„Blik 1974/Aðsent bréf“: Munur á milli breytinga
(Ný síða: Efnisyfirlit 1974 VILHJÁLMUR HJÁLMARSSON, menntamálaráðherra ==Bréf til Bliks== <br> (Í bréfi þessu bregður höfundurinn upp nokkrum minningum frá æskuár...) |
Ekkert breytingarágrip |
||
(5 millibreytingar ekki sýndar frá sama notandanum) | |||
Lína 4: | Lína 4: | ||
VILHJÁLMUR HJÁLMARSSON, menntamálaráðherra | <center>VILHJÁLMUR HJÁLMARSSON, menntamálaráðherra:</center> | ||
<big><big><big><big><center>Bréf til Bliks</center> </big></big></big></big> | |||
(Í bréfi þessu bregður höfundurinn upp nokkrum minningum frá æskuárum sínum. Mjóifjörður er fæðingarsveit okkar beggja. Þess vegna er saga byggðarinnar okkur báðum hugleikinn. - Þegar ég var að plægja hjá föður mínum á Krossi, var höfundurinn á tíunda árinu. Það var sumarið 1924. Ekki hafði ég þá hugmynd um, að það var í fyrsta sinni í sögu byggðarinnar að plógur var þar notaður við jarðyrkjustörfin. Um tugi ára höfðu þá Mjóafjarðarbændur gert miklar jarðabætur með undanristuspaðanum og rekunni sinni. Mjófirðingar voru miklir athafnamenn um útgerð og fiskframleiðslu. Fyrsti vélbáturinn var keyptur þangað 1904, ef ég man rétt. Útgerðin tók síðan hug fólksins næstu 20 árin, nema hvað aldraðir bændur gripu í það á haustin að beita spaðanum sínum og rekunni og stækka túnið sitt eilítið eða fjarlægja nokkrar þúfur í því, svo sem Vilhjálmur hreppstjóri á Brekku, Einar bóndi á Hofi, Eldleysubræður, Vilhjálmur vitavörður á Grund á Dalatanga og faðir minn, bóndi á Krossi, o.fl. <br> | (Í bréfi þessu bregður höfundurinn upp nokkrum minningum frá æskuárum sínum. Mjóifjörður er fæðingarsveit okkar beggja. Þess vegna er saga byggðarinnar okkur báðum hugleikinn. - Þegar ég var að plægja hjá föður mínum á Krossi, var höfundurinn á tíunda árinu. Það var sumarið 1924. Ekki hafði ég þá hugmynd um, að það var í fyrsta sinni í sögu byggðarinnar að plógur var þar notaður við jarðyrkjustörfin. Um tugi ára höfðu þá Mjóafjarðarbændur gert miklar jarðabætur með undanristuspaðanum og rekunni sinni. Mjófirðingar voru miklir athafnamenn um útgerð og fiskframleiðslu. Fyrsti vélbáturinn var keyptur þangað 1904, ef ég man rétt. Útgerðin tók síðan hug fólksins næstu 20 árin, nema hvað aldraðir bændur gripu í það á haustin að beita spaðanum sínum og rekunni og stækka túnið sitt eilítið eða fjarlægja nokkrar þúfur í því, svo sem Vilhjálmur hreppstjóri á Brekku, Einar bóndi á Hofi, Eldleysubræður, Vilhjálmur vitavörður á Grund á Dalatanga og faðir minn, bóndi á Krossi, o.fl. <br> | ||
Efni bréfsins fjallar sem sé um tímamót, þegar landbúnaðartæknin tók að kræla á sér í Mjóafirði eystra. <br> | Efni bréfsins fjallar sem sé um tímamót, þegar landbúnaðartæknin tók að kræla á sér í Mjóafirði eystra. <br> | ||
Lína 14: | Lína 15: | ||
Ég færi höfundi bréfsins, Vilhjálmi bónda og alþingismanni Hjálmarssyni á Brekku í Mjóafirði, alúðarþakkir fyrir það. [[Þorsteinn Þ. Víglundsson|Þ.Þ.V.]]). | Ég færi höfundi bréfsins, Vilhjálmi bónda og alþingismanni Hjálmarssyni á Brekku í Mjóafirði, alúðarþakkir fyrir það. [[Þorsteinn Þ. Víglundsson|Þ.Þ.V.]]). | ||
Brekku í Mjóafirði, 2. júní 1972. <br> | |||
<big>Brekku í Mjóafirði, 2. júní 1972. <br> | |||
[[Mynd: 1974 b 151 A.jpg|thumb|350px|''Vilhjálmur Hjálmarsson, bóndi og alþingismaður. (Nú menntamálaráðherra).'']] | |||
Það voru góðir dagar, getum við t.d. kallað eftirfarandi, sem er skrifað í framhaldi af samtali okkar á Borginni í vetur. Uppistaðan er frásögn af nokkrum eftirminnilegum dögum við jarðarbótastarf með föður þínum. En ívafið skulum við segja að sé upprifjun á innreið vélaaldar í Mjóafjörð, þ.e.a.s. á landi. Við sjóinn gegnir öðru máli. Þar hófst vélaöld í firði þessum löngu fyrir mitt minni með útgerð gufuskipa og mótorbáta til þorskveiða og með byggingu og rekstri tveggja hvalveiðistöðva og útgerð hvalveiðiskipa. Byrjar nú frásögnin og legg ég til hliðar sendibréfsformið á meðan:<br> | Það voru góðir dagar, getum við t.d. kallað eftirfarandi, sem er skrifað í framhaldi af samtali okkar á Borginni í vetur. Uppistaðan er frásögn af nokkrum eftirminnilegum dögum við jarðarbótastarf með föður þínum. En ívafið skulum við segja að sé upprifjun á innreið vélaaldar í Mjóafjörð, þ.e.a.s. á landi. Við sjóinn gegnir öðru máli. Þar hófst vélaöld í firði þessum löngu fyrir mitt minni með útgerð gufuskipa og mótorbáta til þorskveiða og með byggingu og rekstri tveggja hvalveiðistöðva og útgerð hvalveiðiskipa. Byrjar nú frásögnin og legg ég til hliðar sendibréfsformið á meðan:<br> | ||
