„Blik 1967/Áfengisnautn-óhamingja“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
 
(3 millibreytingar ekki sýndar frá 2 notendum)
Lína 1: Lína 1:
=== Orsök-afleiðing --  Áfengisnautn óhamingja ===
[[Blik 1967|Efnisyfirlit Bliks 1967]]
 
 
 
<big><big><big><center>'''Orsök-afleiðing'''</center>
<big><center>Áfengisnautn óhamingja</center> </big></big></big>
 


Einn af kunnustu prestum landsins skrifar í eitt dagblaðanna í Reykjavík: ... „Válegir atburðir gerast daglega, já, oft á dag, oftar á nóttu. Ungur maður finnur konu sína í annars örmum. Hann banar ástmanni hennar, - á næsta andartaki sjálfum sér. Annar ungur maður notar byssuna til eigin lífláts í augnabliksæði í heimahúsum. Móðir í blóma lífsins býr börn sín að morgni til skólagöngu. Það er brotizt inn um dyrnar og hún margstungin til bana af föður barnanna og að því yngsta sjáandi. Síðan undrast vantrúaðir verðir réttar í landinu þá sögu, að hún er talin hafa beðið um vernd og óskað eftir geðrannsókn vegna framkomu mannsins, en hún hafði flúið með börnin til þess að búa ekki hjá honum. Maður, sem flytur slasað fólk, segist hafa flutt nær tvo tugi þess á nokkrum dögum, en flest eða allt slasazt við átök eða áflog í heimahúsum við arin sinn eða rekkjustokk hjónaherbergisins“.<br>
Einn af kunnustu prestum landsins skrifar í eitt dagblaðanna í Reykjavík: ... „Válegir atburðir gerast daglega, já, oft á dag, oftar á nóttu. Ungur maður finnur konu sína í annars örmum. Hann banar ástmanni hennar, - á næsta andartaki sjálfum sér. Annar ungur maður notar byssuna til eigin lífláts í augnabliksæði í heimahúsum. Móðir í blóma lífsins býr börn sín að morgni til skólagöngu. Það er brotizt inn um dyrnar og hún margstungin til bana af föður barnanna og að því yngsta sjáandi. Síðan undrast vantrúaðir verðir réttar í landinu þá sögu, að hún er talin hafa beðið um vernd og óskað eftir geðrannsókn vegna framkomu mannsins, en hún hafði flúið með börnin til þess að búa ekki hjá honum. Maður, sem flytur slasað fólk, segist hafa flutt nær tvo tugi þess á nokkrum dögum, en flest eða allt slasazt við átök eða áflog í heimahúsum við arin sinn eða rekkjustokk hjónaherbergisins“.<br>
Lína 6: Lína 12:


::„Hver er vesalli vera
::„Hver er vesalli vera
::varnarlausum manni?“ D. St.
::varnarlausum manni?“ D.St.


