Guðríður Árnadóttir (Hellum)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Guðríður Árnadóttir frá Hellum í Mýrdal, húsfreyja fæddist þar 16. ágúst 1873 og lést 22. október 1950 í Rvk.
Foreldrar hennar voru Árni Andrésson bóndi á Hellum og víðar, f. 26. apríl 1837 á Reyni í Mýrdal, d. 6. janúar 1916 í Eyjum, og kona hans Katrín Högnadóttir húsfreyja, f. 27. júní 1844 á Hörgslandi á Síðu í V.-Skaft., d. 5. nóvember 1921 í Norður-Vík í Mýrdal.

Systir Guðríðar var
1. Málfríður Árnadóttir húsfreyja á Fögruvöllum, f. 13. júlí 1870, d. 18. júní 1960.

Guðríður var með foreldrum sínum á Hellum til 1976, í Reynisholti (Harðavelli) í Mýrdal 1876-1878, í Görðum þar 1878-1879, á Hellum 1879-1881, var niðursetningur og síðan vinnukona í Reynishólum 1881-1892, vinnukona í Reynishjáleigu 1892-1893, á Undirhrauni í Meðallandi 1893-1895, í Langholti þar 1895-1897. Hún var bústýra í Undirhrauni 1897-1898.
Þau Ingibergur giftu sig 1898, eignuðust ellefu börn, en misstu eitt þeirra ungt. Þau bjuggu á Undirhrauni 1898-1920. Hún var með manni sínum þar 1928-1929.
Hún var í Eyjum 1929-1930, með manni sínum á Undirhrauni 1930-1937, hjá dóttur sinni í Sandaseli í Meðallandi 1938-1944, fór þá til Hveragerðis, kom til Reykjavíkur 1948, var þar hjá dóttur sinni og lést þar 1950.
Ingibergur lést 1942.

I. Maður Guðríðar, (18. nóvember 1898), var Ingibergur Þorsteinsson bóndi á Undirhrauni, f. 30. desember 1856 í Sandaseli, d. 30. júlí 1942 í Nýjabæ í Meðallandi. Hún var síðari kona hans. Foreldrar hans voru Þorsteinn Þorgerðarson bóndi lengst á Undirhrauni (Melhóli), f. 1. september 1824, d. 18. júní 1899, og kona hans Þórey Jónsdóttir frá Grímsstöðum í Meðallandi, húsfreyja, f. 19. apríl 1824, d. 19. nóvember 1914.
Börn þeirra:
1. Steindór Ingibergsson, f. 15. október 1897, d. 26. nóvember 1897.
2. Jón Ingibergsson sjómaður, f. 12. september 1899, drukknaði 15. ágúst 1923.
3. Árni Ingibergsson, f. 25. maí 1903, d. 6. febrúar 1928.
4. Valgerður Ingibergsdóttir húsfreyja, f. 9. apríl 1905.
5. Málfríður Guðlaug Ingibergsdóttir kennari, f. 31. júlí 1907, d. 1. febrúar 1932.
6. Katrín Ingibergsdóttir húsfreyja, f. 8. október 1908, d. 10. október 2004.
7. Vilhjálmur Kristinn Ingibegsson húsasmiður, f. 30. nóvember 1909, d. 20. apríl 1988.
8. Karólína Ingibegsdóttir húsfreyja, f. 27. maí 1911, d. 28. nóvember 1966.
9. Sveinbjörg Ingibergsdóttir vinnukona, f. 24. ágúst 1912, d. 19. apríl 1996.
10. Ragnheiður Ingibergsdóttir vinnukona, f. 30. október 1913, d. 23. febrúar 1997.
11. Eyþór Ingibergsson múrarameistari, f. 6. apríl 1915, d. 24. júní 1984.

Guðríður og börn.
Aftari röð frá vinstri: Katrín Ingibergsdóttir, Málfríður Guðlaug Ingibergsdóttir, Jón Ingibergsson og Karólína Ingibergsdóttir.

Fremri röð frá vinstri: Frænka þeirra Málfríður Árnadóttir frá Fögruvöllum og systir hennar, og móðir þeirra Guðríður Árnadóttir frá Hellum í Mýrdal.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.