Plógurinn hefur lengi verið tákn ræktunarinnar í máli og myndum. Fyrsti plógurinn, sem kom til Mjóafjarðar, var eign Sveins Ólafssonar alþingismanns í Firði. Um langt árabil var Sveinn önnum kafinn á öðrum sviðum og beitti því lítið plógi sínum. <br> | Plógurinn hefur lengi verið tákn ræktunarinnar í máli og myndum. Fyrsti plógurinn, sem kom til Mjóafjarðar, var eign Sveins Ólafssonar alþingismanns í Firði. Um langt árabil var Sveinn önnum kafinn á öðrum sviðum og beitti því lítið plógi sínum. <br> | ||
Þegar ég var stráklingur, bar svo til, að Víglundur Þorgrímsson, þá bóndi á Krossi, yzta býli sunnan Mjóafjarðar, ákvað að brjóta spildu til ræktunar í túnjaðri. Til starfans réðist [[Þorsteinn Þ. Víglundsson|Þorsteinn]] sonur hans, síðar skólastjóri í Vestmannaeyjum. Lagði hann reiðing á Sindra, hest föður síns, og flutti plóginn frá Firði á klakk út að Krossi, 15 km vegalengd, hvað sem hann hefur nú haft hins vegar á hrossinu. <br> | [[Mynd: 1974 b 152.jpg|350px|left|thumb|''Víglundur Þorgrímsson bóndi á Krossi í Mjóafirði eystra. Áður formaður og útgerðarmaður að Sléttu og síðar að Holti í sömu sveit.'']] | ||
<center>[[Mynd: 1974 b 159 A.jpg|ctr|400px]]</center> | |||
<center>''Íbúðarhúsið á Krossi í Mjóafirði, byggt 1911—1912. Hús þetta byggði faðir minn, Víglundur Þorgrímsson, sem hóf búskap á Krossi árið sem það var fullbyggt.</center> | |||
Góði vinur, Þorsteinn Þ. Víglundsson. <br>Þegar ég var stráklingur, bar svo til, að Víglundur Þorgrímsson, þá bóndi á Krossi, yzta býli sunnan Mjóafjarðar, ákvað að brjóta spildu til ræktunar í túnjaðri. Til starfans réðist [[Þorsteinn Þ. Víglundsson|Þorsteinn]] sonur hans, síðar skólastjóri í Vestmannaeyjum. Lagði hann reiðing á Sindra, hest föður síns, og flutti plóginn frá Firði á klakk út að Krossi, 15 km vegalengd, hvað sem hann hefur nú haft hins vegar á hrossinu. <br> | |||
Vel man ég eftir flaginu þeirra feðga. Blasti það við heiman frá okkur á Brekku og þótti stórt. Síðan kom Þormóður Dagsson frá Melrakkaseli með útgerð Búnaðarsambands Austurlands, sex vana hesta, og herfaði flagið. Ætla ég, að þetta hafi verið fyrsta flag sinnar tegundar í Mjóafirði, | Vel man ég eftir flaginu þeirra feðga. Blasti það við heiman frá okkur á Brekku og þótti stórt. Síðan kom Þormóður Dagsson frá Melrakkaseli með útgerð Búnaðarsambands Austurlands, sex vana hesta, og herfaði flagið. Ætla ég, að þetta hafi verið fyrsta flag sinnar tegundar í Mjóafirði, | ||
þ.e.a.s. þar sem grasrótin var unnin með og beitt bæði plóg og herfi. En þaksléttur miklar voru áður gerðar og á mörgum býlum og nálgaðist 30 dagsláttur hjá afa mínum á Brekku. Mér skilst, að jarðabótastörfin hafi verið honum ævilöng ástríða. Ætla ég, að það hafi verið með síðustu útiverkum hans að rífa upp staka steina, sem skutu upp kolli hér og þar í túninu á Brekku í krafti holklakans á vorin. Af viðureign hans við einn slíkan af stærra taginu er sú saga, að ég var sendur inn í bæ að heita á kvenfólkið til hjálpar. Komu tvær á vettvang, en hrukku ekki til og fengu miður góðan vitnisburð hjá gamla manninum: „Þið eruð ónýtar!“ Litli maðurinn tók þá upp þykkjuna fyrir móður sína og föðursystur, Jónu, og segir, þó með grátstafinn í kverkunum: „Ég held, að þú sért nú hálfónýtur líka, afi minn!“<br> | þ.e.a.s. þar sem grasrótin var unnin með og beitt bæði plóg og herfi. En þaksléttur miklar voru áður gerðar og á mörgum býlum og nálgaðist 30 dagsláttur hjá afa mínum á Brekku. Mér skilst, að jarðabótastörfin hafi verið honum ævilöng ástríða. Ætla ég, að það hafi verið með síðustu útiverkum hans að rífa upp staka steina, sem skutu upp kolli hér og þar í túninu á Brekku í krafti holklakans á vorin. Af viðureign hans við einn slíkan af stærra taginu er sú saga, að ég var sendur inn í bæ að heita á kvenfólkið til hjálpar. Komu tvær á vettvang, en hrukku ekki til og fengu miður góðan vitnisburð hjá gamla manninum: „Þið eruð ónýtar!“ Litli maðurinn tók þá upp þykkjuna fyrir móður sína og föðursystur, Jónu, og segir, þó með grátstafinn í kverkunum: „Ég held, að þú sért nú hálfónýtur líka, afi minn!“<br> | ||
Lína 38: | Lína 49: | ||
Varla höfðum við verið meira en þrjá daga að plægja skákirnar tvær. Síðasta morguninn var byrjað að rigna og eitthvað kólnaði. Ég fann, að það var að koma í mig kvef, enda voru plægingamenn sveittir á köflum, þegar unnið var við erfiðar aðstæður. Um hádegi greip ég til þess ráðs, sem fleiri ættu að temja sér, sem vinna útistörf: Ég fór í utanyfirpeysuna hið næsta mér, en var annars óvanur ullarnærfötum. Þar hafa þeir hitann úr, sagði karlinn, og sannaðist það þá, eins og endranær, þegar íslenzka ullin er notuð rétt. <br> | Varla höfðum við verið meira en þrjá daga að plægja skákirnar tvær. Síðasta morguninn var byrjað að rigna og eitthvað kólnaði. Ég fann, að það var að koma í mig kvef, enda voru plægingamenn sveittir á köflum, þegar unnið var við erfiðar aðstæður. Um hádegi greip ég til þess ráðs, sem fleiri ættu að temja sér, sem vinna útistörf: Ég fór í utanyfirpeysuna hið næsta mér, en var annars óvanur ullarnærfötum. Þar hafa þeir hitann úr, sagði karlinn, og sannaðist það þá, eins og endranær, þegar íslenzka ullin er notuð rétt. <br> | ||