Og síðan tjáir einn af rannsóknarmönnunum alla málavexti. Út úr orðalaginu verður naumast annað lesið milli línanna en þetta: Hann var fullur greyið og hafði verið það lengi. Honum var vorkunn, greyskinninu.<br>
Og síðan tjáir einn af rannsóknarmönnunum alla málavexti. Út úr orðalaginu verður naumast annað lesið milli línanna en þetta: Hann var fullur greyið og hafði verið það lengi. Honum var vorkunn, greyskinninu.<br>
Lína 12: Lína 18:
Hvar er svo öryggi að finna í slíku þjóðfélagi, ef á reynir?<br>
Hvar er svo öryggi að finna í slíku þjóðfélagi, ef á reynir?<br>
Og allt eru þetta afleiðingar drabbs og drykkjuskapar.<br>
Og allt eru þetta afleiðingar drabbs og drykkjuskapar.<br>
Óhamingja almennings í landinu og þjóðfélagsins í heild sökum áfengisneyzlu virðist fara vaxandi ár frá ári. Einnig í þessum bæ á sér ýmislegt stað árlega, sem bendir til hins sama. Þykir það t. d. tiltökumál lengur að sjá ofurölvaðan kennara slangra um götur bæjarins? Á fyrstu tugum aldarinnar hefði slíkt hneykslað fólk óskaplega. Glæpur drýgður gagnvart ungviði því, sem þar skyldi njóta fræðslu og forustu, uppeldis og leiðsagnar.<br>
Óhamingja almennings í landinu og þjóðfélagsins í heild sökum áfengisneyzlu virðist fara vaxandi ár frá ári. Einnig í þessum bæ á sér ýmislegt stað árlega, sem bendir til hins sama. Þykir það t.d. tiltökumál lengur að sjá ofurölvaðan kennara slangra um götur bæjarins? Á fyrstu tugum aldarinnar hefði slíkt hneykslað fólk óskaplega. Glæpur drýgður gagnvart ungviði því, sem þar skyldi njóta fræðslu og forustu, uppeldis og leiðsagnar.<br>
Sunnudaginn 29. jan. s. l. sagði útvarpið íslenzka frá miklu ölæði í Reykjavík kvöldið áður og þeim vandræðum, sem lögreglan hefði þá átt í við ofurölvaða unglinga. Allar fangageymslur yfirfullar; ráðist á lögregluna og lögreglustöðina; lögregluþjónar meiddir o. s. frv. Dauðadrukknir unglingar fluttir heim til sín sökum rúmleysis í fangageymslunum.<br>
Sunnudaginn 29. jan. s.l. sagði útvarpið íslenzka frá miklu ölæði í Reykjavík kvöldið áður og þeim vandræðum, sem lögreglan hefði þá átt í við ofurölvaða unglinga. Allar fangageymslur yfirfullar; ráðist á lögregluna og lögreglustöðina; lögregluþjónar meiddir o.s.frv. Dauðadrukknir unglingar fluttir heim til sín sökum rúmleysis í fangageymslunum.<br>
Um kvöldið sagði fréttamaður sjónvarpsins frá þessum sorglegu staðreyndum. Hann tjáði þá sjónvarpssjáendum, að hér hefði einhver hluti nemenda framhaldsskólanna í Reykjavík verið að „gera sér glaðan dag“ eftir stritið í miðsvetrarprófunum!<br>
Um kvöldið sagði fréttamaður sjónvarpsins frá þessum sorglegu staðreyndum. Hann tjáði þá sjónvarpssjáendum, að hér hefði einhver hluti nemenda framhaldsskólanna í Reykjavík verið að „gera sér glaðan dag“ eftir stritið í miðsvetrarprófunum!<br>
Þannig varð þá loksins alþjóð ljós hin geigvænlega þróun, sem átt hefur sér stað í uppeldis- og áfengismálum þjóðarinnar undanfarna áratugi.<br>
