„Yngvi Þórir Árnason“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
 
Lína 1: Lína 1:
[[Mynd:Yngvi Torir Arnason.jpg|thumb|200px|''Yngvi Þórir Árnason.]]
'''Yngvi Þórir Árnason''' prestur fæddist 17. september 1916 í Reykjavík og lést 4. febrúar 1991.<br>
'''Yngvi Þórir Árnason''' prestur fæddist 17. september 1916 í Reykjavík og lést 4. febrúar 1991.<br>
Foreldrar hans voru Bjarni Ívarsson bókbindari í Reykjavík, f. 14. ágúst 1885, d. 30. ágúst 1965, og kona hans Ragnheiður Magnúsdóttir Blöndal, f. 17. október 1886, d. 22. apríl 1965.<br>
Foreldrar hans voru Bjarni Ívarsson bókbindari í Reykjavík, f. 14. ágúst 1885, d. 30. ágúst 1965, og kona hans Ragnheiður Magnúsdóttir Blöndal, f. 17. október 1886, d. 22. apríl 1965.<br>

Núverandi breyting frá og með 31. maí 2022 kl. 20:54

Yngvi Þórir Árnason.

Yngvi Þórir Árnason prestur fæddist 17. september 1916 í Reykjavík og lést 4. febrúar 1991.
Foreldrar hans voru Bjarni Ívarsson bókbindari í Reykjavík, f. 14. ágúst 1885, d. 30. ágúst 1965, og kona hans Ragnheiður Magnúsdóttir Blöndal, f. 17. október 1886, d. 22. apríl 1965.
Kjörforeldrar Yngva voru Árni Gíslason frá Stakkagerði, verslunarmaður, hafnargjaldkeri, kaupmaður, f. 2. mars 1889, d. 8. september 1957, og kona hans Sigurbjörg Sigurðardóttir frá Hólalandi í Borgarfirði eystra, húsfreyja, f. 1. október 1883, d. 25. janúar 1967.

Yngvi Þórir var með fósturforeldrum sínum í Frydendal 1920, varð kjörbarn þeirra, bjó með þeim í Stakkagerði 1930. Þau fluttu til Reykjavíkur 1936.
Hann varð stúdent í Menntaskólanum í Reykjavík 1938, lauk embættisprófi í guðfræði í Háskóla Íslands 1944, var við framhaldsnám í samstæðilegri guðfræði og kirkjusögu í Kaupmannahafnarháskóla veturinn 1952-1953.
Yngvi Þór var settur til predikunarstarfs í Sandfellsprestakalli í Öræfum sumarið 1942. Hann var settur sóknarprestur í Árnesprestakalli í Strandasýslu 18. júní 1944 og veitt það prestakall 16. nóv. 1944 frá fardögum 1945 að telja. Hann varð sóknarprestur í Prestsbakkaprestakalli í Hrútafirði í júní 1948. Aukaþjónustu veitti hann í Staðarprestakalli í Steingrímsfirði og Árnesprestakalli um mánaðartíma 1948, í Óspakseyrarsókn frá 1. júní 1951, en sú sókn var sameinuð Prestsbakkaprestakalli með lögum frá 1950.
Hann var formaður skólanefndar Árnesskólahverfis 1944-1948 og Bæjarskólahverfis 1949-1962, prófdómari við Reykjaskóla í Hrútafirði var hann árum saman.
Þau Guðrún Jóhanna giftu sig 1945, eignuðust tíu börn, þar af eina þríbura. Þau bjuggu síðast við Reynigrund 39 í Kópavogi.
Yngvi Þórir lést 1991 og Guðrún Jóhanna 2022.

I. Kona Yngva Þóris, (10. nóvember 1945), var Guðrún Jóhanna Helgadóttir húsfreyja, f. 7. september 1927 í Keflavík, d. 6. febrúar 2022. Foreldrar hennar voru Helgi Guðmundsson læknir í Keflavík, f. 3. ágúst 1891 á Bergsstöðum í Svartárdal, A-Hún., d. 29. apríl 1949 á Vífilsstöðum í Garðahreppi, og kona hans Sigurbjörg Hulda Matthíasdóttir húsfreyja, hjúkrunarfræðingur, f. 14. september 1891 í Haukadal í Dýrafirði, V-Ís., d. 8. ágúst 1968.
Börn þeirra:
1. Árni Yngvason flugmaður, f. 27.4. 1946. Kona hans Sigrún Bergmann Baldursdóttir.
2. Helgi Yngvason flugmaður í Seattle í Bandaríkjunum, f. 30. september 1947. Kona hans Rosa Irene Yngvason.
3. Ragnheiður Yngvadóttir húsfreyja í Danmörku, f. 30. september 1947. Fyrrum maður hennar Pálmi Jóhannesson.
4. Gísli Jóhann Yngvason stýrimaður, f. 30. september 1947, fórst í sjóslysi í Alaska 31. júlí 1979. Kona hans Rumpaipun Jeannie Yngvason.
5. Sigurbjörg Yngvadóttir húsfreyja í Danmörku, f. 18. apríl 1949. Maður hennar Tore Gomo.
6. Eysteinn Þórir Yngvason vélstjóri í Reykjavík, f. 8. maí 1955. Kona hans Bergljót Viktorsdóttir.
7. Ingibjörg Hulda Yngvadóttir jarðeðlisfræðingur, f. 14. apríl 1958. Maður hennar Ingvar Magnússon.
8. Guðmundur Bjarni Yngvason rafvirki, f. 4. mars 1961. Barnsmóðir hans Áslaug Björgvinsdóttir. Kona hans Halldóra Sólbjartsdóttir.
9. Magnús Þórir Yngvason iðnrekstarfræðingur, f. 20. apríl 1965. Kona hans Heiða Helga Helgadóttir.
10. Þórdís Hadda Yngvadóttir í Kópavogi, viðskiptafræðingur, MBA-rekstrarfræðingur, f. 5. maí 1970. Barnsfaðir Ketill Sigurjónsson.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Morgunblaðið 14. febrúar 1991. Minning Yngva Þóris, og 28. febrúar 2022. Minning Jóhönnu.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.