„Nanna Einarsdóttir (Vesturhúsum)“: Munur á milli breytinga
(Ný síða: thumb|200px|''Nanna Helgadóttir. '''Nanna Einarsdóttir''' frá Vesturhúsum, fiskiðnaðarkona, leikskólaleiðbeinandi fæddist þar 20. febrúar 1957 og lést 31. desember 2022 á sjúkrahúsinu á Akranesi.<br> Foreldrar hennar Einar Ragnarsson frá Stykkishólmi, sjómaður, vélstjóri, bifvélavirki, f. 4. febrúar 1932, d. 29. júlí 2013, og kona hans Rósa Helgadóttir (Vesturhúsum)|Guðmunda...) |
m (Verndaði „Nanna Einarsdóttir (Vesturhúsum)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn))) |
(Enginn munur)
|
Núverandi breyting frá og með 25. janúar 2023 kl. 15:40
Nanna Einarsdóttir frá Vesturhúsum, fiskiðnaðarkona, leikskólaleiðbeinandi fæddist þar 20. febrúar 1957 og lést 31. desember 2022 á sjúkrahúsinu á Akranesi.
Foreldrar hennar Einar Ragnarsson frá Stykkishólmi, sjómaður, vélstjóri, bifvélavirki, f. 4. febrúar 1932, d. 29. júlí 2013, og kona hans Guðmunda Rósa Helgadóttir frá Vesturhúsum-vestri, húsfreyja, f. 21. mars 1936.
Börn Rósu og Einars:
1. Drengur, f. 21. apríl 1955, d. skömmu eftir fæðingu.
2. Nanna Einarsdóttir starfsmaður í leikskóla, f. 20. febrúar 1957, d. 31. desember 2022.
3. Ragnar Hinrik Einarsson húsasmiður, starfsmaður í álveri, f. 16. júlí 1960. Maki hans Ása Valdís Ásgeirsdóttir.
4. Hafþór Helgi Einarsson húsasmiður, f. 16. ágúst 1966. Maki hans Guðrún Heiðarsdóttir.
5. Sólveig Einarsdóttir verslunarstjóri, f. 9. ágúst 1972. Maki hennar Guðmundur Leifur Kristjánsson.
Nanna var með foreldrum sínum í æsku, flutti með þeim til Stykkishólms.
Hún nam við Húsmæðraskólann á Laugarvatni.
Nanna vann ýmis störf, m.a. við fiskiðnað, á hóteli og á Dvalarheimili aldraðra í Stykkishólmi, en lengst var hún leiðbeinandi á leikskóla eða 38 ár. Hún fékkst mikið við hannyrðir og listir ýmsar.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.
- Morgunblaðið 14. janúar 2023. Minning.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.