„Þórður Sigurðsson (Varmadal)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
(Ný síða: '''Þórður Sigurðsson''' í Varmadal, sjómaður í Klöpp og Skuld á Stokkseyri, síðar verkamaður í Varmadal fæddist 28. ágúst 1859 í Háfi í Holtum og l...)
 
Ekkert breytingarágrip
 
(2 millibreytingar ekki sýndar frá sama notandanum)
Lína 15: Lína 15:
3. [[Páll Þórðarson (Varmadal)|Páll Þórðarson]] sjómaður, verkamaður í Varmadal, síðar kyndari á Akureyri f. 3. október 1903 Klöpp á Stokkseyri, d. 19. maí 1992. <br>
3. [[Páll Þórðarson (Varmadal)|Páll Þórðarson]] sjómaður, verkamaður í Varmadal, síðar kyndari á Akureyri f. 3. október 1903 Klöpp á Stokkseyri, d. 19. maí 1992. <br>
4. Filippía Þórðardóttir, f. 25. desember 1904 í Klöpp á Stokkseyri, d. 10. júlí 1920.<br>
4. Filippía Þórðardóttir, f. 25. desember 1904 í Klöpp á Stokkseyri, d. 10. júlí 1920.<br>
5. Þorfnnur Þórðarson, f. 5. október 1907, d. 27. nóvember 1908.<br>
5. Þorfinnur Þórðarson, f. 5. október 1907, d. 27. nóvember 1908.<br>
6. Hinrik Andrés Þórðarson bóndi á Útverkum á Skeiðum, f. 13. apríl 1909 á Klöpp, d. 15. desember 1998.<br>
6. Hinrik Andrés Þórðarson bóndi á Útverkum á Skeiðum, f. 13. apríl 1909 á Klöpp, d. 15. desember 1998.<br>
7. Ágúst Þórðarson, f. 5. ágúst 1910, d. 10. mars 1911.<br>
7. Ágúst Þórðarson, f. 5. ágúst 1910, d. 10. mars 1911.<br>
8. [[Ingveldur Anna Þórðardóttir (Varmadal)|Ingveldur Anna Þórðardóttir, (Inga Þórðardóttir)]] húsfreyja, leikari, f. 21. október 1911 á Klöpp, d. 15. júlí 1973.  
8. [[Inga Þórðardóttir (leikkona)|Ingveldur Anna Þórðardóttir, (Inga Þórðardóttir)]] húsfreyja, leikari, f. 21. október 1911 á Klöpp, d. 15. júlí 1973.  
{{Heimildir|
{{Heimildir|
*Samantekt: [[Víglundur Þór Þorsteinsson]].  
*Samantekt: [[Víglundur Þór Þorsteinsson]].  

Núverandi breyting frá og með 7. desember 2021 kl. 11:30

Þórður Sigurðsson í Varmadal, sjómaður í Klöpp og Skuld á Stokkseyri, síðar verkamaður í Varmadal fæddist 28. ágúst 1859 í Háfi í Holtum og lést 19. júní 1941.
Foreldrar hans voru Sigurður Sigurðsson bóndi í Háfi, f. 23. febrúar 1790 í Kálfholtshjáleigu í Holtum, d. 18. október 1861 í Háfi, og síðari kona hans Ragnhildur Einarsdóttir húsfreyja, f. 19. febrúar 1831 í Borgartúni í Holtum, d. 25. janúar 1888 í Reykjavík.

Þórður var með foreldrum sínum í Háfi í Djúpárhreppi í Holtum 1860, tólf ára niðursetningur í Hellatúni í Ásahreppi í Holtum 1870, vinnumaður þar 1880.
Hann kvæntist Sæfinnu 1900, var húsbóndi í Klöpp í Stokkseyrarsókn 1901, sjómaður og landverkamaður í Klöpp 1910 með Sæfinnu og fimm börnum þeirra. Eiríkur Ásbjörnsson 17 ára háseti á þilskipi frá Reykjavík var hjú þar, en hann var sonur Sæfinnu, fæddur 1893.
Hjónin voru í Klöpp 1920 með börnin Pál og Ingveldi Önnu.
Þau fluttu til Eyja 1921 og bjuggu í Varmadal. Þau voru þar 1930 með börnin Pál og Ingveldi (Ingu). Hann var hjá Jónínu Þóru stjúpdóttur sinni á Heiðarhóli, (Brekastíg 16) 1940 og lést 1941, en Sæfinna bjó síðast hjá Eiríki syni sínum og lést 1961.

I. Barnsmóðir Þórðar var Guðný Jónsdóttir á Efra-Hvoli Jónssonar, vinnukona, f. 22. apríl 1859, d. 19. nóvember 1905.
Barn þeirra var
1. Sigurður Þórðarson bifreiðastjóri í Eyjum og Keflavík, f. 28. september 1895 í Árbæ í Holtum, d. 21. mars 1951.

II. Kona Þórðar, (18. desember 1900), var Sæfinna Jónsdóttir húsfreyja frá Útverkum á Skeiðum, f. 3. desember 1868, d. 18. apríl 1961. Þórður var síðari maður hennar.
Börn þeirra:
2. Ásta Þórðardóttir saumakona í Reykjavík, f. 22. ágúst 1901 í Klöpp á Stokkseyri, d. 25. janúar 1966.
3. Páll Þórðarson sjómaður, verkamaður í Varmadal, síðar kyndari á Akureyri f. 3. október 1903 Klöpp á Stokkseyri, d. 19. maí 1992.
4. Filippía Þórðardóttir, f. 25. desember 1904 í Klöpp á Stokkseyri, d. 10. júlí 1920.
5. Þorfinnur Þórðarson, f. 5. október 1907, d. 27. nóvember 1908.
6. Hinrik Andrés Þórðarson bóndi á Útverkum á Skeiðum, f. 13. apríl 1909 á Klöpp, d. 15. desember 1998.
7. Ágúst Þórðarson, f. 5. ágúst 1910, d. 10. mars 1911.
8. Ingveldur Anna Þórðardóttir, (Inga Þórðardóttir) húsfreyja, leikari, f. 21. október 1911 á Klöpp, d. 15. júlí 1973.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.
  • Víkingslækjarætt – niðjatal Guðríðar Eyjólfsdóttur og Bjarna Halldórssonar hreppstjóra. Pétur Zophoníasson og fleiri. Skuggsjá 1983.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.