Þannig varð þá loksins alþjóð ljós hin geigvænlega þróun, sem átt hefur sér stað í uppeldis- og áfengismálum þjóðarinnar undanfarna áratugi.<br>
Lína 36: Lína 42:
Líf okkar mannanna er háð lögmálum, duldum lögmálum. Gegn þeim megum við ekki brjóta, hvað sem í boði er. Þá er lífshamingjan í veði. Þegar áhrif eða straumar steðja að, - freistingar köllum við það, - sem leiða kunna til brota á hinum duldu lögmálum, og einstaklingurinn ræður ekki við sjálfan sig, - býr ekki yfir dyggð og manndómi til þess að standast þær, - vofir óhamingjan yfir, - voðinn er vís. Þannig er þetta, með áfengisástríðurnar, sem þegar vakna við fyrsta glasið, sem drukkið er. Aldrei getur nokkur einstaklingur í lífinu tapað meir en einmitt þá! Ógæfunni er boðið heim.<br>
Líf okkar mannanna er háð lögmálum, duldum lögmálum. Gegn þeim megum við ekki brjóta, hvað sem í boði er. Þá er lífshamingjan í veði. Þegar áhrif eða straumar steðja að, - freistingar köllum við það, - sem leiða kunna til brota á hinum duldu lögmálum, og einstaklingurinn ræður ekki við sjálfan sig, - býr ekki yfir dyggð og manndómi til þess að standast þær, - vofir óhamingjan yfir, - voðinn er vís. Þannig er þetta, með áfengisástríðurnar, sem þegar vakna við fyrsta glasið, sem drukkið er. Aldrei getur nokkur einstaklingur í lífinu tapað meir en einmitt þá! Ógæfunni er boðið heim.<br>
Augljós er óhamingja manna og kvenna sökum brota á hinum duldu lögmálum í ástarlífinu, viðskiptalífinu, félagslífinu og að öðru leyti mati einstaklingsins á sjálfum sér, persónu sinni, guðsneistanum í sér. Væri okkur öllum þetta nægilega ljóst, myndum við meta manninn í okkur meira en svo, að við hæfum áfengisneyzlu, og steyptum okkur þannig í það voðalega sjálfskaparvíti, sem hún reynist og hefur ávallt reynzt.<br>
Augljós er óhamingja manna og kvenna sökum brota á hinum duldu lögmálum í ástarlífinu, viðskiptalífinu, félagslífinu og að öðru leyti mati einstaklingsins á sjálfum sér, persónu sinni, guðsneistanum í sér. Væri okkur öllum þetta nægilega ljóst, myndum við meta manninn í okkur meira en svo, að við hæfum áfengisneyzlu, og steyptum okkur þannig í það voðalega sjálfskaparvíti, sem hún reynist og hefur ávallt reynzt.<br>
Fyrir löngu hafa menn gert sér grein fyrir afleiðingum þess, ef vissar ,„leikreglur“ viðskiptalífsins t. d. eru brotnar, menn brotið gegn „lögmálinu“ í samskiptum og viðskiptum. Hvaða sannleika segir þetta máltæki almennings okkur: „Illur fengur illa forgengur“? þessu hefur fólk tekið eftir, enda þótt sjaldan hafi undirstaðan eða orsökin verið íhuguð eða hugleidd nánar.<br>
Fyrir löngu hafa menn gert sér grein fyrir afleiðingum þess, ef vissar ,„leikreglur“ viðskiptalífsins t.d. eru brotnar, menn brotið gegn „lögmálinu“ í samskiptum og viðskiptum. Hvaða sannleika segir þetta máltæki almennings okkur: „Illur fengur illa forgengur“. Þessu hefur fólk tekið eftir, enda þótt sjaldan hafi undirstaðan eða orsökin verið íhuguð eða hugleidd nánar.<br>
