„Sundskálinn á Eiðinu“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
 
(7 millibreytingar ekki sýndar frá 5 notendum)
Lína 1: Lína 1:
Árið 1911 kom til tals innan [[Ungmennafélag Vestmannaeyja|Ungmennafélags Vestmannaeyja]] að reisa sundskála fyrir [[Sundkennsla|sundnemendur í Vestmannaeyjum]]. Sama ár hóf Ungmennafélagið undir forystu [[Steinn Sigurðsson|Steins Sigurðssonar]], skólastjóra, að safna fé til skálabyggingarinnar. Haldnar voru hlutaveltur ásamt því að félaginu áskotnaðist fé á annan hátt. Sýslunefndin í Vestmannaeyjum studdi vel við verkið með fjárframlagi að upphæð 400 krónur og var því hægt að hefjast handa við að reisa skálann vorið 1913. Markús Sigurðsson og Guðjón Sæmundsson voru aðalsmiðir, en umsjón með verkinu hafði Steinn, en þeir voru allir félagsmenn í Ungmennafélaginu.
Árið 1911 kom til tals innan [[Ungmennafélag Vestmannaeyja|Ungmennafélags Vestmannaeyja]] að reisa sundskála fyrir [[Sundkennsla|sundnemendur í Vestmannaeyjum]]. Sama ár hóf Ungmennafélagið undir forystu [[Steinn Sigurðsson (skólastjóri)|Steins Sigurðssonar]], skólastjóra, að safna fé til skálabyggingarinnar. Haldnar voru hlutaveltur ásamt því að félaginu áskotnaðist fé á annan hátt. Sýslunefndin í Vestmannaeyjum studdi vel við verkið með fjárframlagi að upphæð 400 krónur og var því hægt að hefjast handa við að reisa skálann vorið 1913. Markús Sigurðsson og Guðjón Sæmundsson voru aðalsmiðir, en umsjón með verkinu hafði Steinn, en þeir voru allir félagsmenn í Ungmennafélaginu.


Skálinn stóð á [[Eiðið|Eiðinu]] undir [[Heimaklettur|Heimakletti]] við [[Neðri Kleifar]].
Skálinn stóð á [[Eiðið|Eiðinu]] undir [[Heimaklettur|Heimakletti]] við [[Neðri Kleifar]].
Lína 11: Lína 11:
''„Var það mjög fögur bygging fyrir mínum augum, járnklæddur skúr með einum 8-10 klefum, timburpalli fyrir framan og steyptri gangbraut framundan niður í flæðarmál. Veglegt hlið var ofan til á gangbrautinni og á milli hliðarstólpanna var breiður bogi sem á var letrað: Íslandi allt. Skálinn og hliðið voru í hvítum og bláum litum. Frá austurgafli skálans og niður á móts við hliðið var steyptur til skjóls mannhæðarhár veggur. Rétt vestur af skálanum var trébryggja, sem við stungum okkur af þegar við vorum komnir upp á gott lag með að synda.“''
''„Var það mjög fögur bygging fyrir mínum augum, járnklæddur skúr með einum 8-10 klefum, timburpalli fyrir framan og steyptri gangbraut framundan niður í flæðarmál. Veglegt hlið var ofan til á gangbrautinni og á milli hliðarstólpanna var breiður bogi sem á var letrað: Íslandi allt. Skálinn og hliðið voru í hvítum og bláum litum. Frá austurgafli skálans og niður á móts við hliðið var steyptur til skjóls mannhæðarhár veggur. Rétt vestur af skálanum var trébryggja, sem við stungum okkur af þegar við vorum komnir upp á gott lag með að synda.“''


Skáldið [[Örn Arnarson]] samdi frægt gamankvæði um sundskálahugsjónina og vígsluna og þar er þessa þekktu vísu að finna:
Skáldið [[Magnús Stefánsson|Örn Arnarson]] samdi frægt gamankvæði um sundskálahugsjónina og vígsluna og þar er þessa þekktu vísu að finna:


:''Þeim vex nú ekki allt í augum,''
:''Þeim vex nú ekki allt í augum,''
Lína 25: Lína 25:




----
{{Heimildir|
'''Heimildir'''
* [[Blik]], 1963 bls. 310-313.
<small>
* Blik, 1963 bls. 310-313.
* Þorbergur Þórðarson, ''Fagur fiskur í sjó'', 2. bindi. Reykjavík, 1968.
* Þorbergur Þórðarson, ''Fagur fiskur í sjó'', 2. bindi. Reykjavík, 1968.
* Haraldur Guðnason: ''Við Ægisdyr''. Saga Vestmannaeyjabæjar, annað bindi. Reykjavík, 1991.
* [[Haraldur Guðnason]]. ''Við Ægisdyr: Saga Vestmannaeyjabæjar í 60 ár'', II. bindi. Reykjavík, Vestmannaeyjabær, 1991.
}}


 
[[Flokkur:Hús]]
bls. 385-388.
[[Flokkur:Eiðið]]

Núverandi breyting frá og með 17. október 2009 kl. 17:46

Árið 1911 kom til tals innan Ungmennafélags Vestmannaeyja að reisa sundskála fyrir sundnemendur í Vestmannaeyjum. Sama ár hóf Ungmennafélagið undir forystu Steins Sigurðssonar, skólastjóra, að safna fé til skálabyggingarinnar. Haldnar voru hlutaveltur ásamt því að félaginu áskotnaðist fé á annan hátt. Sýslunefndin í Vestmannaeyjum studdi vel við verkið með fjárframlagi að upphæð 400 krónur og var því hægt að hefjast handa við að reisa skálann vorið 1913. Markús Sigurðsson og Guðjón Sæmundsson voru aðalsmiðir, en umsjón með verkinu hafði Steinn, en þeir voru allir félagsmenn í Ungmennafélaginu.

Skálinn stóð á Eiðinu undir Heimakletti við Neðri Kleifar.

Skálinn var fullgerður sumarið 1913 og var vígður sunnudaginn 22. júní 1913 með pomp og pragt í blíðviðri. Segir svo frá vígslunni í Bliki Þorsteins Víglundssonar frá 1963:

„Ræður voru fluttar, lúðrar þeyttir og bumbur barðar undir bláhvítum veifum. Margmenni var samankomið. Formaður félagsins, Sigurður Jónsson, skýrði frá tildrögum skálabyggingarinnar og öðrum sögulegum gangi þess máls. St. (Steinn) Sigurðsson kennari talaði um sundíþróttina og nytsemi hennar, en sýslumaður, Karl Einarsson, lýsti skálann opinn til ókeypis afnota fyrir almenning og fól hann héraðsbúum á hendur, treystandi þeim til að umgangast hann með friði. Allir unnu eið að því með því að taka þátt í ferföldu húrrahrópi, og var vígslunni þar með lokið.“

Í bókinni Fagurt er í Eyjum segir Einar Sigurðsson frá sundskálanum:

„Var það mjög fögur bygging fyrir mínum augum, járnklæddur skúr með einum 8-10 klefum, timburpalli fyrir framan og steyptri gangbraut framundan niður í flæðarmál. Veglegt hlið var ofan til á gangbrautinni og á milli hliðarstólpanna var breiður bogi sem á var letrað: Íslandi allt. Skálinn og hliðið voru í hvítum og bláum litum. Frá austurgafli skálans og niður á móts við hliðið var steyptur til skjóls mannhæðarhár veggur. Rétt vestur af skálanum var trébryggja, sem við stungum okkur af þegar við vorum komnir upp á gott lag með að synda.“

Skáldið Örn Arnarson samdi frægt gamankvæði um sundskálahugsjónina og vígsluna og þar er þessa þekktu vísu að finna:

Þeim vex nú ekki allt í augum,
ungmennunum hér.
Þeir ætla að reisa sundskála,
þar sem Heimaklettur er
og leigja þar út sólskinið
og selja hreinan sjó
á 60 aura pottinn
hélt Steinn að væri nóg.

Kostaði skálinn fullbúinn 1300 krónur árið 1913.



Heimildir

  • Blik, 1963 bls. 310-313.
  • Þorbergur Þórðarson, Fagur fiskur í sjó, 2. bindi. Reykjavík, 1968.
  • Haraldur Guðnason. Við Ægisdyr: Saga Vestmannaeyjabæjar í 60 ár, II. bindi. Reykjavík, Vestmannaeyjabær, 1991.