„Marteinn Hunger Friðriksson“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
(Ný síða: thumb|200px|''Marteinn Hunger Friðriksson. '''Marteinn Hunger Friðriksson (fæddur Fritz Martin Hunger)''' fæddist 24. apríl 1939 í Meissen í Þýskalandi og lést 10. janúar 2010 á Landspítalanum.<br> Foreldrar hans voru Frieda Dorothea, d. 1972, og Alfred Fritz Hunger, d. 1944.<br> Marteinn lauk B-prófi í kirkjutónlist í kirkjutónlistarskólanum í Dresden 1961 og síðar A-prófi í Tónlistarskóla F. Mendelssohn-Bartholdy í Lei...)
 
m (Verndaði „Marteinn Hunger Friðriksson“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
 
(Enginn munur)

Núverandi breyting frá og með 14. ágúst 2023 kl. 17:35

Marteinn Hunger Friðriksson.

Marteinn Hunger Friðriksson (fæddur Fritz Martin Hunger) fæddist 24. apríl 1939 í Meissen í Þýskalandi og lést 10. janúar 2010 á Landspítalanum.
Foreldrar hans voru Frieda Dorothea, d. 1972, og Alfred Fritz Hunger, d. 1944.

Marteinn lauk B-prófi í kirkjutónlist í kirkjutónlistarskólanum í Dresden 1961 og síðar A-prófi í Tónlistarskóla F. Mendelssohn-Bartholdy í Leipzig 1964. Hann útskrifaðist einnig í hljómsveitarstjórn og tónsmíðum auk kennaraprófs í píanóleik og tónfræði.
Marteinn flutti til Íslands 1964 og varð organisti í Landakirkju og skólastjóri Tónlistarskólans í Eyjum. Hann stjórnaði einnig Samkór Vestmannaeyja og Lúðrasveitinni.
Árið 1970 var hann ráðinn organisti í Háteigskirkju og hóf störf í Tónlistarskólanum í Reykjavík. Þar kenndi hann í 39 ár. Um árabil stjórnaði hann hljómsveit og kór skólans uns tónmenntakennaradeildin var lögð niður. Síðustu árin kenndi hann kórstjórn og orgelleik við Listaháskóla Íslands. Marteinn stjórnaði söngsveitinni Fílharmóníu í áratug, áður en hann varð dómorganisti. Árið 1994 tók hann að sér að endurvekja Kór Menntaskólans í Reykjavík og stjórnaði honum til 2006.
Marteinn var ráðinn dómorganisti við Dómkirkjuna árið 1978.
Fljótlega stofnaði hann Dómkórinn, sem starfað hefur allar götur síðan undir hans stjórn. Dómkórinn hefur gefið út nokkrar hljómplötur og geisladiska, sá síðasti, „Hljóður lýt ég hátign þinni“, kom út í nóvember sl. Að frumkvæði Marteins voru Tónlistardagar Dómkirkjunnar haldnir í fyrsta sinn árið 1982 og hafa þeir verið árviss viðburður allar götur síðan. Hann stóð fyrir síðustu Tónlistardögum í október og nóvember 2009 og lék sína lokatóna í útvarpsmessu í Dómkirkjunni sl. aðfangadagskvöld. Marteinn samdi einnig nokkur tónverk og útsetti mikið af lögum, sérstaklega fyrir Dómkórinn, Kór Menntaskólans í Reykjavík og Skólakór Kársness, en einnig fyrir Námsgagnastofnun, Tónmenntakennarafélag Íslands o.fl.
Að félagsmálum vann Marteinn í stjórn Félags íslenskra organleikara og í kennarafélagi Tónlistarskólans í Reykjavík.
Marteinn var félagi í Frímúrarareglunni Hamri í Hafnarfirði.
Hann var sæmdur fálkaorðunni 17. júní 2004.

Þau Hrefna giftu sig 1967, en skildu.
Þau Þórunn giftu sig 1978, eignuðust þrjú börn og Marteinn ættleiddi barn hennar.
Marteinn lést 2010.

I. Kona Marteins, (1967, skildu), var Hrefna Oddgeirsdóttir húsfreyja, tónlistarmaður, kennari, starfsmaður Símans, bókavörður, f. 1. ágúst 1931, d. 16. nóvember 2016.

II. Kona Marteins, (30. desember 1978), er Þórunn Björnsdóttir tónmenntakennari, kórstjóri, f. 5. mars 1954. Foreldrar hennar Björn Jónsson bókari, fulltrúi, f. 8. maí 1925, d. 21. febrúar 1993, og kona hans Þóra Helgadóttir bankaritari, f. 30. nóvember 1922, d. 19. júlí 1996.
Börn þeirra::
1. Kolbeinn Marteinsson (f. Karlsson, ættleiddur) framkvæmdastjóri, f. 21. desember 1973. Sambúðarkona hans Harpa Katrín Gísladóttir.
2. Þóra Marteinsdóttir tónlistarmaður, f. 16. desember 1978. Sambúðarmaður hennar Gunnar Benediktsson.
3. María Marteinsdóttir eðlisfræðingur, f. 9. september 1980. Sambúðarmaður hennar Sölvi H. Blöndal.
4. Marteinn Marteinsson upptökumaður hjá RÚV, f. 6. september 1990. Sambúðarkona hans Alda Júlía Magnúsdóttir.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Kennaratal á Íslandi. Ólafur Þ. Kristjánsson og fleiri. Prentsmiðjan Oddi 1958-1988.
  • Morgunblaðið 22. janúar 2010. Minning.
  • Þórunn.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.