„Kristjana Elísabet Kristjánsdóttir“: Munur á milli breytinga
(Ný síða: '''Kristjana Elísabet Kristjánsdóttir''' ráðskona fæddist 1. ágúst 1897 á Innra-Leiti á Skógarströnd, Snæf. og lést 29. júlí 1946.<br> Foreldrar hennar voru Kristján Gunnlaugsson bóndi, f. 14. júlí 1858, d. 16. maí 1918, og kona hans Guðrún Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 1865, d. 31. október 1899. Móðir Kristjönu lést, er Kristjana var tveggja ára.<br> Hún var á Innra-Leiti 1901 og 1910. Hún flutti til Eyja 1925 úr Reykjavík, var ráðskona...) |
m (Verndaði „Kristjana Elísabet Kristjánsdóttir“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn))) |
(Enginn munur)
|
Núverandi breyting frá og með 27. desember 2022 kl. 19:42
Kristjana Elísabet Kristjánsdóttir ráðskona fæddist 1. ágúst 1897 á Innra-Leiti á Skógarströnd, Snæf. og lést 29. júlí 1946.
Foreldrar hennar voru Kristján Gunnlaugsson bóndi, f. 14. júlí 1858, d. 16. maí 1918, og kona hans Guðrún Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 1865, d. 31. október 1899.
Móðir Kristjönu lést, er Kristjana var tveggja ára.
Hún var á Innra-Leiti 1901 og 1910. Hún flutti til Eyja 1925 úr Reykjavík, var ráðskona hjá Lárusi 1927, bústýra 1940, skráð húsfreyja hjá honum 1945.
Þau Lárus eignuðust andvana dreng 1931. Með þeim voru fósturbörn á ýmsum skeiðum, en elst og lengst var Kristín Vestmann Valdimarsdóttir, síðar húsfreyja á Gunnarshólma, f. 23. júlí 1926, d. 29. desember 1993, gift Þorsteini Jónssyni, verslunarmanni. Þar var einnig í fóstri Kolbrún Vestmann Jónsdóttir, f. 10. júní 1928. Hún var fósturbarn hjá þeim 1930, en lést 1931. Munda Guðrún Ólafsdóttir, f. 1933 og Theodór Ragnar Einarsson, f. 1937 voru þar 1940 og 1945.
Kristjana lést 1946 og Lárus 1957.
I. Sambúðarmaður Kristönu Elísabetar var Lárus Halldórsson bóndi, útgerðarmaður, fiskkaupandi, verkamaður frá Rauðafelli u. Eyjafjöllum, f. 18. febrúar 1873, d. 11. apríl 1957.
Barn þeirra var
1. Andvana drengur, f. 18. maí 1931 á Gunnarshólma.
Fósturbörn þeirra voru:
2. Kristín Vestmann Valdimarsdóttir, f. 23. júlí 1926, d. 29. desember 1993.
3. Kolbrún Vestmann Jónsdóttir, f. 10. júní 1928, d. 29. júní 1931.
4. Munda Guðrún Ólafsdóttir, f. 12. ágúst 1933, d. 17. janúar 2015.
5. Theodór Ragnar Einarsson, f. 24. apríl 1937, d. 12. nóvember 2002.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.is.
- Manntöl.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.