„Oddur Guðmundsson (sjómaður)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
(Ný síða: '''Oddur Guðmundsson''' sjómaður fæddist 22. apríl 1863 á Litlu-Hólum í Mýrdal og fórst með þilskipinu Jósefínu í apríl 1888.<br> Foreldrar hans voru Guðmundur Þorsteinsson bóndi á Litlu-Hólum í Mýrdal, f. 17. mars 1815 á Vatnsskarðshólum þar, d. 14. júlí 1864 á Litlu-Hólum, og kona hans Kristjana Nikulásdóttir húsfreyja, f. 15. júlí 1819 í Laugarnesi v. Reykjavík, d. 5. apríl 1899 á Ytri-Sólheimum í Mýrdal. B...)
 
m (Verndaði „Oddur Guðmundsson (sjómaður)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
 
(Enginn munur)

Núverandi breyting frá og með 29. janúar 2024 kl. 11:58

Oddur Guðmundsson sjómaður fæddist 22. apríl 1863 á Litlu-Hólum í Mýrdal og fórst með þilskipinu Jósefínu í apríl 1888.
Foreldrar hans voru Guðmundur Þorsteinsson bóndi á Litlu-Hólum í Mýrdal, f. 17. mars 1815 á Vatnsskarðshólum þar, d. 14. júlí 1864 á Litlu-Hólum, og kona hans Kristjana Nikulásdóttir húsfreyja, f. 15. júlí 1819 í Laugarnesi v. Reykjavík, d. 5. apríl 1899 á Ytri-Sólheimum í Mýrdal.

Börn Kristjönu og Guðmundar- í Eyjum:
1. Nikulás Guðmundsson tómthúsmaðir í Uppsölum, f. 24. júlí 1850, d. 29. mars 1926.
2. Guðfinna Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 6. júní 1859, d. 30. maí 1929.
3. Oddur Guðmundsson sjómaður á Vesturhúsum, f. 22. apríl 1863, fórst með Jósefínu í apríl 1888.

Oddur var með foreldrum sínum til um 1865, var ómagi á Norður-Hvoli í Mýrdal 1865/70-1877/79, vinnumaður á Mið-Hvoli þar 1877/9-80, léttadrengur í Ystabæli u. Eyjafjöllum 1880.
Hann fór til Eyja 1882, var þar sjómaður.
Oddur var skipverji á Jósefínu, er hún fórst 1888.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Prestþjónustubækur.
  • Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.