„Rósant Hjörleifsson“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
(Ný síða: '''Rósant Hjörleifsson''' bóndi, bifreiðastjóri fæddist 21. ágúst 1933 á Akranesi.<br> Kjörforeldrar hans voru Hjörleifur Pálsson bóndi í Arnarbæli í Ölfusi, f. 14. ágúst 1903, d. 26. maí 1980, og kona hans Unnur Jónsdóttir húsfreyja, f. 20. júní 1901 á Grund á Langanesi, d. 30. ágúst 1980.<br> Rósant varð bóndi á Nethömrum í Ölfusi, bjó þar með Guðlaugu Ásrúnu til 1960. Þá fluttu þau til Eyja og þaðan til Reykjavíkur og bjuggu...)
 
m (Verndaði „Rósant Hjörleifsson“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
 
(Enginn munur)

Núverandi breyting frá og með 29. janúar 2024 kl. 10:59

Rósant Hjörleifsson bóndi, bifreiðastjóri fæddist 21. ágúst 1933 á Akranesi.
Kjörforeldrar hans voru Hjörleifur Pálsson bóndi í Arnarbæli í Ölfusi, f. 14. ágúst 1903, d. 26. maí 1980, og kona hans Unnur Jónsdóttir húsfreyja, f. 20. júní 1901 á Grund á Langanesi, d. 30. ágúst 1980.

Rósant varð bóndi á Nethömrum í Ölfusi, bjó þar með Guðlaugu Ásrúnu til 1960. Þá fluttu þau til Eyja og þaðan til Reykjavíkur og bjuggu þar síðan.
Guðlaug Ásrún lést 1998.

I. Kona Rósants, (20. júní 1957), var Guðlaug Ásrún Kristinsdóttir frá Hjarðarholti við Vestmannabraut 69, húsfreyja, f. þar 11. júli 1938, d. 15. júní 1998 á Lsp.
Börn þeirra:
1. Kristinn Rósantsson (kjörsonur Rósants), f. 12. maí 1954. Barnsmóðir hans Jakobína Rut Daníelsdóttir. Kona hans Ásthildur Kristjánsdóttir.
2. Stúlka, f. 25. október 1956, lést í fæðingu.
3. Hjördís Unnur Rósantsdóttir húsfreyja, saumakona í Reykjavík, f. 7. júní 1958. Maður hennar Sigurður Sigurðsson rafiðnfræðingur.
4. Stúlka, f. 1. desember 1968, lést í fæðingu.
5. Guðfinna Rósantsdóttir húsfreyja, markaðsfulltrúi, f. 12. janúar 1970. Maður hennar Grétar Már Ómarsson húsasmíðameistari.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Morgunblaðið 26. júní 1998. Minning Guðlaugar Ásrúnar.
  • Prestþjónustubækur.
  • Ölfusingar.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.