„Einar Albert Sverrisson“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
(Ný síða: '''Einar Albert Sverrisson''' rafmagnstæknifræðingur fæddist 27. október 1958 á Hilmisgötu 1.<br> Foreldrar hans voru Sverrir Einarsson tannlæknir, f. 20. nóvember 1927 í Reykjavík, d. 7. janúar 2015, og fyrri kona hans Ingibjörg Albertsdóttir húsfreyja, f. 22. desember 1929 í Reykjavík, d. 19. júní 1981. Einar var með foreldrum sínum í æsku, á Hilmisgötu 1 og Ásavegi 31.<br> Hann læ...)
 
Ekkert breytingarágrip
 
(1 millibreyting ekki sýnd frá sama notandanum)
Lína 1: Lína 1:
[[Mynd:Einar Albert Sverrisson.JPG|thumb|200px|''Einar Albert Sverrisson.]]
'''Einar Albert Sverrisson''' rafmagnstæknifræðingur fæddist 27. október 1958 á [[Hilmisgata|Hilmisgötu 1]].<br>
'''Einar Albert Sverrisson''' rafmagnstæknifræðingur fæddist 27. október 1958 á [[Hilmisgata|Hilmisgötu 1]].<br>
Foreldrar hans voru [[Sverrir Einarsson (tannlæknir)|Sverrir Einarsson]] tannlæknir, f. 20. nóvember 1927 í Reykjavík, d. 7. janúar 2015, og fyrri kona hans [[Ingibjörg Albertsdóttir]] húsfreyja, f. 22. desember 1929 í Reykjavík, d. 19. júní 1981.
Foreldrar hans voru [[Sverrir Einarsson (tannlæknir)|Sverrir Einarsson]] tannlæknir, f. 20. nóvember 1927 í Reykjavík, d. 7. janúar 2015, og fyrri kona hans [[Ingibjörg Albertsdóttir]] húsfreyja, f. 22. desember 1929 í Reykjavík, d. 19. júní 1981.

Núverandi breyting frá og með 15. maí 2022 kl. 13:28

Einar Albert Sverrisson.

Einar Albert Sverrisson rafmagnstæknifræðingur fæddist 27. október 1958 á Hilmisgötu 1.
Foreldrar hans voru Sverrir Einarsson tannlæknir, f. 20. nóvember 1927 í Reykjavík, d. 7. janúar 2015, og fyrri kona hans Ingibjörg Albertsdóttir húsfreyja, f. 22. desember 1929 í Reykjavík, d. 19. júní 1981.

Einar var með foreldrum sínum í æsku, á Hilmisgötu 1 og Ásavegi 31.
Hann lærði rafvirkjun í Iðnskólanum í Reykjavík, lauk sveinsprófi 1980. Meistari hans var Siguroddur Magnússon. Hann varð tæknifræðingur í Árósum í Danmörku 1985.
Einar vann hjá tæknideild Atlantis hf., síðar hjá tölvudeild Heimilistækja í 7-8 ár, stofnaði þá og rak skamma stund auglýsingastofuna Gott og gilt. Þá vann hann hjá E.J.S. í 5-6 ár, varð forstöðumaður hjá Nýherja í 5-6 ár, þá var hann tæknimaður hjá Kaupþingi, þá hjá Deloitte, en hefur verið kennari í Tækniskólanum síðustu árin.
Þau Ásthildur Dóra giftu sig 1977, eignuðust tvö börn.

I. Kona Einars, (12. febrúar 1977), er Ásthildur Dóra Bærings Kristjánsdóttir tannfræðingur, f. 27. maí 1958 í Reykjavík. Foreldrar hennar voru Kristján Ómar Kristjánsson forstjóri í Reykjavík, f. 30. ágúst 1933 á Ísafirði, d. 27. júní 2003, og kona hans Kolbrún Bærings Halldórsdóttir verkstjóri, f. 27. október 1936 á Patreksfirði, d. 11. mars 2017.
Börn þeirra:
1. Sverrir Einarsson grafískur hönnuður, lærir nú félagsráðgjöf, f. 7. nóvember 1978. Barnsmæður hans Birna Kristín Jónsdóttir og Ólöf Sverrisdóttir. Sambúðarkona hans Kolbrún Kristjánsdóttir.
2. Sigrún Einarsdóttir flugfreyja, er í námi í félagsfræði, f. 20. desember 1984. Maður hennar Ingólfur Ragnar Ingólfsson.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Einar.
  • Íslendingabók.
  • Prestþjónustubækur.
  • Rafvirkjatal. Ritstjóri: Þorsteinn Jónsson, Gunnar Guðmundsson og fleiri. Þjóðsaga hf. 1995.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.