Sennilega hefur Ólafur J. Ólason, þá bóndi í Friðheimi, sótt tækin út að Krossi strax þegar búið var að nota þau. Svo mikið er víst, að þar staðnæmdist ég í bakaleiðinni og plægði flag fyrir Ólaf. Er mér það harla minnisstætt af atvikum, sem nú skal greina. <br> | Sennilega hefur Ólafur J. Ólason, þá bóndi í Friðheimi, sótt tækin út að Krossi strax þegar búið var að nota þau. Svo mikið er víst, að þar staðnæmdist ég í bakaleiðinni og plægði flag fyrir Ólaf. Er mér það harla minnisstætt af atvikum, sem nú skal greina. <br> | ||
<center>[[Mynd: 1974 b 153.jpg|ctr|500px]]</center> | |||
''Mjóifjörður. Lengst til vinstri á myndinni er Brekka, sem Brekkuþorp í Mjóafirði er kennt við. Á Brekku hafa búið a.m.k. 5 ættliðir hver fram af öðrum, Hjálmar Hermannsson, Vilhjálmur Hjálmarsson, Hjálmar Vilhjálmsson, Vilhjálmur Hjálmarsson (nú menntamálaráðherra), og Sigfús Vilhjálmsson, núverandi bóndi þar. Sumir nánir ættmenn þessara manna hafa einnig rekið þar bú. — Þarna hefur verið hreppstjórasetur byggðarlagsins um marga áratugi. Utast af efri húsunum er íbúðarhúsið Brún. — Yzta hús á ströndinni er Kastali. Innar er gamla prestssetrið Þinghóll. Lengst til hœgri á myndinni sést „Brekkubryggjan“, sem er nú eina bryggjan í þorpinu. Við þá bryggju eru strandferðaskipin afgreidd. Ofan við hana eru gömul fiskhús og vörugeymsluhús. —Handan við fjörðinn blasir Krossland við. Utast sér á Hafnartanga. — Handan við þessi fjöll skerst Norðfjarðarflói inn í landið. Þrír firðir eru þar inn af: Norðfjörður, Hellisfjörður og Viðfjörður. Engin byggð er nú í tveim síðarnefndu fjörðunum.'' | |||
Árla dagsins, sem ég var að plægingu hjá Ólafi, barst frétt með síma, að marsvínavaða væri undan Eldleysu og stefndi inn með landi. Varð uppi fótur og fit og flestar kænur við fjörðinn á sjó settar, líklega nær 20 talsins. Hugðust menn fara að dæmi frændaliðs í Færeyjum og reka grindina á land á leirunni fyrir botni fjarðarins. Undirritaður undi þó glaður við sitt og puðaði í flaginu dag allan og gaf lítt eða ekki upp þótt sæi siglingu veiðimanna, þegar á daginn leið. Það fór þó ekki fram hjá honum, að undir vegg í Friðheimi stóð lengi dags aldinn halur, Tómas Ólafsson, og hvatti lensu mikla frá hvalveiðistöðvunum. Og þegar ég frétti af leikslokum, að hvalavaðan tvístraðist seinast þar eð enginn kunni það handtak, er eitt megnar að beina grindinni á land upp, þá harmaði ég ekki svo mjög missi veiðinnar, en rann til rifja, að vönduð brýnsla gamla mannsins á lensunni góðu mátti ekki að gagni verða. <br> | Árla dagsins, sem ég var að plægingu hjá Ólafi, barst frétt með síma, að marsvínavaða væri undan Eldleysu og stefndi inn með landi. Varð uppi fótur og fit og flestar kænur við fjörðinn á sjó settar, líklega nær 20 talsins. Hugðust menn fara að dæmi frændaliðs í Færeyjum og reka grindina á land á leirunni fyrir botni fjarðarins. Undirritaður undi þó glaður við sitt og puðaði í flaginu dag allan og gaf lítt eða ekki upp þótt sæi siglingu veiðimanna, þegar á daginn leið. Það fór þó ekki fram hjá honum, að undir vegg í Friðheimi stóð lengi dags aldinn halur, Tómas Ólafsson, og hvatti lensu mikla frá hvalveiðistöðvunum. Og þegar ég frétti af leikslokum, að hvalavaðan tvístraðist seinast þar eð enginn kunni það handtak, er eitt megnar að beina grindinni á land upp, þá harmaði ég ekki svo mjög missi veiðinnar, en rann til rifja, að vönduð brýnsla gamla mannsins á lensunni góðu mátti ekki að gagni verða. <br> | ||
Vorið eftir gerði ég aðra ferð til Víglundar með hesta og herfi. Þótt plógstrengirnir væru búnir að liggja allan veturinn, var töluvert erfitt að mylja og jafna flagið nægilega vel. Strengirnir voru líka orðnir heldur þurrir og við höfðum lélegar tilfæringar til jöfnunar. Jörð þarf að vinna a.m.k. tvö ár í röð, ef fást á nægilega jafn og myldinn beður, segja þeir vísu, og mun það rétt vera. <br> | Vorið eftir gerði ég aðra ferð til Víglundar með hesta og herfi. Þótt plógstrengirnir væru búnir að liggja allan veturinn, var töluvert erfitt að mylja og jafna flagið nægilega vel. Strengirnir voru líka orðnir heldur þurrir og við höfðum lélegar tilfæringar til jöfnunar. Jörð þarf að vinna a.m.k. tvö ár í röð, ef fást á nægilega jafn og myldinn beður, segja þeir vísu, og mun það rétt vera. <br> | ||
Lína 45: | Lína 64: | ||
