„Gunnar Kristinn Alfreðsson“: Munur á milli breytinga
(Ný síða: thumb|200px|''Gunnar Kristinn Alfreðsson. '''Gunnar Kristinn Alfreðsson''' sjómaður, trillukarl, lyftingameistari fæddist 3. júlí 1940 á Húsavík og lést 8. maí 2003.<br> Foreldrar hans voru Alfreð Friðgeirsson sjómaður, f. 14. júlí 1908 á Húsavík, d. 26. janúar 1993, og kona hans Sólrún Jónasdóttir húsfreyja, f. 5. febrúar 1910 á Sílalæk í Aðaldal, S.-Þing., d. 11. október 1986. Gunnar var með foreldru...) |
m (Verndaði „Gunnar Kristinn Alfreðsson“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn))) |
(Enginn munur)
|
Núverandi breyting frá og með 17. desember 2022 kl. 13:42
Gunnar Kristinn Alfreðsson sjómaður, trillukarl, lyftingameistari fæddist 3. júlí 1940 á Húsavík og lést 8. maí 2003.
Foreldrar hans voru Alfreð Friðgeirsson sjómaður, f. 14. júlí 1908 á Húsavík, d. 26. janúar 1993, og kona hans Sólrún Jónasdóttir húsfreyja, f. 5. febrúar 1910 á Sílalæk í Aðaldal, S.-Þing., d. 11. október 1986.
Gunnar var með foreldrum sínum á Húsavík, flutti með þeim til Reykjavíkur 1956. Hann æfði lyftingar og varð margfaldur Íslandsmeistari og átti Norðurlandamet í 8 ár.
Hann flutti með Sigrúnu til Eyja 1970, vann þar ýmis störf ásamt sjómennsku. Hann átti lengi trillu og gerði hana út.
Þau fluttu til Hafnarfjarðar 1985, þar sem Gunnar vann hjá Jónum hf. í 12 ár, en vann síðustu sjö árin hjá Hagvögnum þar.
Hann eignaðist barn með Kristjönu Margréti 1967.
Þau Sigrún giftu sig 1975, eignuðust ekki barn saman, en hún átti eitt barn áður.
Gunnar lést 2003 og Sigrún 2008.
I. Barnsmóðir Gunnars var Kristjana Margrét Friðgeirsdóttir, f. 21. ágúst 1950, d. 25. janúar 2016.
Barn þeirra:
1. Guðrún Magnea Gunnarsdóttir, f. 8. ágúst 1967. Hún var fóstruð hjá föðurforeldrum sínum, Alfreð og Sólrúnu.
II. Kona Gunnars var Sigrún Sigurðardóttir fiskiðnaðarkona, f. 1. júlí 1944, d. 30. nóvember 2008.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.
- Morgunblaðið 20. maí 2003. Minning.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.