„Þorsteinn Sigurðsson (Brekku)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
(Ný síða: '''Þorsteinn Sigurðsson''' á Brekku lausamaður, sjómaður, verkamaður fæddist 1877 og lést 8. desember 1903.<br> Foreldrar hans voru Sigurður Gunnlaugsson bóndi...)
 
m (Verndaði „Þorsteinn Sigurðsson (Brekku)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
 
(Enginn munur)

Núverandi breyting frá og með 7. júní 2021 kl. 11:43

Þorsteinn Sigurðsson á Brekku lausamaður, sjómaður, verkamaður fæddist 1877 og lést 8. desember 1903.
Foreldrar hans voru Sigurður Gunnlaugsson bóndi, f. 18. apríl 1841, d. 25. febrúar 1892, og bústýra hans Ingibjörg Árnadóttir, f. 25. október 1840, d. 25. september 1930.

Þorsteinn var með foreldrum sínum á Efra-Hvoli í Hvolhreppi, Rang. 1880, niðursetningur í Krosshjáleigu í A-Landeyjum 1890, var á Nesi í Norðfirði við fæðingu Pálínu 1895, lausamaður á Fögruvöllum 1901, lausamaður á Brekku 1903.
Hann eignaðist barn með Kristínu 1895.
Þorsteinn lést 1903.

Barnsmóðir Þorsteins var Kristín Sighvatsdóttir frá Vilborgarstöðum, vinnukona, síðar í Vesturheimi, f. 24. maí 1869.
Barn þeirra:
1. Pálína Friðrikka Þorsteinsdóttir húsfreyja í Odda á Reyðarfirði, síðar í Reykjavík, f. 3. ágúst 1895 á Krossstekk í Mjóafirði eystra, d. 13. september 1970.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.