Þessi þarfaþing, aktygin, voru þó til í sveitinni áður, a.m.k. í Firði og á Krossi, sbr. það, sem sagt er hér að framan. Einn eða tveir bændur munu hafa notað slóða og fest dráttartauginni í venjulegan klifberareiðing. Sannleikurinn var sá, að menn töldu ekki farandi með neitt ökutæki á hjólum um brattlendið í Brekkuþorpinu nema þá helzt hjólbörur og þó með varúð. <br> | Þessi þarfaþing, aktygin, voru þó til í sveitinni áður, a.m.k. í Firði og á Krossi, sbr. það, sem sagt er hér að framan. Einn eða tveir bændur munu hafa notað slóða og fest dráttartauginni í venjulegan klifberareiðing. Sannleikurinn var sá, að menn töldu ekki farandi með neitt ökutæki á hjólum um brattlendið í Brekkuþorpinu nema þá helzt hjólbörur og þó með varúð. <br> | ||
En þótt þetta tímabil tæki aðeins yfir þrjá áratugi eða svo, þá komust menn upp á að nota býsna mörg tæki. Má þar m.a. nefna þessi: plóg, fimm gerðir herfa auk illgresisherfis, flaghefil og valtara; ennfremur hreykiplóg, sláttuvél, heyskúffu til nota við háarslátt, snúningsvél, rakstrarvél, heyýtu, heyvagn á hjólum og heysleða af ýmsum stærðum, sérstaka sleða fyrir húsdýraáburð, slóða úr hlekkjum eða gaddavír að ógleymdum venjulegum hestakerrum. Fyrsta plóginn eignaðist Sveinn í Firði sem fyrr greinir og sennilega einnig fyrstu kerruna. En fyrstu sláttuvélina keypti Stefán Eiríksson á Krossi í lok síðari heimsstyrjaldar. <br> | En þótt þetta tímabil tæki aðeins yfir þrjá áratugi eða svo, þá komust menn upp á að nota býsna mörg tæki. Má þar m.a. nefna þessi: plóg, fimm gerðir herfa auk illgresisherfis, flaghefil og valtara; ennfremur hreykiplóg, sláttuvél, heyskúffu til nota við háarslátt, snúningsvél, rakstrarvél, heyýtu, heyvagn á hjólum og heysleða af ýmsum stærðum, sérstaka sleða fyrir húsdýraáburð, slóða úr hlekkjum eða gaddavír að ógleymdum venjulegum hestakerrum. Fyrsta plóginn eignaðist Sveinn í Firði sem fyrr greinir og sennilega einnig fyrstu kerruna. En fyrstu sláttuvélina keypti Stefán Eiríksson á Krossi í lok síðari heimsstyrjaldar. <br> | ||
[[Mynd: 1974 b 158 A.jpg|400px|thumb|''Vilhjálmur Hjálmarsson, bóndi á Brekku, úðar matjurtagarðinn sinn. Handan við Mjóafjörðinn blasir fjallið Súlan við til hœgri. Nafni þess fjalls hét v/s Súlan, sem Konráð Hjálmarsson keypti til Mjóafjarðar 1902. (Sjá grein um skipið og myndir hér í ritinu)'']] | |||
Þá eins og nú voru menn býsna drjúgir yfir þeirri tækni, sem þeir höfðu tileinkað sér. Ég þekkti t.d. ekki annað betra og þóttist því maður með mönnum og undi glaður við mitt. <br> | Þá eins og nú voru menn býsna drjúgir yfir þeirri tækni, sem þeir höfðu tileinkað sér. Ég þekkti t.d. ekki annað betra og þóttist því maður með mönnum og undi glaður við mitt. <br> | ||
Ég man glöggt fyrsta daginn, sem hrossi var beitt fyrir æki á Brekku. Það mun hafa verið vorið 1928. Hvítgrár hestur, Bleikur að nafni, var settur fyrir gaddavírsslóða og skyldi vinna á túninu með nýjum hætti. Sigurður á Leiti, sem fyrr er nefndur, stóð fyrir þessu framtaki. Bleikur var ættaður af | Ég man glöggt fyrsta daginn, sem hrossi var beitt fyrir æki á Brekku. Það mun hafa verið vorið 1928. Hvítgrár hestur, Bleikur að nafni, var settur fyrir gaddavírsslóða og skyldi vinna á túninu með nýjum hætti. Sigurður á Leiti, sem fyrr er nefndur, stóð fyrir þessu framtaki. Bleikur var ættaður af | ||
Lína 60: | Lína 80: | ||
:::Þinn einlægur, | :::Þinn einlægur, | ||
:::''Vilhjálmur Hjálmarsson.'' | :::''Vilhjálmur Hjálmarsson.'' | ||
{{Blik}} | {{Blik}} |
Núverandi breyting frá og með 8. október 2010 kl. 14:26
(Í bréfi þessu bregður höfundurinn upp nokkrum minningum frá æskuárum sínum. Mjóifjörður er fæðingarsveit okkar beggja. Þess vegna er saga byggðarinnar okkur báðum hugleikinn. - Þegar ég var að plægja hjá föður mínum á Krossi, var höfundurinn á tíunda árinu. Það var sumarið 1924. Ekki hafði ég þá hugmynd um, að það var í fyrsta sinni í sögu byggðarinnar að plógur var þar notaður við jarðyrkjustörfin. Um tugi ára höfðu þá Mjóafjarðarbændur gert miklar jarðabætur með undanristuspaðanum og rekunni sinni. Mjófirðingar voru miklir athafnamenn um útgerð og fiskframleiðslu. Fyrsti vélbáturinn var keyptur þangað 1904, ef ég man rétt. Útgerðin tók síðan hug fólksins næstu 20 árin, nema hvað aldraðir bændur gripu í það á haustin að beita spaðanum sínum og rekunni og stækka túnið sitt eilítið eða fjarlægja nokkrar þúfur í því, svo sem Vilhjálmur hreppstjóri á Brekku, Einar bóndi á Hofi, Eldleysubræður, Vilhjálmur vitavörður á Grund á Dalatanga og faðir minn, bóndi á Krossi, o.fl.
Efni bréfsins fjallar sem sé um tímamót, þegar landbúnaðartæknin tók að kræla á sér í Mjóafirði eystra.
Sveinn alþingismaður Ólafsson í Firði, (en Fjörður hafði verið höfðingjasetur þarna við botn hins langa fjarðar um langt árabil), átti þennan plóg og lét hann ónotaðan árum saman, enda plægingarmenn sjaldgæfir þá í fjörðunum þar eystra. Ég vann að plægingum á námsárum mínum á Hvanneyri og síðar í Noregi.