Stundum er sem lífið sjálft spotti okkur, dragi dár að okkur, er við brjótum hin duldu lögmál þess. Dæmi: Fyrir 40-50 árum skrifaði ungur og upprennandi menntamaður íslenzkur grein í íslenzkt tímarit. Í grein sinni komst hann svo að orði: „Of mikið bindindi getur orðið hættulegt, ekki síður en drykkjuskapur. Menn verða að sleppa sér lausum um hríð, án þess að missa sjónar á markinu, og það er engum meðalgreindum, heilbrigðum manni ofvaxið að rata meðalhófið. Er það sjaldan mjög skaðlegt, þó að unglingar súpi djarflega á bikari lífsnautnanna. Það er stig, sem þeir komast oftast fljótt yfir“. Þetta voru orð hins unga menntamanns, ávarp hans til íslenzks æskulýðs. Þvílík kenning. Þvílík hörmung. Hvernig vegnaði svo þessum „kennimanni“ Bakkusar í lífinu? Hvernig gekk honum að „rata meðalhófið“? Hvernig gekk honum að „komast yfir stigið?“. Það skal ég segja ykkur lesendur mínir.<br>
Stundum er sem lífið sjálft spotti okkur, dragi dár að okkur, er við brjótum hin duldu lögmál þess. Dæmi: Fyrir 40-50 árum skrifaði ungur og upprennandi menntamaður íslenzkur grein í íslenzkt tímarit. Í grein sinni komst hann svo að orði: „Of mikið bindindi getur orðið hættulegt, ekki síður en drykkjuskapur. Menn verða að sleppa sér lausum um hríð, án þess að missa sjónar á markinu, og það er engum meðalgreindum, heilbrigðum manni ofvaxið að rata meðalhófið. Er það sjaldan mjög skaðlegt, þó að unglingar súpi djarflega á bikari lífsnautnanna. Það er stig, sem þeir komast oftast fljótt yfir.Þetta voru orð hins unga menntamanns, ávarp hans til íslenzks æskulýðs. Þvílík kenning. Þvílík hörmung. Hvernig vegnaði svo þessum „kennimanni“ Bakkusar í lífinu? Hvernig gekk honum að „rata meðalhófið?Hvernig gekk honum að „komast yfir stigið?“. Það skal ég segja ykkur lesendur mínir.<br>
Um sína daga var hann einn kunnasti drykkjuróni í svokallaðri menntamannastétt höfuðstaðarins. Hann naut aldrei gáfna sinna og þekkingar sökum drykkjuskapar. Enginn naut þeirra. Spurning mín er sú eftir fregnum að dæma af honum: Dó hann ekki úr ofdrykkju? Þannig launaði lífið honum lögmálsbrotið. Það spottaði hann, dró dár að honum. Sýndi honum svart á hvítu sína eigin eymd. Og við skulum ekki láta okkur koma til hugar, að hann hafi ekki séð það sjálfur, þegar fram leið, hversu hann hafði misreiknað lífsdæmið sitt.<br>
Um sína daga var hann einn kunnasti drykkjuróni í svokallaðri menntamannastétt höfuðstaðarins. Hann naut aldrei gáfna sinna og þekkingar sökum drykkjuskapar. Enginn naut þeirra. Spurning mín er sú eftir fregnum að dæma af honum: Dó hann ekki úr ofdrykkju? Þannig launaði lífið honum lögmálsbrotið. Það spottaði hann, dró dár að honum. Sýndi honum svart á hvítu sína eigin eymd. Og við skulum ekki láta okkur koma til hugar, að hann hafi ekki séð það sjálfur, þegar fram leið, hversu hann hafði misreiknað lífsdæmið sitt.<br>
Hann lifði róni, - dó róni og bar sinn kross. Þannig er líf fjölda þessara krossbera.
Hann lifði róni, - dó róni og bar sinn kross. Þannig er líf fjölda þessara krossbera.
Lína 45: Lína 51:


Ótal dæmi sjáum við þessa, ef við lítum í kringum okkur. Ekki þurfum við langt að fara. Áfengisneyzlan gerir úrvalsfólk að úrþvætti. Hjónalíf fer í hundana, barnalán glatast, lífshamingja fjölda barna glatast, fjármunir glatast, - lífið sjálft glatast. Óskapleg er sú saga, ef skráð væri til innsta kjarna, hugrenninga, tilfinninga og svo gjörða.
Ótal dæmi sjáum við þessa, ef við lítum í kringum okkur. Ekki þurfum við langt að fara. Áfengisneyzlan gerir úrvalsfólk að úrþvætti. Hjónalíf fer í hundana, barnalán glatast, lífshamingja fjölda barna glatast, fjármunir glatast, - lífið sjálft glatast. Óskapleg er sú saga, ef skráð væri til innsta kjarna, hugrenninga, tilfinninga og svo gjörða.
 
:::::::::::::::::[[Þorsteinn Þ. Víglundsson|''Þ.Þ.V.'']]
Þ. Þ. V.


{{Blik}}
{{Blik}}

Núverandi breyting frá og með 20. september 2010 kl. 13:56

Efnisyfirlit Bliks 1967


Orsök-afleiðing
Áfengisnautn óhamingja


Einn af kunnustu prestum landsins skrifar í eitt dagblaðanna í Reykjavík: ... „Válegir atburðir gerast daglega, já, oft á dag, oftar á nóttu. Ungur maður finnur konu sína í annars örmum. Hann banar ástmanni hennar, - á næsta andartaki sjálfum sér. Annar ungur maður notar byssuna til eigin lífláts í augnabliksæði í heimahúsum. Móðir í blóma lífsins býr börn sín að morgni til skólagöngu. Það er brotizt inn um dyrnar og hún margstungin til bana af föður barnanna og að því yngsta sjáandi. Síðan undrast vantrúaðir verðir réttar í landinu þá sögu, að hún er talin hafa beðið um vernd og óskað eftir geðrannsókn vegna framkomu mannsins, en hún hafði flúið með börnin til þess að búa ekki hjá honum. Maður, sem flytur slasað fólk, segist hafa flutt nær tvo tugi þess á nokkrum dögum, en flest eða allt slasazt við átök eða áflog í heimahúsum við arin sinn eða rekkjustokk hjónaherbergisins“.
Og fleiri voru orð prestsins um ástandið í höfuðstaðnum.
Þessi hryllilegi raunveruleiki er afleiðing, þar sem áfengisneyzla er orsökin. Eitt vekur mér þó meiri sárinda en nokkuð annað í þessari frásögn: Skolleyru yfirvaldanna við beiðni varnarlausrar móður um vernd gegn sýktum árásarhug geðbilaðs drykkjusjúklings. Slík viðurstyggð.

„Hver er vesalli vera
varnarlausum manni?“ D.St.

