„Blik 1938, 1. tbl./Eg sigli burt“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Ekkert breytingarágrip
 
(5 millibreytingar ekki sýndar frá 2 notendum)
Lína 1: Lína 1:
:::::::[[Helgi Sæmundsson]]:
[[Blik 1938|Efnisyfirlit 1938]]


:::::::::[[Helgi Sæmundsson (rithöfundur)|Helgi Sæmundsson]]:
<big>
:::::::'''EG SIGLI BURT.'''
:::::::'''EG SIGLI BURT.'''


Lína 26: Lína 30:
:::::::feigðarnöf þér grandar ei.<br>
:::::::feigðarnöf þér grandar ei.<br>
:::::::— Hverri  voð í völdum byr skal tjalda!
:::::::— Hverri  voð í völdum byr skal tjalda!
{{Blik}}

Núverandi breyting frá og með 27. júní 2023 kl. 20:20

Efnisyfirlit 1938


Helgi Sæmundsson:

EG SIGLI BURT.
Yfir sundin sumarblá
sigli ég frá ströndum.
Legg á höf með bros á brá.
Blæs í seglum þöndum.
Svala minni þyrstu þrá,
þeirri, sem ég dýpsta á.
— Stefni burt í leit að nýjum löndum.
Bláan gyllir sólin sæ;
sumar er að völdum.
Sigli ég í blíðum blæ
burt — á hafsins öldum.
Ef ég ströndu nýrri næ,
njóta vökudrauma fæ,
á ég von á fjársjóð — áður földum.
Kveð ég land í þýðum þey;
þrái sjóðinn falda.
Eftir bíður bláeyg mey;
burtu samt skal halda.
Yfir djúpið flýt þér fley,
feigðarnöf þér grandar ei.
— Hverri voð í völdum byr skal tjalda!