Ég færi höfundi bréfsins, Vilhjálmi bónda og alþingismanni Hjálmarssyni á Brekku í Mjóafirði, alúðarþakkir fyrir það. Þ.Þ.V.).
Brekku í Mjóafirði, 2. júní 1972.
Það voru góðir dagar, getum við t.d. kallað eftirfarandi, sem er skrifað í framhaldi af samtali okkar á Borginni í vetur. Uppistaðan er frásögn af nokkrum eftirminnilegum dögum við jarðarbótastarf með föður þínum. En ívafið skulum við segja að sé upprifjun á innreið vélaaldar í Mjóafjörð, þ.e.a.s. á landi. Við sjóinn gegnir öðru máli. Þar hófst vélaöld í firði þessum löngu fyrir mitt minni með útgerð gufuskipa og mótorbáta til þorskveiða og með byggingu og rekstri tveggja hvalveiðistöðva og útgerð hvalveiðiskipa. Byrjar nú frásögnin og legg ég til hliðar sendibréfsformið á meðan:
Plógurinn hefur lengi verið tákn ræktunarinnar í máli og myndum. Fyrsti plógurinn, sem kom til Mjóafjarðar, var eign Sveins Ólafssonar alþingismanns í Firði. Um langt árabil var Sveinn önnum kafinn á öðrum sviðum og beitti því lítið plógi sínum.
Góði vinur, Þorsteinn Þ. Víglundsson.
Þegar ég var stráklingur, bar svo til, að Víglundur Þorgrímsson, þá bóndi á Krossi, yzta býli sunnan Mjóafjarðar, ákvað að brjóta spildu til ræktunar í túnjaðri. Til starfans réðist Þorsteinn sonur hans, síðar skólastjóri í Vestmannaeyjum. Lagði hann reiðing á Sindra, hest föður síns, og flutti plóginn frá Firði á klakk út að Krossi, 15 km vegalengd, hvað sem hann hefur nú haft hins vegar á hrossinu.
Vel man ég eftir flaginu þeirra feðga. Blasti það við heiman frá okkur á Brekku og þótti stórt. Síðan kom Þormóður Dagsson frá Melrakkaseli með útgerð Búnaðarsambands Austurlands, sex vana hesta, og herfaði flagið. Ætla ég, að þetta hafi verið fyrsta flag sinnar tegundar í Mjóafirði,
þ.e.a.s. þar sem grasrótin var unnin með og beitt bæði plóg og herfi. En þaksléttur miklar voru áður gerðar og á mörgum býlum og nálgaðist 30 dagsláttur hjá afa mínum á Brekku. Mér skilst, að jarðabótastörfin hafi verið honum ævilöng ástríða. Ætla ég, að það hafi verið með síðustu útiverkum hans að rífa upp staka steina, sem skutu upp kolli hér og þar í túninu á Brekku í krafti holklakans á vorin. Af viðureign hans við einn slíkan af stærra taginu er sú saga, að ég var sendur inn í bæ að heita á kvenfólkið til hjálpar. Komu tvær á vettvang, en hrukku ekki til og fengu miður góðan vitnisburð hjá gamla manninum: „Þið eruð ónýtar!“ Litli maðurinn tók þá upp þykkjuna fyrir móður sína og föðursystur, Jónu, og segir, þó með grátstafinn í kverkunum: „Ég held, að þú sért nú hálfónýtur líka, afi minn!“
Það er svo enn til marks um áhuga gömlu mannanna fyrir ræktuninni, að á mildum haustkvöldum mátti á stundum sjá ljós úti á túni á Krossi, þar sem Víglundur bóndi var að bjástra við þaksléttur sínar og þótti dagsbirtan stutt. Þykist ég glöggt muna eftir þessu ljósi. „Upp með Suðurbyggðina!“ sagði Víglundur stundum á þessum árum við kunningja sína norðan fjarðar, og lét sannarlega ekki sinn hlut eftir liggja.
Nú er það til að taka, sem ég kom úr læri frá Bjarna á Laugarvatni. Beið mín þá búskapur á Brekku með föður mínum og föðurbróður og fljótlega barnakennsla í Mjóafirði. Varð mér það þá fyrst að panta plóg frá Sambandinu og heimta alls konar endurbætur á skólahúsinu af hreppsnefndinni. Varð hvort tveggja allsögulegt, en hið síðarnefnda snertir ekki þessa frásögn.
Plógurinn átti að kosta 100 kr. og var styrkhæfur að hálfu. Ekki tókst þó betur til en svo, að kaupverðið hækkaði í 125 kr. Gerði þetta heldur betur strik í reikninginn, því að þá var kreppan í algleymingi og auraleysi með ólíkindum. Fóru svo leikar, að ég skuldaði formanni Búnaðarfélags Mjóafjarðar, Guðmundi Stefánssyni bónda í Firði, hluta af andvirði plógsins einhver missiri.
Plógur þessi var hið ágætasta verkfæri, kominn frá Kvernelandsverksmiðjunum norsku fyrir tilstuðlan Árna G. Eylands, sem þá starfaði hjá SÍS og sá um innflutning búvéla. Notaði ég hann árum saman, einkum heima fyrir, en stakk honum þó einnig niður hér og þar í sveit minni allt frá Stóru-Dölum, eyðibýli í Dala-Kálki, að Krossi, yzta býlinu sunnan fjarðarins. Nú standa sumir þeir akrar ósánir, sem þá voru erjaðir og tún, þá sléttuð og grædd, eru orðin óberjur á nýjan leik. En ég held við barnatrú mína og segi og stend á því fastar en fótunum, að sá sem ræktar sinn reit, stóran eða smáan eftir atvikum, hefur ævinlega rétt fyrir sér. Seinni tíminn, það er svo önnur saga.
Það er einmitt nokkrir dýrlegir dagar við jarðvinnslustörf með Víglundi á Krossi, sem mig langaði að rifja upp með þessum línum. E.t.v. hefur verið líkt á komið með okkur Víglundi að því leyti, að þrátt fyrir ýmis störf og nokkuð fjölbreytileg - hann var t.d. formaður á mótorbát, bóndi, verkamaður, barnakennari, sveitarstjórnarmaður og vann að félagsmálum, - þá voru það moldarverkin, ræktunin, sem mesta starfsgleði veittu. Nú kemur þar, að ég er ráðinn til að plægja allstóra skák í túninu á Krossi út og niður af bænum að viðbættri annarri minni utar og ofar, sem heyrði til Gunnari Víglundssyni, en þeir feðgar bjuggu þá í tvíbýli þar ytra.