Og síðan tjáir einn af rannsóknarmönnunum alla málavexti. Út úr orðalaginu verður naumast annað lesið milli línanna en þetta: Hann var fullur greyið og hafði verið það lengi. Honum var vorkunn, greyskinninu.
Svona vill þetta koma út, þegar hjartað slær með, þegar áfengisneyzlan hefur heltekið hug og hjarta allt of margra ábyrgðarmanna þjóðfélagsins.
Hvar er svo öryggi að finna í slíku þjóðfélagi, ef á reynir?
Og allt eru þetta afleiðingar drabbs og drykkjuskapar.
Óhamingja almennings í landinu og þjóðfélagsins í heild sökum áfengisneyzlu virðist fara vaxandi ár frá ári. Einnig í þessum bæ á sér ýmislegt stað árlega, sem bendir til hins sama. Þykir það t.d. tiltökumál lengur að sjá ofurölvaðan kennara slangra um götur bæjarins? Á fyrstu tugum aldarinnar hefði slíkt hneykslað fólk óskaplega. Glæpur drýgður gagnvart ungviði því, sem þar skyldi njóta fræðslu og forustu, uppeldis og leiðsagnar.
Sunnudaginn 29. jan. s.l. sagði útvarpið íslenzka frá miklu ölæði í Reykjavík kvöldið áður og þeim vandræðum, sem lögreglan hefði þá átt í við ofurölvaða unglinga. Allar fangageymslur yfirfullar; ráðist á lögregluna og lögreglustöðina; lögregluþjónar meiddir o.s.frv. Dauðadrukknir unglingar fluttir heim til sín sökum rúmleysis í fangageymslunum.
Um kvöldið sagði fréttamaður sjónvarpsins frá þessum sorglegu staðreyndum. Hann tjáði þá sjónvarpssjáendum, að hér hefði einhver hluti nemenda framhaldsskólanna í Reykjavík verið að „gera sér glaðan dag“ eftir stritið í miðsvetrarprófunum!
Þannig varð þá loksins alþjóð ljós hin geigvænlega þróun, sem átt hefur sér stað í uppeldis- og áfengismálum þjóðarinnar undanfarna áratugi.
Margs er að minnast. Nú er liðið á annan tug ára, síðan við, sem bindindi unnum og alið höfum jafnan með okkur áhuga á bindindismálum æsku- og skólalýðs, fengum vissu fyrir því, að framhaldsskólanemendur í Reykjavík neyttu áfengis í vor- eða sumarferðum sínum eftir skólasetuna, svo að stundum hlutust vandræði af.
Ég minnist skólastjórafundar í Reykjavík. Fræðslumálastjóri hafði til hans boðað til þess að ræða uppeldis- og skólamál. Þarna leyfði ég mér að hreyfa þessu vandamáli uppeldisstarfsins, sífellt aukinni áfengisneyzlu með skólaæsku höfuðstaðarins og benti á skemmtiferðalögin, sem ég hafði sannar fregnir af. Stóð þá upp til andsvara einn af gagnfræðaskólastjórum höfuðstaðarins og andmælti kröftuglega orðum mínum og hóflegum ábendingum um þessa óheillaþróun, sem breiðast mundi út frá Reykjavík eins og annað illt og gott, sem bærist þar og þróast. Þá var mér „sjoppumenningin“ ríkust í huga.
Skólastjórinn kvað orð mín fjarstæðu. Eftir ræðu hans tók einn af fulltrúum uppeldismálanna í höfuðstaðnum til máls og tjáði skólastjóranum, að á vissri uppeldisskrifstofu í höfuðborginni lægi kæra á æskulýðshóp úr höfuðstaðnum, sem farið hafði þá um vorið skemmtiferð til Norðurlands og valdið þar óspektum í ölæði.
Eftir ræðu fulltrúans lét skólastjórinn ekki á sér kræla.
Einu eða tveim árum eftir þennan skólastjórafund, boðaði fræðslumálastjóri til annars fundar og þá austur á Eiðum á Héraði. Þar skyldu rædd uppeldis- og skólamál framhaldsskólanna. Þá leyfði ég mér að drepa aftur á óheillaþróun þessa, sem leiða mundi til áhrifa á skólaæskuna í framhaldsskólum utan Reykjavíkur, ef ekkert yrði aðhafzt, því að höfuðstaður lands, þar sem býr yfir 40% af þjóðarheildinni, hefði jafnan mikil áhrif á hinn hluta þjóðarinnar bæði til ills og góðs. Fundarmenn setti hljóða. Enginn sagði neitt, - andmælti heldur ekki orðum mínum.
Samt urðu sumir framámenn í skólamálum þjóðarinnar svo reiðir ræðu minni, að þeir neituðu að veita mér viðtal, er ég þurfti að reka erindi Gagnfræðaskólans í Vestmannaeyjum við vissa skrifstofu í Reykjavík nokkrum dögum síðar.
