„Anika Jóna Ragnarsdóttir“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
(Ný síða: thumb|200px|''Anika Jóna Ragnarsdóttir. '''Anika Jóna Ragnarsdóttir''' húsfreyja, sjúkraliði fæddist 14. desember 1934 að Lokinhömrum í Arnarfirði, V.-Ís.<br> Foreldrar hennar voru Guðbjartur Ragnar Guðmundsson bóndi, f. 9. september 1900 á Hólum í Dýrafirði, d. 27. janúar 1963 í Reykjavík, og kona hans Kristín Sveinbjörnsdóttir húsfreyja, f. 8. desember 1899 á Hólum í Arnarfirði, d. 13. ágúst 1977 í Rvk....)
 
m (Verndaði „Anika Jóna Ragnarsdóttir“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
 
(Enginn munur)

Núverandi breyting frá og með 19. júlí 2023 kl. 14:40

Anika Jóna Ragnarsdóttir.

Anika Jóna Ragnarsdóttir húsfreyja, sjúkraliði fæddist 14. desember 1934 að Lokinhömrum í Arnarfirði, V.-Ís.
Foreldrar hennar voru Guðbjartur Ragnar Guðmundsson bóndi, f. 9. september 1900 á Hólum í Dýrafirði, d. 27. janúar 1963 í Reykjavík, og kona hans Kristín Sveinbjörnsdóttir húsfreyja, f. 8. desember 1899 á Hólum í Arnarfirði, d. 13. ágúst 1977 í Rvk.

Anika Jóna lauk sjúkraliðaprófi í Sjúkraliðaskóla Íslands 1979, sótti námskeið í hjúkrun aldraðra og heilsugæsla 1985 og endurmenntunarnámskeið í Fjölbrautarskólanum í Ármúla 1995 og 1996.
Hún var sjúkraliði á Grensásdeild Borgarspítalans frá 1979.
Þau Ármann giftu sig 1960, eignuðust fjögur börn. Þau bjuggu við Heimagötu 23, og Kirkjubæjarbraut 21 við Gosið 1973, síðar við Hjallaland 38 í Reykjavík.
Ármann lést 2020.

I. Maður Aniku Rögnu, (30. desember 1960), var Guðjón Ármann Eyjólfsson frá Bessastöðum, skólastjóri, skólameistari, ritstjóri, f. 10. janúar 1935, d. 16. mars 2020.
Börn þeirra:
1. Ragnheiður Ármannsdóttir, með B.A.-próf í frönsku og spænsku, M.A.-próf í alþjóðasamskiptum, leiðsögumaður, f. 29. janúar 1963 í Eyjum. Fyrrum maður hennar Salvador Berengner. Maður hennar Leifur Björnsson.
2. Ragnar Ármannsson, læknir, sérfræðingur í svæfingum, f. 9. september 1965 í Eyjum. Kona hans Kristín Axelsdóttir.
3. Eyjólfur Ármannsson, lögmaður LLM, alþingismaður, f. 23. júlí 1969 í Eyjum.
4. Kristín Rósa Ármannsdóttir, með M.A.-próf í lýðheilsuvísindum, hjúkrunarfræðingur, f. 27. október 1972 í Eyjum. Maður hennar Jón Heiðar Ólafsson.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Manntöl.
  • Morgunblaðið 2020. Minning Ármanns.
  • Sjúkraliðar á Íslandi 1966-1996. Ritstjóri: Sigurður Hermundarson. Mál og mynd 1997.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.