Víglundur greiddi verkalaunin fyrirfram og á þann hátt, að Sigurður Jóhannsson, fyrr bóndi á Stekk, hjálpaði okkur við uppskeru kartaflanna. Kom það sér vel, því að við höfðum þá allmikla kartöflurækt og Sigurður lá ekki á liði sínu.
Að haustverkum loknum bjóst ég til ferðar. Víglundur fékk Svein Filippusson á Mýri til að flytja plóg, hemla og aktygi á trillu sinni, svo að ég gat farið lausríðandi inn fyrir, eins og við kölluðum það, ef farið er á landi á milli Suður- og Norðurbyggða fjarðarins. Var það sjálfsagt þriggja tíma reið um grýttar og seinfarnar götuslóðir, en þó torfærulausar að kalla.
Ekki er að efa, að stanzað hef ég á Leiti hjá Þórörnu Jónsdóttur, ekkju Óskars Ólafssonar frá Firði, er þar bjó þá ásamt börnum þeirra og bróður sínum, Sigurði. Þetta var fastur viðkomustaður hjá mér á þeim árum, en auk þess var það meiningin að fá þar léð hross eitt öflugt og ágætt til dráttar. Hákur hét klárinn, dökkbrúnn stólpagripur, og hafði í nokkur sumur borið Karlsen, foringja danskra landmælingamanna, er hér störfuðu.
Eftir viðkomuna á Leiti hafði ég orðið þrjá til reiðar og hélt nú sem leið lá út með sjó sunnan fjarðar.
Nú eru meira en 20 ár síðan rudd var jeppaslóð frá Firði og út að Reykjum, og raunar allar götur út að Krossi, þó að henni hafi ekki verið haldið við utan Reykja. En oft hugsa ég til hvalsóknarmanna af Héraði, þegar ég minnist troðninganna út Fjarðarströndina að Asknesi. Þeir voru ákaflega þröngir og hrjóstrugir. Hlýtur það að hafa verið skelfilegur ábætir fyrir menn og hesta að dengjast alla þá leið, 8 kílómetra, til viðbótar við Mjóafjarðarheiði og Slenjudal og þann hluta Héraðsins, sem hver og einn átti yfir að sækja.
Það var komið alllangt fram á haustið, þegar við Víglundur hófum atlöguna að stórþýfinu, þar sem síðan heitir Vilhjálmsteigur að boði bónda og til heiðurs plægingamanni. Í fyrstu gengu hross skrykkjótt, því að þau voru ekki samvön og nokkuð ólíkrar skapgerðar. Auk þess er plæging í stórþýfi ekki beint þægilegt starf, hvorki fyrir menn né hesta. Kláragreyin ná misjöfnu átaki, þegar þeir klöngrast á þúfnakollunum eða hlunkast niður í lautirnar, enda gerir plógurinn ýmist að sökkva á bullandi kaf í stærstu þúfurnar og fer svo laus yfir lægðirnar á milli.
Ég held, að Víglundi hafi ekki meira en svo litizt á byrjunina og m.a. sýnzt sitt hross ekki fylgjast nægilega vel með, enda var Sindri þá alls óvanur tvíæki. Ekki sagði hann þó neitt í þá áttina eða dró úr mér kjarkinn á nokkurn hátt. En þegar plægingin fór að ganga bærilega og plógurinn risti sundur stórar og krappar þúfurnar hverja af annarri, svo að auðséð var, að þær þvældust ekki lengur fyrir ljánum, þá leyndi sér ekki, að bónda var skemmt.
Á þessum árum voru þau tvö í heimili Víglundur og síðari kona hans, Jóna Gunnarsdóttir frá Holti. Hún var þá og lengi áður og síðar ekki heil heilsu og stundum rúmliggjandi. Þegar ég var þarna, var hún allhress og á fótum og annaðist matseld að nokkru. En að nokkru kom það í hlut bónda. Man ég þar til tvö atvik eða orðræður þeirra í milli, hjónanna. Hafði Jóna orð á því eitthvert sinn, að ófært væri að gefa Vilhjálmi svo oft fisk! Það afgreiddi Víglundur á glaðværan máta þannig: „Hu, hvað heldurðu að hann borði heima hjá sér?“ Öðru sinni stakk húsfreyja upp á því, að bóndi stanzaði ögn í bænum og bakaði nokkurt tilhaldsbrauð. Einnig því svaraði Víglundur stutt og laggott og þó glettinn: „Ekki að nefna það kona! Bara jarðabætur!“
Það var líka hreinn óþarfi að hafa áhyggjur af fæðinu. Víglundur gerði hinar ágætustu kleinur með kaffinu. Og öll matargerð þeirra hjóna var í mínum augum óaðfinnanleg. Eitt sinn bar þó út af fyrir mistök. Jóna bar fyrir mig eldsúra mjólk. Mér hefur löngum þótt súr mjólk hinn versti drykkur, en drukkið hana án þess að mögla, þegar ég hef verið frá bæ, því að ég hef ætíð skammazt mín fyrir að finna að mat. Bar ég því harm í hljóði og bjóst til að sötra drykkinn og Víglundur varð einskis var, því að hann drakk kaffi. Sýndist mér fátt mætti verða til bjargar. En í því kemur Nanna litla, sonardóttir þeirra, blaðskellandi og var strax sett að borðinu með okkur. „Mjólkin er súr, amma,“ gellur í þeirri litlu, um leið og hún dreypti á. Jóna brá við hart og komst brátt að raun um, að hún hafði borið okkur gamla mjólk, sem átti að fara í bakstur og bað guð almáttugan að hjálpa sér. - Stundum setjast svona smámunir upp hjá manni og munast, þó að annað stærra gangi úr vistinni. Gunnnar Gunnarsson, bróðir Nönnu, var þá svolítill angi, en vel talandi og lagviss með afbrigðum og söng við raust hvern dag: „Hann var sjómaður, dáðadrengur.“
En nú gleymdi ég sögunni. – Dagana, sem ég var á Krossi, var suðlæg átt og hlýtt. Hann vakti mig með birtu, Víglundur, og veitti ekki af, því að snemma dimmdi að kvöldinu. Það var gaman að vera með Víglundi, því að hann var hress í andanum og viðræðugóður og áreiðanlega mjög vel gefinn maður. En ég held þó, að það sem gerði þessa daga skemmtilegasta í mínum huga og raunar einhverja eftirminnilegustu vinnudagana frá þessum góðu árum, var að skynja ánægju hins aldraða bónda með þau ræktunarstörf, sem við vorum að vinna og þá þóttu umtalsverð á þeim stað, þó nú mundu teljast til hreinna smámuna. Ef ég lifði það að komast verulega áleiðis á raupsaldurinn, þá er ég staðráðinn í að kalla þetta samkennd tveggja ræktunarmanna!
