„Kristjana Friðbjörnsdóttir“: Munur á milli breytinga
(Ný síða: '''Kristjana Friðbjörnsdóttir''' sjúkraliði fæddist 20. ágúst 1959 í Eyjum.<br> Foreldrar hennar voru Friðbjörn Kristjánsson matreiðslumeistari í Reykjavík, f. 27. september 1939, d. 9. febrúar 2022, og Kristín Ósk Óskarsdóttir frá Hólnum við Landagötu 18, húsfeyja, f. 14. október 1940. Börn Kristínar og Friðbjarnar:<br> 1. Anna Friðbjörnsdóttir, f. 2. desember 1957, d. 12. maí 1990 í Eyjum. Fyrrum sambúðarmaður henna...) |
m (Verndaði „Kristjana Friðbjörnsdóttir“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn))) |
(Enginn munur)
|
Núverandi breyting frá og með 14. júní 2023 kl. 14:39
Kristjana Friðbjörnsdóttir sjúkraliði fæddist 20. ágúst 1959 í Eyjum.
Foreldrar hennar voru Friðbjörn Kristjánsson matreiðslumeistari í Reykjavík, f. 27. september 1939, d. 9. febrúar 2022, og Kristín Ósk Óskarsdóttir frá Hólnum við Landagötu 18, húsfeyja, f. 14. október 1940.
Börn Kristínar og Friðbjarnar:
1. Anna Friðbjörnsdóttir, f. 2. desember 1957, d. 12. maí 1990 í Eyjum. Fyrrum sambúðarmaður hennar Magnús Gunnarsson.
2. Kristjana Friðbjörnsdóttir, f. 20. ágúst 1959 á Boðaslóð 27 í Eyjum. Maður hennar Páll Garðar Andrésson, látinn.
3. Óskar Friðbjörnsson, f. 23. janúar 1962 í Reykjavík. Kona hans Sigurbára Sigurðardóttir.
4. Hrafn Franklín Friðbjörnsson, f. 8. febrúar 1965 í Eyjum, d. 28. júní 2009. Fyrrum kona hans Ágústa Þóra Johnson.
Kristjanna var með foreldrum sínum.
Hún varð sjúkraliði í Fjölbrautarskólanum í Breiðholti 1994.
Kristjana vann á Landspítalanum 1994-1996, var skrifstofumaður á Skráningarstofunni hf. um skeið, en síðan sjúkraliði hjá Eir.
Þau Páll Garðar giftu sig 1983, eignuðust tvö börn.
Páll lést af slysförum 1997.
I. Maður Kristjönu, (20. ágúst 1983), var Páll Garðar Andrésson stýrimaður á Dísarfellinu, f. 22. desember 1958, d. 10. mars 1997. Foreldrar hans Magnús Andrés Gíslason sjómaður, stýrimaður, f. 17. júní 1926, d. 21. október 2015, og Valgerður Hrefna Gísladótir verslunarmaður, f. 22. febrúar 1927, d. 26. júlí 2020.
Börn þeirra:
1. Friðbjörn Pálsson vörustjóri, f. 5. júní 1982.
2. Elísa Pálsdóttir sálfræðingur, f. 19. apríl 1988. Barnsfaðir hennar Suhey Akkurt.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.
- Kristjana.
- Morgunblaðið 18. mars 1997. Minning Páls Garðars.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.