„Gynda María Davidsen“: Munur á milli breytinga
(Ný síða: thumb|150px|''Gynda María Davidsen. '''Gynda María Davidsen''' frá Færeyjum, húsfreyja fæddist 26. ágúst 1923 í Haldarsvík þar og lést 28. janúa...) |
m (Verndaði „Gynda María Davidsen“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn))) |
(Enginn munur)
|
Núverandi breyting frá og með 30. mars 2021 kl. 15:54
Gynda María Davidsen frá Færeyjum, húsfreyja fæddist 26. ágúst 1923 í Haldarsvík þar og lést 28. janúar 2013 á Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja.
Foreldrar hennar voru Gutti Martin Davidsen, d. 1974 og Maren Katrína Davidsen, f. Andreasen, d. 1966.
Gynda kom til Eyja 1958, vann við fiskiðnað. Síðar var hún starfsmaður á leikskóla og vann við fiskiðnað.
Þau Bergþór giftu sig 1959, eignuðust tvö börn. Þau bjuggu á Hásteinsvegi 51. Frá 2006 dvöldu hjónin í Hraunbúðum.
Bergþór lést 2007 og Gynda 2013.
I. Maður Gyndu, (26. september 1959), var Bergþór Guðjónsson skipstjóri, útgerðarmaður.
Börn þeirra:
1. Sólrún Bergþórsdóttir húsfreyja, f. 15. desember 1959. Maður hennar Robert Hugo Blanco.
2. Guðrún Sigurbjörg Bergþórsdóttir húsfreyja, f. 28. júní 1965. Maður hennar Birgir Rögnvaldsson.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íbúaskrá Vestmannaeyja 1972.
- Morgunblaðið 9. febrúar 1959. Minning.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.