Varla höfðum við verið meira en þrjá daga að plægja skákirnar tvær. Síðasta morguninn var byrjað að rigna og eitthvað kólnaði. Ég fann, að það var að koma í mig kvef, enda voru plægingamenn sveittir á köflum, þegar unnið var við erfiðar aðstæður. Um hádegi greip ég til þess ráðs, sem fleiri ættu að temja sér, sem vinna útistörf: Ég fór í utanyfirpeysuna hið næsta mér, en var annars óvanur ullarnærfötum. Þar hafa þeir hitann úr, sagði karlinn, og sannaðist það þá, eins og endranær, þegar íslenzka ullin er notuð rétt.
Sennilega hefur Ólafur J. Ólason, þá bóndi í Friðheimi, sótt tækin út að Krossi strax þegar búið var að nota þau. Svo mikið er víst, að þar staðnæmdist ég í bakaleiðinni og plægði flag fyrir Ólaf. Er mér það harla minnisstætt af atvikum, sem nú skal greina.
Mjóifjörður. Lengst til vinstri á myndinni er Brekka, sem Brekkuþorp í Mjóafirði er kennt við. Á Brekku hafa búið a.m.k. 5 ættliðir hver fram af öðrum, Hjálmar Hermannsson, Vilhjálmur Hjálmarsson, Hjálmar Vilhjálmsson, Vilhjálmur Hjálmarsson (nú menntamálaráðherra), og Sigfús Vilhjálmsson, núverandi bóndi þar. Sumir nánir ættmenn þessara manna hafa einnig rekið þar bú. — Þarna hefur verið hreppstjórasetur byggðarlagsins um marga áratugi. Utast af efri húsunum er íbúðarhúsið Brún. — Yzta hús á ströndinni er Kastali. Innar er gamla prestssetrið Þinghóll. Lengst til hœgri á myndinni sést „Brekkubryggjan“, sem er nú eina bryggjan í þorpinu. Við þá bryggju eru strandferðaskipin afgreidd. Ofan við hana eru gömul fiskhús og vörugeymsluhús. —Handan við fjörðinn blasir Krossland við. Utast sér á Hafnartanga. — Handan við þessi fjöll skerst Norðfjarðarflói inn í landið. Þrír firðir eru þar inn af: Norðfjörður, Hellisfjörður og Viðfjörður. Engin byggð er nú í tveim síðarnefndu fjörðunum.
Árla dagsins, sem ég var að plægingu hjá Ólafi, barst frétt með síma, að marsvínavaða væri undan Eldleysu og stefndi inn með landi. Varð uppi fótur og fit og flestar kænur við fjörðinn á sjó settar, líklega nær 20 talsins. Hugðust menn fara að dæmi frændaliðs í Færeyjum og reka grindina á land á leirunni fyrir botni fjarðarins. Undirritaður undi þó glaður við sitt og puðaði í flaginu dag allan og gaf lítt eða ekki upp þótt sæi siglingu veiðimanna, þegar á daginn leið. Það fór þó ekki fram hjá honum, að undir vegg í Friðheimi stóð lengi dags aldinn halur, Tómas Ólafsson, og hvatti lensu mikla frá hvalveiðistöðvunum. Og þegar ég frétti af leikslokum, að hvalavaðan tvístraðist seinast þar eð enginn kunni það handtak, er eitt megnar að beina grindinni á land upp, þá harmaði ég ekki svo mjög missi veiðinnar, en rann til rifja, að vönduð brýnsla gamla mannsins á lensunni góðu mátti ekki að gagni verða.
Vorið eftir gerði ég aðra ferð til Víglundar með hesta og herfi. Þótt plógstrengirnir væru búnir að liggja allan veturinn, var töluvert erfitt að mylja og jafna flagið nægilega vel. Strengirnir voru líka orðnir heldur þurrir og við höfðum lélegar tilfæringar til jöfnunar. Jörð þarf að vinna a.m.k. tvö ár í röð, ef fást á nægilega jafn og myldinn beður, segja þeir vísu, og mun það rétt vera.
Ég man miklu minna eftir veru minni á Krossi þessa vordaga, nema við lukum við að ganga frá skákunum að öllu leyti, herfa og jafna, sá og valta. Sveinn í Mýri flutti tækin út eftir sem fyrr, herfi og valtara, og Sigurður Jóhannsson kom aftur og greiddi vinnulaunin í fríðu fyrir hönd Víglundar, og var það áreiðanlega allt vel útilátið. Minnir mig, að Sigurður hjálpaði okkur þá m.a. við að taka upp mó og mun það hafa verið með því síðasta, sem svörður var nýttur heima á Brekku.
Lítið mun Víglundur hafa fengizt við jarðabætur eftir þetta, enda þá tekinn fast að reskjast og fluttist til Norðfjarðar alfarinn úr Mjóafirði fáum missirum síðar. Ég sé, að hann er kjörinn heiðursfélagi í Búnaðarfélagi Mjóafjarðar á aðalfundi 1945 ásamt Einari á Hofi. Munu þeir einir hafa borið þá nafnbót og að mínum dómi vel að henni komnir vegna mannkosta sinna og mikils áhuga á ræktunarmálum sér í lagi.
Það er stutt stund en engin ævi, sem Mjófirðingar notuðu hesta til dráttar. Vill svo til, að ég get næstum tiltekið ár og dag, þegar slíkt var fyrst um hönd haft heima hjá okkur á Brekku og fer það nokkuð saman með því, sem almennt gerðist í sveitinni á þessu sviði. Fyrstu aktygin voru keypt þangað sumarið 1929, ári áður en hryssan Blesa fæddist, en hún var svo aftur á móti síðasta dráttarhrossið á bænum, felld 1963, tveim árum eftir að hún var leyst frá störfum að fullu og öllu.
