„Þórarinn Þorkelsson (Reynistað)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
(Ný síða: '''Þórarinn Júlíus Þorkelsson''' leikmyndasmiður og dyravörður fæddist 18. maí 1917 og lést 12. júlí 1988.<br> Foreldrar hans voru [[Þorkell Sæmundsson (Reynistað)|Þ...)
 
Ekkert breytingarágrip
 
(1 millibreyting ekki sýnd frá sama notandanum)
Lína 14: Lína 14:
Þórarinn lést 1988.
Þórarinn lést 1988.


Kona Þórarins var Sigríður Björnsdóttir húsfreyja, f. 13. október 1925.<br>
Kona Þórarins var Sigríður Vilhelmína Björnsdóttir húsfreyja, f. 13. október 1925.<br>
Börn þeirra eru:<br>
Börn þeirra eru:<br>
1. Erla Þórarinsdóttir húsfreyja, flugfreyja, býr í Þýskalandi, f. 27. mars 1946, gift Sævari Karli Ólasyni klæðskera og listamanni.<br>
1. Erla Þórarinsdóttir húsfreyja, flugfreyja, býr í Þýskalandi, f. 27. mars 1946, gift Sævari Karli Ólasyni klæðskera og listamanni.<br>

Núverandi breyting frá og með 22. apríl 2024 kl. 14:39

Þórarinn Júlíus Þorkelsson leikmyndasmiður og dyravörður fæddist 18. maí 1917 og lést 12. júlí 1988.
Foreldrar hans voru Þokell Sæmundsson sjómaður, útgerðarmaður, múrari á Reynistað, f. 27. september 1878, d. 2. maí 1963, og kona hans Oktavía Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 18. maí 1882, d. 29. september 1960.

Systkini Þórarins Júlíusar voru:
1. Haraldur Þorkelsson járnsmiður, f. 23. september 1901, d. 13. september 1991.
2. Guðmundína Lilja Þorkelsdóttir húsfreyja, f. 4. júní 1908 á Vegamótum, síðast í Reykjavík, d. 9. júlí 1995.
3. Ágústa Olga Þorkelsdóttir húsfreyja, f. 25. ágúst 1909, d. 14. nóvember 2003.
4. Ísleifur Þorkelsson innheimtumaður, f. 6. desember 1915, d. 16. ágúst 1987.
5. Skúli Þorkelsson rakari, f. 27. júlí 1921, d. 10. febrúar 2003.

Þórarinn ólst upp með fjölskyldu sinni og fluttist með henni til Reykjavíkur 1937.
Hann lærði húsgagnasmíði, réðst leikmyndasmiður að Þjóðleikhúsinu við stofnun þess. Þar starfaði hann hátt á annan áratug. Hann vann um skeið við Sjónvarpið, varð síðan yfirdyravörður við leikhúsið.
Þau Sigríður eignuðust 2 dætur, Erlu 1946 og Fríðu Björgu 1952.
Þórarinn lést 1988.

Kona Þórarins var Sigríður Vilhelmína Björnsdóttir húsfreyja, f. 13. október 1925.
Börn þeirra eru:
1. Erla Þórarinsdóttir húsfreyja, flugfreyja, býr í Þýskalandi, f. 27. mars 1946, gift Sævari Karli Ólasyni klæðskera og listamanni.
2. Fríða Björg Þórarinsdóttir húsfreyja, snyrtifræðingur, læknaritari, f. 2. október 1952, var gift Óla Einarssyni, f. 9. nóvember 1949.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.