„Jón Guðrúnarson“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
 
(1 millibreyting ekki sýnd frá sama notandanum)
Lína 10: Lína 10:
*Manntöl.
*Manntöl.
*Prestþjónustubækur.}}
*Prestþjónustubækur.}}
{{Æviskrár Víglundar Þórs}}
[[Flokkur: Vinnumenn]]
[[Flokkur: Vinnumenn]]
[[Flokkur: Fólk fætt á 19. öld]]
[[Flokkur: Fólk fætt á 19. öld]]
Lína 19: Lína 20:
[[Flokkur: Íbúar á Vilborgarstöðum]]
[[Flokkur: Íbúar á Vilborgarstöðum]]
[[Flokkur: Íbúar á Vesturhúsum]]
[[Flokkur: Íbúar á Vesturhúsum]]
[[Flokkur: Íbúar Löndum]]
[[Flokkur: Íbúar á Löndum]]
[[Flokkur: Íbúar í Vanangri]]
[[Flokkur: Íbúar í Vanangri]]
[[Flokkur: Íbúar í Kokkhúsi]]
[[Flokkur: Íbúar í Kokkhúsi]]

Núverandi breyting frá og með 13. febrúar 2023 kl. 14:28

Jón Guðrúnarson Jónsson vinnumaður fæddist 13. nóvember 1843 og lést 6. maí 1876.
Móðir hans var Guðrún Guðmundsdóttir frá Steinmóðshúsi, f. 25. ágúst 1822, og Jón Jónsson, þá vinnumaður í Ólafshúsum. Jón neitaði faðernini. Jón yngri var því nefndur Guðrúnarson eða Guðrúnarson Jónsson í sóknarmannatölum, en þó stundum Jón Jónsson..

Jón var á fyrsta ári með móður sinni í Steinmóðshúsi 1843. Hann var þriggja ára með móður sinni hjá Sighvati Þóroddssyni ekkli í Helgahjalli 1845, með móður sinni hjá Elínu ömmu sinni í Steinmóðshúsi 1847-1853, með vinnukonunni móður sinni á Oddsstöðum 1854, með henni í Steinmóðshúsi 1855 og 1856, 14 ára hjá Elínu ömmu sinni 1857 og enn 1865.
Hann var vinnumaður í Garðinum 1867, vinnumaður á Vilborgarstöðum 1870, á Vesturhúsum 1871, á Löndum 1872, í Vanangri 1873 og 1874, í Kokkhúsi 1875.
Jón var ókvæntur og barnlaus.
Hann lést 1876 „af völdum ofdrykkju“.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.