„Þorgeir Jónsson (kennari)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
(Ný síða: thumb|200px|''Þorgeir Jónsson. '''Þorgeir Jónsson''' kennari, prestur, prófastur fæddist 28. júní 1893 í Hringveri í Viðvíkursveit í Skagafirði og lést 14. janúar 1979.<br>Foreldrar hans voru Jón Jónsson bóndi, f. 25. ágúst 1847, d. 21. desember 1925, og kona hans Guðrún Stefánsdóttir húsfreyja, f. 13. september 1853, d. 24. febrúar 1923. Þorgeir varð stúdent utanskóla í Menntaskólanum í Reykjavík 1921, l...)
 
m (Verndaði „Þorgeir Jónsson (kennari)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
 
(Enginn munur)

Núverandi breyting frá og með 30. júní 2023 kl. 15:09

Þorgeir Jónsson.

Þorgeir Jónsson kennari, prestur, prófastur fæddist 28. júní 1893 í Hringveri í Viðvíkursveit í Skagafirði og lést 14. janúar 1979.
Foreldrar hans voru Jón Jónsson bóndi, f. 25. ágúst 1847, d. 21. desember 1925, og kona hans Guðrún Stefánsdóttir húsfreyja, f. 13. september 1853, d. 24. febrúar 1923.

Þorgeir varð stúdent utanskóla í Menntaskólanum í Reykjavík 1921, lauk námi í guðfræði í Háskóla Íslands 1925.
Hann var kennari í Unglingaskólanum í Eyjum 1925-1926, skólastjóri Héraðsskólans á Reykjum í Hrútafirði 1932-1934, í Gagnfræðaskólanum í Neskaupstað 1936-1937.
Þorgeir var prestur Sambandssafnaðar í Gimli í Nýja-Íslandi í Manitoba 1926-1930, vann skrisfstofustörf í Rvk 1930-1932 og 1935, var sóknarprestur í Neskaupstað 1935-1943, á Eskifirði frá 1943-1960, prófastur í S.-Múlaprófastsdæmi 1955-1960, var endurskoðandi Landsbankaútibúsins á Eskifirði 1943-1960, var Kirkjuþingsmaður 1958-1960, sáttasemjari í vinnudeilum á Austurlandi 1945-1960. Hann sat í stjórn Prestafélags Austurlands um árabil til 1960, formaður um skeið til 1956.
Hann var meðútgefandi Strauma 1927-1930.
Þau Sigurlína Guðný giftu sig 1936, eignuðust þrjú börn. Hún lést 1948.
Þau Jónína Elín giftu sig 1953. Þau voru barnlaus.

I. Kona Þorgeirs, (10. september 1936), var Sigurlína Guðný Sigurjónsdóttir frá Stóru-Brekku í Fljótum, Skagaf., húsfreyja, húsmæðrakennari, f. 15. júní 1907, d. 17. nóvember 1948. Foreldrar hennar voru Sigurjón Sigtryggsson bóndi, smiður, f. 31. desember 1884, d. 13. apríl 1947, og kona hans Hólmfríður Friðfinnsdóttir húsfreyja, f. 31. mars 1868, d. 30. september 1946.
Börn þeirra:
1. Ævar Þorgeirsson verkstjóri, f. 9. ágúst 1940.
2. Snorri Sveinn Þorgeirsson læknir, f. 1. desember 1941.
3. Gyða Þorgeirsdóttir húsfreyja, f. 8. október 1943.

II. Kona Þorgeirs, (5. júlí 1953), var Jónína Elín Guðmundsdóttir ráðskona, húsfreyja, f. 18. mars 1912, d. 7. mars 2003. Foreldrar hennar voru Guðmundur Guðmundsson bakari, f. 6. maí 1880, d. 13. febrúar 1932, og kona hans Nikólína Henrietta Katrín Þorláksdóttir, f. 9. júní 1884, d. 14. nóvember 1959.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Kennaratal á Íslandi. Ólafur Þ. Kristjánsson og fleiri. Prentsmiðjan Oddi 1958-1988.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.