„Guðrún Jóhannesdóttir (Bergholti)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
(Ný síða: '''Guðrún Jóhannesdóttir''' frá Sveinungavík í N.-Múl., húsfreyja fæddist þar 31. júlí 1862 og lést 13. desember 1938 í Bergholti við Vestmannabraut 67.<br> Foreldrar hennar voru Jóhannes Jónsson húsmaður í Sveinungavík, síðar bóndi á Ormarslóni og Leirlæk, f. 1831, d. 27. apríl 1894, og kona hans Þórunn Þorsteinsdóttir húsfreyja, f. 1837, d. 28. júní 1898. Bróðir Guðrúnar var<br> 1. Einar Friðsteinn Jóhannesson á [...)
 
m (Verndaði „Guðrún Jóhannesdóttir (Bergholti)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
 
(Enginn munur)

Núverandi breyting frá og með 25. ágúst 2022 kl. 10:31

Guðrún Jóhannesdóttir frá Sveinungavík í N.-Múl., húsfreyja fæddist þar 31. júlí 1862 og lést 13. desember 1938 í Bergholti við Vestmannabraut 67.
Foreldrar hennar voru Jóhannes Jónsson húsmaður í Sveinungavík, síðar bóndi á Ormarslóni og Leirlæk, f. 1831, d. 27. apríl 1894, og kona hans Þórunn Þorsteinsdóttir húsfreyja, f. 1837, d. 28. júní 1898.

Bróðir Guðrúnar var
1. Einar Friðsteinn Jóhannesson á Gilsbakka, f. 5. desember 1867, d. 23. september 1947.

Þau Jóhannes giftu sig 1896, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu í Miðfirði og Miðfjarðarnesi í Skeggjastaðasókn í N.-Múl.
Jóhannes lést 1902.
Guðrún var vinnuhjú hjá Einari Friðsteini bróður sínum í Viðvík í Skeggjastaðasókn 1910, flutti til Eyja 1924, bjó í Sigtúni með Marinó syni sínum 1930 og hjá honum og Guðrúnu í Bergholti 1934.
Guðrún lést 1938 í Bergholti.

I. Maður Guðrúnar, (16. júní 1896), var Jóhannes Jakobsson frá Gunnarsstöðum í Skeggjastaðasókn, N.-Múl., bóndi þar, f. 1. júní 1864, d. 18. mars 1902. Foreldrar hans voru Jakob Jónasson, f. 10. september 1838, d. 11. apríl 1907, og kona hans Þórdís Jósefsdóttir húsfreyja, f. 14. júlí 1839, d. 25. ágúst 1913.
Börn þeirra:
1. Jónas Jóhannesson bóndi, f. 29. september 1899, d. 21. apríl 1969.
2. Þórdís Kristín Jóhannesdóttir, fór til Vesturheims, f. 14. desember 1897, d. 21. janúar 1958.
3. Einar Marinó Jóhannesson sjómaður, bátsformaður, trillukarl, f. 10. ágúst 1901, d. 18. september 1955.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.