„Ragnheiður Sveinsdóttir (Háagarði)“: Munur á milli breytinga
Ekkert breytingarágrip |
Ekkert breytingarágrip |
||
(1 millibreyting ekki sýnd frá sama notandanum) | |||
Lína 29: | Lína 29: | ||
[[Flokkur: Íbúar í Háagarði]] | [[Flokkur: Íbúar í Háagarði]] | ||
[[Flokkur: Íbúar á Kirkjubæ]] | [[Flokkur: Íbúar á Kirkjubæ]] | ||
[[Flokkur: Íbúar í | [[Flokkur: Íbúar í Uppsölum-efri]] |
Núverandi breyting frá og með 2. júní 2022 kl. 17:52
Ragnheiður Sveinsdóttir frá Háagarði, húsfreyja í Uppsölum, fæddist 10. ágúst 1856 og lést 27. febrúar 1916.
Foreldrar hennar voru Sveinn Sveinsson sjávarbóndi í Háagarði, f. 26. desember 1825, drukknaði 30. mars 1859, og kona hans Valgerður Sigurðardóttir húsfreyja, f. 31. ágúst 1822, d. 3. febrúar 1894.
Systkini Ragnheiðar í Eyjum voru:
1. Jósef Sveinsson sjómaður, f. 9. júní 1848, drukknaði 26. febrúar 1869 í Útilegunni miklu.
2. Sigríður Sveinsdóttir vinnukona, f. 18. júní 1849, d. 2. september 1925.
3. Björg Sveinsdóttir húsfreyja, f. 11. mars 1852, fór til Vesturheims.
Ragnheiður var með ekkjunni móður sinni í Háagarði 1860 og 1870, vinnukona hjá sýslumanni í Uppsölum 1880, húsfreyja á Kirkjubæ 1887, í Uppsölum 1890 og síðan til dd.
Hjá þeim Sigmundi var lengi Sigríður Sveinsdóttir vinnukona, systir Ragnheiðar, f. 18. júní 1849, d. 20. september 1925.
Valgerður móðir Ragnheiðar var einnig hjá þeim Sigmundi síðustu árin.
Þau Sigmundur byggðu húsið að Faxastíg 7b, Uppsali-efri árið 1913.
Ragnheiður lést 1916.
Maður hennar, (13. nóvember 1886), var Sigmundur Finnsson útvegsbóndi í Uppsölum, f. 6. mars 1859 í Álftagróf í Mýrdal, d. 16. janúar 1942.
Börn þeirra voru:
1. Guðmundur Sveinn Sigmundsson, f. 3. maí 1887 á Kirkjubæ, d. 30. maí 1887.
2. Finnur Jósef Sigmundsson verkamaður, f. 29. janúar 1889 í Uppsölum, d. 25. ágúst 1966, kvæntur Þórunni Soffíu Einarsdóttur húsfreyju.
3. Lárus Mikael Pálmi Sigmundsson, f. 26. október 1890, d. 1. mars 1891.
4. Guðrún Sigmundsdóttir húsfreyja í Uppsölum, f. 20. október 1892, d. 14. desember 1975, gift Vilhjálmi Tómassyni útgerðarmanni og sjómanni.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.is.
- Manntöl.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.