Ég get þessa hér til þess að sanna, hversu andvaraleysið hefur verið ríkjandi gagnvart síaukinni áfengisneyzlu íslenzka æskulýðsins á undanförnum áratugum.
Aldrei fann ég inn á það í skólastarfi mínu um þriðjung aldar, að nokkur snefill að dyggð væri það talin skólamanni á Íslandi, þó að hann leggði fram alla krafta sína og áhrifamátt til þess að halda nemendahópnum frá áfengisneyzlunni. Hvaða ályktun mundi ég svo geta dregið af allri reynslu minni um þessi mál hér og þar? Hver og einn verður að vera hér sér um sefann sinn, eins og það er orðað einhversstaðar. Ég hefi mína reynslu.
Óheillir og hrasanir í þessum málum koma mér því ekki alveg á óvart. Og nú er það orðið alþjóð ljóst, hversu þessi óheillaþróun með æskulýðnum í höfuðstaðnum er komin á hátt stig. Hún leiðir til ánetjunar á persónuleika, lömunar starfsgetu og góðra eiginda með komandi kynslóð, sem á að erfa landið okkar. Áfengislömunin leiðir af sér frelsisskerðingu einstaklingsins í ýmsum myndum, glötun lífshamingju og geigvænleg áhrif á ekki lítinn hluta uppvaxandi kynslóðar á hverjum tíma.
Margir munu ætla og reyndar vita, að viss fylgifiskur fer í kjölfar sameiginlegs drabbs og drykkju pilta og stúlkna í bifreiðum um kvöld og nætur.
Lífssýn ungs manns og ungrar konu, sem hyggur sér mestan heiður í því eða sóma að feta í fótspor drabbandi broddborgara um neyzlu áfengra drykkja, það lífssýn er sjúkt eins og fyrirmyndin. Í augum allra, sem hugleiða þessi mál í alvöru og meta það, sem þeim og öllum má verða til gæfu og gengis, heiðurs og sóma, þá verður bindindið heilla- og gæfudrýgst. Ekki aðeins hverjum einum einstaklingi, hvar í fylking sem hann stendur, heldur og ekki síður þeim nánustu, svo sem eiginkonu og börnum, sem oft verða að líða óumræðilegar sálarkvalir vegna drykkjuástríðu föðurins. Við Vestmannaeyingar þurfum ekki að fara til höfuðstaðarins til þess að kynnast slíku böli.
Vissulega nýtur það ungmenni mestrar virðingar og óskoraðs trausts, sem heldur sig fjarri áfengisnautn og þeim félagsskap, sem háður er henni.
Baltikaferðin fræga, sem mjög var um tíma höfð á orði sökum frétta um drykkjuskap farþeganna, kemur mér á vissan hátt í hug, er ég mæli þessi orð.
Nokkru eftir að þessi frægi ferðamannahópur steig aftur á land á ættjörð sinni, var hringt til mín úr höfuðstaðnum og mér óskað til hamingu með nemendur mína í ferðalaginu. - Nú, og hversvegna til hamingju? Það runnu á mig tvær grímur. - Jú, þessir 4 ungu menn úr Eyjum, sem þarna voru á ferðalagi, höfðu vakið sérstaka athygli samferðafólksins með því að bragða ekki áfengi í ferðinni. Þeir höfðu haldið hópinn og neytt óáfengs öls einvörðungu, þegar stór hópur samferðafólksins þjóraði, ef til vill allur þorri þess. Þannig vöktu þessir ungu Eyjabúar athygli og áunnu sér virðingu og traust líka þeirra ánauðugu, sem mjög oft þjást af sinni eigin veiklun, þjást og stynja undir þeim þunga krossi, sem Bakkus, og þó fyrst og fremst þeir sjálfir hafa á sig lagt, ástvini sína og nánustu venzlamenn. Hversu margir drykkjumenn gráta ekki yfir ógæfu sinni og óhamingju, þegar af þeim rennur víman?
Mér fannst strax, að þessi dyggð hinna 4 ungu Eyjabúa mætti ekki liggja í þagnargildi. Þeir eru fyrirmynd alls ungs fólks. Þeirra mun ég minnast til góðs, er ég les eða heyri getið ógæfu eða hörmunga þeirra, sem að íslenzku þjóðinni steðja nú sökum drykkjuskapar unga fólksins og svo andvaraleysis hinna ráðandi og ráðgefandi manna okkar í uppeldis- og skólamálum. Á engu má taka nema með vettlingum. Vissulega eiga ekki allir hér óskilið mál. Nei, fjarri fer því, en staðreyndin lætur ekki að sér hæða, og sjón og reynsla er sögu ríkari.
Og kunningi minn, sem hringdi, bætti því við, að hinir 4 ungu Eyjapiltar hefðu verðð álitnir hetjur í augum þeirra þarna, sem sáu dagsins ljós fyrir áfengisnautn og drabbi.
