Hrefna Oddgeirsdóttir (Stafnesi)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Hrefna Guðbjörg Oddgeirsdóttir.

Hrefna Guðbjörg Oddgeirsdóttir (Bússa) frá Stafnesi, húsfreyja, tónlistarmaður, kennari, starfsmaður Símans, bókavörður fæddist 1. ágúst 1931 í Dalbæ við Vestmannabraut 9 og lést 16. nóvember 2016.
Foreldrar hennar voru Oddgeir Kristjánsson tónskáld, kennari, hljómsveitarstjóri, forstjóri, f. 16. nóvember 1911, d. 18. febrúar 1966, og kona hans Svava Guðjónsdóttir húsfreyja, f. 8. febrúar 1911, d. 10. nóvember 1991.

Börn Svövu og Oddgeirs:
1. Hrefna Guðbjörg Oddgeirsdóttir.
2. Kristján Oddgeirsson, f. 7. október 1938, d. 30. júlí 1947.
3. Hildur Kristjana Oddgeirsdóttir húsfreyja, lífeindafræðingur, f. 11. mars 1951 í Stafnesi.

Hrefna var með foreldrum sínum í æsku.
Hún nam tónlist hjá föður sínum og Róbert A. Ottóssyni í Reykjavík.
Hún var símavörður á Símstöðinni í Eyjum, en 1961 varð hún organisti í Landakirkju í tvö ár. Jafnframt kenndi hún tónfræði og píanóleik við Tónlistarskóla Vestmannaeyja.
Hrefna flutti til Reykjavíkur 1970 og vann við Háteigskirkju. Hún vann síðan á símstöðinni við Austurvöll og við Borgarbókasafn Reykjavíkur.
Þau Hafsteinn giftu sig 1953, eignuðust tvö börn, en skildu.
Þau Marteinn Hunger giftu sig 1967, eignuðust ekki barn og skildu.
Hrefna eignaðist barn með Eysteini 1960.
Hún lést 2016.

I. Fyrri maður Hrefnu, (23. maí 1953, skildu), var Hafsteinn Ágústsson frá Varmahlíð, húsasmíðameistari, f. 1. nóvember 1929, d. 21. apríl 2016.
Börn þeirra:
1. Sara Hafsteinsdóttir húsfreyja, sjúkraþjálfari, f. 4. júní 1952 í Stafnesi. Maður hennar Þórólfur Guðnason.
2. Svava Hafsteinsdóttir húsfreyja, sérkennari við leikskóla, f. 26. ágúst 1953 í Stafnesi. Maður hennar Ólafur H. Sigurjónsson.

II. Síðari maður Hrefnu, (1967, skildu), var Marteinn Hunger Friðriksson (hét áður Fritz Martin Hunger) tónlistarkennari, organisti og kórstjóri, f. 24. apríl 1939 í Meissen í Þýskalandi, d. 10. janúar 2010 í Reykjavík.
Þau voru barnlaus.

III. Barnsfaðir Hrefnu er Eysteinn Þorvaldsson prófessor, f. 23. júní 1932, d. 8. september 2020.
Barn þeirra:
3. Oddgeir Eysteinsson, f. 24. febrúar 1960 í Stafnesi. Sambýliskona Aðalbjörg Dísa Guðjónsdóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.