Sigrún Sigurðardóttir (verkakona)
Sigrún Sigurðardóttir húsfreyja, fiskiðnaðarkona fæddist 1. júlí 1944 á Ísafirði og lést 30. nóvember 2008.
Foreldrar hennar voru Sigurður Guðmundur Líkafrónsson, f. 27. febrúar 1912, d. 26. október 1989, og Hallfríður Jóhannesdóttir, f. 10. september 1903, d. 11. október 1988.
Sigrún var með foreldrum sínum í æsku, flutti með þeim til Hafnarfjarðar 1950.
Hún lauk gagnfræðaprófi í Gagnfræðaskólanum í Flensborg 1961 og sótti síðar nám í Fiskvinnsluskólanum.
Sigrún æfði sund hjá Sundfélagi Hafnarfjarðar, átti mörg met í bringusundi, bæði félagsmet og Íslandsmet. Hún var fyrst Hafnfirðinga til að setja Íslandsmet í sundi og var valin sunddrottning Hafnafjarðar í 4 ár.
Hún afgreiddi í mjólkurbúðinni við lækinn í Hafnarfirði, síðar vann hún í Vinnslustöðinni í Eyjum.
Sigrún eignaðist barn með Bjarna 1965.
Þau Gunnar giftu sig 1975, eignuðust ekki börn saman, en Gunnar hafði áður eignast barn.
Þau fluttu til Eyja 1970 og til Hafnarfjarðar 1985.
Gunnar lést 2003 og Sigrún 2008.
I. Barnsfaðir Sigrúnar er Bjarni Þórarinn Bjarnason, f. 7. október 1942.
Barn þeirra:
1. Sigurður Halldór Bjarnason, f. 15. janúar 1965. Kjörmóðir hans er Sigríður Ólafsdóttir, f. 18. mars 1946. Kona Sigurðar Halldórs er Ágústa Árnadóttir.
II. Maður Sigrúnar (1975), var Gunnar Kristinn Alfreðsson frá Húsavík, sjómaður, verkamaður, f. 3. júlí 1940, d. 8. maí 2003.
Þau voru barnlaus saman.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.
- Morgunblaðið 5. desember 2008. Minning.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.