„Ragnheiður Jónsdóttir (rithöfundur)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
(Ný síða: thumb|200px|''Ragnheiður Jónsdóttir. '''Ragnheiður Jónsdóttir''' kennari, rithöfundur fæddist 9. apríl 1895 og lést 9. maí 1967.<br> Foreldrar hennar voru Jón Sigurðsson kennari, f. 16. maí 1866, d. 26. desember 1947, og kona hans Guðrún Magnúsdóttir húsfreyja, f. 16. september 1864, d. 28. desember 1957. Ragnheiður lauk kennaraprófi 1923, kynnti sér nýjar aðferðir við smábarnakennslu í Englandi sumarið 1929.<...)
 
m (Verndaði „Ragnheiður Jónsdóttir (rithöfundur)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
 
(Enginn munur)

Núverandi breyting frá og með 23. júní 2023 kl. 17:10

Ragnheiður Jónsdóttir.

Ragnheiður Jónsdóttir kennari, rithöfundur fæddist 9. apríl 1895 og lést 9. maí 1967.
Foreldrar hennar voru Jón Sigurðsson kennari, f. 16. maí 1866, d. 26. desember 1947, og kona hans Guðrún Magnúsdóttir húsfreyja, f. 16. september 1864, d. 28. desember 1957.

Ragnheiður lauk kennaraprófi 1923, kynnti sér nýjar aðferðir við smábarnakennslu í Englandi sumarið 1929.
Hún dvaldi í rúmt ár 1946-1947 á Norðurlöndum, lengst í Danmörku við ritstörf og lestur bókmennta. Hún fór í kynnisferð og námsdvöl til Bandaríkjanna 1952.
Ragnheiður var kennari í Gaulverjabæjarhreppi 1914-1915, heimiliskennari í Vík í Mýrdal, í Eyjum 1916-1917, stundakennari í barnaskólanum á Stokkseyri 1917-1919, í Reykjavík 1920-1921 og 1923-1930, kennari í Austurbæjarskólanum 1930-1931, stundakennari í barnaskóla í Hafnarfirði 1931-1932. Hún sat í barnaverndarnefnd í Hafnarfirði í nokkur ár.
Rit:
Arfur, skáldsaga, 1941.
Í skugga Glæsibæjar, skáldsaga, 1945.
Úr minnisblöðum Þóru frá Hvammi (skáldsögur): Ég á gull að gjalda, 1954; Aðgát skal höfð, 1955; Sárt brenna gómarnir, 1958.
Fyrir börn og unglinga: Ævintýraleikir, 1934; Hlini kóngsson, 1943; Dóra, 1945; Dóra í Álfheimum, 1945; Dóra og Kári, 1947; Vala, 1948; Dóra verður átján ára, 1949; Hörður og Helga, 1950; Í Glaðheimum, 1951; Dóra sér og sigrar, 1952; Sólhvörf, 1953; Dóra í dag, 1954; Dóra og Vala, 1956; Glaðheimakvöld, 1958.
Smásögur í blöðum og tímaritum, bæði fyrir börn og fullorðna.
Þau Guðjón giftu sig 1916 í Eyjum, eignuðust tvö börn. Þau bjuggu í Fagurhól.
Ragnheiður lést 1967 og Guðjón 1971.

I. Maður Ragnheiðar, (30. september 1916), var Guðjón Guðjónsson kennari, skólastjóri, f. 23. mars 1892, d. 30. janúar 1971.
Börn þeirra:
1. Jón Ragnar Guðjónsson viðskiptafræðingur, skipstjóri í Boston, f. 20. apríl 1920, d. 26. september 1992. Kona hans Jeanne Huber.
2. Sigrún Guðjónsdóttir kennari, f. 15. nóvember 1926. Maður hennar Gestur Þorgrímsson, látinn.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Kennaratal á Íslandi. Ólafur Þ. Kristjánsson og fleiri. Prentsmiðjan Oddi 1958-1988.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.