„Páll Árnason (Reynisholti)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
(Ný síða: '''Páll Árnason''' frá Harðavelli í Reynishverfi í Mýrdal fæddist þar 3. október 1876 og lést 13. janúar 1926 í Gerðum í Garði, Gull.<br> Foreldrar hans voru Árni Andrésson bóndi á Hellum og víðar, f. 26. apríl 1837 á Reyni í Mýrdal, d. 6. janúar 1916 í Eyjum, og kona hans Katrín Högnadóttir húsfreyja, f. 27. júní 1844 á Hörgslandi á Síðu í V.-Skaft., d. 5. nóvember 1921 í Norður-Vík í Mýrdal. B...)
 
m (Verndaði „Páll Árnason (Reynisholti)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
 
(Enginn munur)

Núverandi breyting frá og með 21. desember 2023 kl. 21:01

Páll Árnason frá Harðavelli í Reynishverfi í Mýrdal fæddist þar 3. október 1876 og lést 13. janúar 1926 í Gerðum í Garði, Gull.
Foreldrar hans voru Árni Andrésson bóndi á Hellum og víðar, f. 26. apríl 1837 á Reyni í Mýrdal, d. 6. janúar 1916 í Eyjum, og kona hans Katrín Högnadóttir húsfreyja, f. 27. júní 1844 á Hörgslandi á Síðu í V.-Skaft., d. 5. nóvember 1921 í Norður-Vík í Mýrdal.

Börn Katrínar og Árna:
1. Ólafur Árnason, f. 21. mars 1868, d. 23. mars 1868.
2. Guðmundur Árnason, f. 11. júní 1869, d. 19. júní 1869.
3. Málfríður Árnadóttir húsfreyja á Fögruvöllum, f. 13. júlí 1870, d. 18. júní 1960.
4. Guðríður Árnadóttir, f. 16. ágúst 1873, d. 22. október 1950.
5. Páll Árnason, f. 3. október 1876, d. 13. janúar 1926.
6. Valgerður Árnadóttir, f. 1879.
7. Árni Árnason, f. 5. september 1882, d. 26. september 1882.
8. Andrés Árnason, f. 8. mars 1884, d. 26. mars 1884.

Páll var með foreldrum sínum í Reynisholti (á Harðavelli) í Mýrdal til 1878, í Görðum þar 1878-1879, á Hellum 1879-1881, var á sveit í Götum 1881/2-1885/6, með föður sínum í Þórisholti og síðan vinnumaður þar 1888-1893.
Hann fór til Eyja dvaldi þar til 1895, var vinnumaður á Hofi í Vopnafirði 1901, kom frá Mjóafirði 1907, var sjómaður og steinsmiður í Sjólyst í Garði, Gull. 1910, formaður í Gerðum þar 1920, og síðar kaupfélagsstjóri þar til æviloka.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.