Þessi þarfaþing, aktygin, voru þó til í sveitinni áður, a.m.k. í Firði og á Krossi, sbr. það, sem sagt er hér að framan. Einn eða tveir bændur munu hafa notað slóða og fest dráttartauginni í venjulegan klifberareiðing. Sannleikurinn var sá, að menn töldu ekki farandi með neitt ökutæki á hjólum um brattlendið í Brekkuþorpinu nema þá helzt hjólbörur og þó með varúð.
En þótt þetta tímabil tæki aðeins yfir þrjá áratugi eða svo, þá komust menn upp á að nota býsna mörg tæki. Má þar m.a. nefna þessi: plóg, fimm gerðir herfa auk illgresisherfis, flaghefil og valtara; ennfremur hreykiplóg, sláttuvél, heyskúffu til nota við háarslátt, snúningsvél, rakstrarvél, heyýtu, heyvagn á hjólum og heysleða af ýmsum stærðum, sérstaka sleða fyrir húsdýraáburð, slóða úr hlekkjum eða gaddavír að ógleymdum venjulegum hestakerrum. Fyrsta plóginn eignaðist Sveinn í Firði sem fyrr greinir og sennilega einnig fyrstu kerruna. En fyrstu sláttuvélina keypti Stefán Eiríksson á Krossi í lok síðari heimsstyrjaldar.
Þá eins og nú voru menn býsna drjúgir yfir þeirri tækni, sem þeir höfðu tileinkað sér. Ég þekkti t.d. ekki annað betra og þóttist því maður með mönnum og undi glaður við mitt.
Ég man glöggt fyrsta daginn, sem hrossi var beitt fyrir æki á Brekku. Það mun hafa verið vorið 1928. Hvítgrár hestur, Bleikur að nafni, var settur fyrir gaddavírsslóða og skyldi vinna á túninu með nýjum hætti. Sigurður á Leiti, sem fyrr er nefndur, stóð fyrir þessu framtaki. Bleikur var ættaður af
Efra-Jökuldal, sonur yngri Gránu dóttur eldri Gránu, sem amma mín, Svanbjörg, hafði með sér, þegar hún flutti frá Merki að Brekku. Bleikur var vanur burði, en kunni illa drættinum og vildi helzt hlaupa frá öllu saman. En handtök Sigurðar voru traust, svo að klárinn komst ekki upp með moðreyk, að mig minnir, þó aldrei yrði hann að fullu taminn til þessara nýju starfa. Það er og ljóst, hver urðu síðustu not hesta til dráttar hér á bæ, þau, að draga hreykiplóginn um kartöflugarðana á vorin einhvern tíma á bilinu frá því að vel var komið upp og þar til grösin lokuðu götunum. Með ánægju minnist ég þess hve lipurlega Blesa stikaði milli rásanna, jafnvel á 31. aldursári sínu. Og fyrst ég fór að ættfæra Bleik sáluga, þá er ekki úr vegi að geta þess, að einnig Blesa var ættuð af Jökuldal. Þegar séra Haraldur Þórarinsson fluttist til Mjóafjarðar frá Hofteigi 1924, þá flutti hann m.a. með sér mertrippi rautt að lit. Þá hryssu keypti Einar bóndi á Hofi, sem fyrr var nefndur, en seldi síðan föður mínum árið 1930 og gaf mér um leið dóttur hennar, Blesu, sem þá var folald. Þetta reyndust afburðaskepnur, bæði til vinnu og til ferðalaga. Rauðka var fjörhá og harðskeytt allt til æviloka, en hún var felld 1950, þá 27 vetra. Blesa var þjálli og þó rösk og eins og hugur manns, mátti segja, og í sérstöku uppáhaldi hjá börnum og öðrum óvaningum.
Hér má geta þess, að fyrsta dráttarvélin kom í fjörðinn 1946. Keyptum við hana þrír saman, Gunnar á Krossi, Sveinn Vilhjálmsson frá Grund og ég. Þetta var Farmall, hár og valtur, því að við kunnum þá ekki að auka hjólabilið. Við vorum hræddir við þessa vél í brattlendinu og seldum hana Seldælingum í Norðfirði um haustið. Farmallinn kostaði sex þúsund krónur.
Þetta sama ár var Ræktunarfélag Mjóafjarðar stofnað.
Árið eftir eignuðumst við Ingólfur heitinn Sigfússon Villysjeppa í félagi og gáfum fyrir hann tólf þúsund krónur. En fyrsta bílinn, sem kom til Mjóafjarðar, fengu þeir Friðheimsmenn, Ólafur J. Ólason og Magnús Tómasson, nokkrum missirum áður. Það var Gamli-Ford. - Sagan um það, hvernig þessum bílum varð komið til Mjóafjarðar á undan vegi og hafskipabryggju, er kapítuli út af fyrir sig og verður ekki sagður hér.
Fyrsta jarðýta Ræktunarfélagsins kom 1949. Og fyrstu dráttarvélina, sem nýttist, Ferguson, keypti félagið árið eftir. Það komst skriður á vegagerð og menn komust upp á að nota dráttarvélar við ræktun og heyskap hér eins og annars staðar.
Þetta er að sjálfsögðu allt gott og blessað og gaman til þess að hugsa, hvernig olían frá Kákasus leysir af hólmi orku manna og dýra í ótal tilvikum. En á vissan hátt sakna ég þó samstarfsins við ferfættu félagana með ljósu föxin, sem bylgjuðust í golunni.
Góði vinur, Þorsteinn. - Hér læt ég lokið þessari frásögn og bið þig taka viljann fyrir verkið.
Það vil ég svo segja þér að lokum og mátt þú því trúa, að enn er það svo, að þegar ég sé og heyri í tækjunum og hlýtt er eystra og jörð þýð fram eftir hausti og snjólaust í byggð og ég kominn til vetursetu suður í hana Babýlon, þá sé ég alltaf eftir tækifærinu til að gera jörðinni til góða og mæni á eftir góðviðrisdögunum eins og hundur horfir á eftir beini, sem honum er fyrirmunað að fást við.
- Vertu blessaður.
- Þinn einlægur,
- Vilhjálmur Hjálmarsson.