„Bjarni Bjarnason (Langholti)“: Munur á milli breytinga
(Ný síða: '''Bjarni Bjarnason''' frá Langholti í Meðallandi, V.-Skaft., sjómaður fæddist þar 8. mars 1875.<br> Foreldrar hans voru Bjarni Jónsson vinnumaður, húsmaður, f. 1. júlí 1847 á Lækjarbakka í Mýrdal, d. 27. febrúar 1880, og kona hans Guðrún Jónsdóttir frá Skammadal í Mýrdal, vinnukona, húskona, f. 20. mars 1853, d. 25. desember 1910. Bjarni var með foreldrum sínum í Langholti til 1876, hjá þeim á Stóru-Heiði í Mýrdal 1876-1879, var fósturbarn...) |
Ekkert breytingarágrip |
||
(1 millibreyting ekki sýnd frá sama notandanum) | |||
Lína 13: | Lína 13: | ||
[[Flokkur: Vinnumenn]] | [[Flokkur: Vinnumenn]] | ||
[[Flokkur: Sjómenn]] | [[Flokkur: Sjómenn]] | ||
[[Flokkur: Vesturfarar]] | |||
[[Flokkur: Fólk fætt á 19. öld]] | [[Flokkur: Fólk fætt á 19. öld]] | ||
[[Flokkur: Íbúar á Kirkjubæ]] | [[Flokkur: Íbúar á Kirkjubæ]] |
Núverandi breyting frá og með 14. febrúar 2024 kl. 14:42
Bjarni Bjarnason frá Langholti í Meðallandi, V.-Skaft., sjómaður fæddist þar 8. mars 1875.
Foreldrar hans voru Bjarni Jónsson vinnumaður, húsmaður, f. 1. júlí 1847 á Lækjarbakka í Mýrdal, d. 27. febrúar 1880, og kona hans Guðrún Jónsdóttir frá Skammadal í Mýrdal, vinnukona, húskona, f. 20. mars 1853, d. 25. desember 1910.
Bjarni var með foreldrum sínum í Langholti til 1876, hjá þeim á Stóru-Heiði í Mýrdal 1876-1879, var fósturbarn í Skarðshjáleigu þar 1879-1881, tökubarn á Litlu-Hólum þar 1881-1882. Hann var með móður sinni á Skaftárdal á Síðu, V.-Skaft. 1882-1883/6, var á Búlandi í Skaftártungu, V.-Skaft. 1883/6-1887/9, með móður sinni á Skaftárdal 1887/9-1890, í Langholti 1890-1891, í Eystri-Ásum í Skaftártungu 1891-1893. Hann var vinnumaður í Reynishólum í Mýrdal 1893-1898, á Felli þar 1898-1900.
Bjarni fór til Eyja 1901, var þar sjómaður á Kirkjubæ, fór til Vesturheims.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.
- Vesturfaraskrá 1870-1914. Júníus H. Kristinsson. Sagnfræðistofnun Háskóla Íslands 1983.
- Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.