Allir ungir menn og konur æskja þess innilega, að þeim megi hlotnast hin sanna hamingja í lífi sínu. Þetta er hin heilbrigða ósk og eðlilega.
Ég er þegar aldraður maður, sem á nokkra lífsreynslu. Nokkurn hluta lífsreynslu minnar hefi ég heyjað mér sjálfur, en töluverðan hluta hennar hefi ég öðlazt frá öðrum, lært af lífinu í kringum mig. Þar hefi ég fræðzt og lært af lífi samborgara minna. Það sem ég hefi séð og reynt í þeim efnum, hefur orðið mér ríkt íhugunarefni.
Líf okkar mannanna er háð lögmálum, duldum lögmálum. Gegn þeim megum við ekki brjóta, hvað sem í boði er. Þá er lífshamingjan í veði. Þegar áhrif eða straumar steðja að, - freistingar köllum við það, - sem leiða kunna til brota á hinum duldu lögmálum, og einstaklingurinn ræður ekki við sjálfan sig, - býr ekki yfir dyggð og manndómi til þess að standast þær, - vofir óhamingjan yfir, - voðinn er vís. Þannig er þetta, með áfengisástríðurnar, sem þegar vakna við fyrsta glasið, sem drukkið er. Aldrei getur nokkur einstaklingur í lífinu tapað meir en einmitt þá! Ógæfunni er boðið heim.
Augljós er óhamingja manna og kvenna sökum brota á hinum duldu lögmálum í ástarlífinu, viðskiptalífinu, félagslífinu og að öðru leyti mati einstaklingsins á sjálfum sér, persónu sinni, guðsneistanum í sér. Væri okkur öllum þetta nægilega ljóst, myndum við meta manninn í okkur meira en svo, að við hæfum áfengisneyzlu, og steyptum okkur þannig í það voðalega sjálfskaparvíti, sem hún reynist og hefur ávallt reynzt.
Fyrir löngu hafa menn gert sér grein fyrir afleiðingum þess, ef vissar ,„leikreglur“ viðskiptalífsins t.d. eru brotnar, menn brotið gegn „lögmálinu“ í samskiptum og viðskiptum. Hvaða sannleika segir þetta máltæki almennings okkur: „Illur fengur illa forgengur“. Þessu hefur fólk tekið eftir, enda þótt sjaldan hafi undirstaðan eða orsökin verið íhuguð eða hugleidd nánar.
Stundum er sem lífið sjálft spotti okkur, dragi dár að okkur, er við brjótum hin duldu lögmál þess. Dæmi: Fyrir 40-50 árum skrifaði ungur og upprennandi menntamaður íslenzkur grein í íslenzkt tímarit. Í grein sinni komst hann svo að orði: „Of mikið bindindi getur orðið hættulegt, ekki síður en drykkjuskapur. Menn verða að sleppa sér lausum um hríð, án þess að missa sjónar á markinu, og það er engum meðalgreindum, heilbrigðum manni ofvaxið að rata meðalhófið. Er það sjaldan mjög skaðlegt, þó að unglingar súpi djarflega á bikari lífsnautnanna. Það er stig, sem þeir komast oftast fljótt yfir.“ Þetta voru orð hins unga menntamanns, ávarp hans til íslenzks æskulýðs. Þvílík kenning. Þvílík hörmung. Hvernig vegnaði svo þessum „kennimanni“ Bakkusar í lífinu? Hvernig gekk honum að „rata meðalhófið?“ Hvernig gekk honum að „komast yfir stigið?“. Það skal ég segja ykkur lesendur mínir.
Um sína daga var hann einn kunnasti drykkjuróni í svokallaðri menntamannastétt höfuðstaðarins. Hann naut aldrei gáfna sinna og þekkingar sökum drykkjuskapar. Enginn naut þeirra. Spurning mín er sú eftir fregnum að dæma af honum: Dó hann ekki úr ofdrykkju? Þannig launaði lífið honum lögmálsbrotið. Það spottaði hann, dró dár að honum. Sýndi honum svart á hvítu sína eigin eymd. Og við skulum ekki láta okkur koma til hugar, að hann hafi ekki séð það sjálfur, þegar fram leið, hversu hann hafði misreiknað lífsdæmið sitt.
Hann lifði róni, - dó róni og bar sinn kross. Þannig er líf fjölda þessara krossbera.

„Þá fræðimenn, sem fremja helgispjöll,
mun fólkið sjá í þeirra nekt og rýrð“. D. St.

Ótal dæmi sjáum við þessa, ef við lítum í kringum okkur. Ekki þurfum við langt að fara. Áfengisneyzlan gerir úrvalsfólk að úrþvætti. Hjónalíf fer í hundana, barnalán glatast, lífshamingja fjölda barna glatast, fjármunir glatast, - lífið sjálft glatast. Óskapleg er sú saga, ef skráð væri til innsta kjarna, hugrenninga, tilfinninga og svo gjörða.

Þ.Þ.V.