurbæta bryggju sína 1910 og 1911 og lengja hana fram, voru verkstjórar hans við bryggjusmíðina þeir Nikulás Illugason, verkstjóri við Edinborgarverzlun, og Guðmundur Magnússon smiður, síðar á Goðalandi. Hann vann að steypumótagerðinni með Valdimar Gíslasyni, verkamanni og verkstjóra. Allt voru þetta hagsýnir dugnaðarmenn og trúir í verkum sínum.
Nokkru eftir að Gísli J. Johnsen hóf að reka verzlun á eigin nafni, fékk hann þá hugmynd að auka stórlega öll viðskipti við íbúa Rangárvallasýslu. Frá aldaöðli höfðu bændur þeirrar sýslu verzlað við hina dönsku kaupmenn í Eyjum, komið þangað haust og vor í verzlunarerindum á hinum opnu skipum sínum.
Árið 1906, 20. júlí, greiddi Gísli fyrir verzlunarleyfi sitt til að reka verzlun í Rangárvallasýslu. Sama sumar leigði hann gufuskipið Emblu til að flytja vörur upp að Landeyjasandi. Skipið losaði vörurnar framundan Hallgeirsey og voru þær síðan fluttar þangað. Bændum í Rangárþingi þótti þetta einstæða framtak sæta miklum tíðindum og fögnuðu þessu mikla hagræði, sem þeim var að því að fá nauðþurftir sínar svo að segja fluttar heim á hlað. En þessir vöruflutningar voru miklum erfiðleikum háðir sökum hafnleysis við Suðurströndina og brims.
- ★
Blik birtir hér lesendum sínum nokkrar myndir frá bryggjugerð Gísla J. Johnsen.