„Hulda Dóra Jóhannsdóttir“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
(Ný síða: thumb|200px|''Hulda Dóra Jóhannsdóttir. '''Hulda Dóra Jóhannsdóttir''' húsfreyja, bókavörður fæddist 25. nóvember 1943 á Miðstræti 4 og lést 13. júní 2006.<br> Foreldrar hennar voru Jóhann Óskar Alexis Ágústsson (Alli rakari), hárskeri, sjómaður, f. 30. október 1915, d. 3. janúar 2000, og kona hans Kristjana Pálína Sveinbjörnsdóttir, húsfreyja, f. 9. mars 1913, d. 22. apríl 1986. Bör...)
 
m (Verndaði „Hulda Dóra Jóhannsdóttir“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
 
(Enginn munur)

Núverandi breyting frá og með 6. maí 2023 kl. 10:48

Hulda Dóra Jóhannsdóttir.

Hulda Dóra Jóhannsdóttir húsfreyja, bókavörður fæddist 25. nóvember 1943 á Miðstræti 4 og lést 13. júní 2006.
Foreldrar hennar voru Jóhann Óskar Alexis Ágústsson (Alli rakari), hárskeri, sjómaður, f. 30. október 1915, d. 3. janúar 2000, og kona hans Kristjana Pálína Sveinbjörnsdóttir, húsfreyja, f. 9. mars 1913, d. 22. apríl 1986.

Börn Kristjönu og Jóhanns:
1. Guðrún Viktoría, fædd 22. nóvember 1939.
2. Hulda Dóra, fædd 25. nóvember 1943, dáin 13. júní 2006.

Hulda Dóra var með foreldrum sínum, í Bjarma og á Rafnseyri, flutti með þeim í Kópavog um fermingu.
Hún nam við Gagnfræðaskólann í Eyjum, síðan í Gagnfræðaskóla Kópavogs.
Hulda Dóra vann ýmis störf, en vann í 17 ár hjá Bókasafni Hafnarfjarðar.
Þau Sigurður giftu sig 1962, eignuðust þrjú börn.
Hulda Dóra lést 2006.

I. Maður Huldu Dóru, (6. október 1962), er Sigurður Jóhannsson bryti frá Hafnarfirði, f. 18. janúar 1943. Foreldrar hans voru Jóhann Lárusson múrarameistari, f. 26. ágúst 1920, d. 5. mars 2005, og kona hans Steinþóra Þ. Guðlaugsdóttir húsfreyja, f. 15. júlí 1924, d. 9. febrúar 2016.
Börn þeirra:
1. Steinþóra Sigurðardóttir hárgreiðslukona, ferðaráðgjafi, f. 26. október 1961. Fyrrum maður hennar Ásmundur Ingvarsson.
2. Bryndís Sigurðardóttir hótelstýra, f. 18. desember 1962. Fyrrum maður hennar Eysteinn Búi Erlendsson.
3. Jóhann Páll Sigurðsson matreiðslumaður, f. 14. desember 1972. Sambúðarkona hans Áslaug Helgadóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.