„Sigurborg Engilbertsdóttir“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
(Ný síða: '''Sigurborg Ólöf Engilbertsdóttir''' húsfreyja, verkakona fæddist 9. júlí 1944 á Sjúkrahúsinu.<br> Foreldrar hennar voru Engilbert Þorvaldsson sjómaður, fiskverkama...)
 
m (Verndaði „Sigurborg Engilbertsdóttir“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
 
(Enginn munur)

Núverandi breyting frá og með 5. mars 2021 kl. 13:50

Sigurborg Ólöf Engilbertsdóttir húsfreyja, verkakona fæddist 9. júlí 1944 á Sjúkrahúsinu.
Foreldrar hennar voru Engilbert Þorvaldsson sjómaður, fiskverkamaður, f. 11. október 1906 í Minniborg u. Eyjafjöllum, d. 26. september 2004, og kona hans Lára Bogadóttir húsfreyja, f. 10. desember 1910 í Flatey á Breiðafirði, d. 13. nóvember 1997.

Börn Láru og Engilberts:
1. Sigurborg Ólöf Engilbertsdóttir húsfreyja, f. 9. júlí 1944.
2. Guðbjörg Engilbertsdóttir húsfreyja, fiskiðnaðarkona, f. 31. desember 1950.

Sigurborg var með foreldrum sínum í æsku, á Heiðarvegi 28, Eyjarhólum við Hásteinsveg 20 1945, Hásteinsvegi 5 1950, í Stakkagerði-vestra og á Heiðarvegi 57 við Gos, síðar í Hrauntúni 18.
Hún vann við fiskiðnað.
Þau Eiður giftu sig 1971, eignuðust þrjú börn og fóstruðu Bryndísi dóttur Marínar.
Eiður Sævar lést 2000.

I. Maður Sigurborgar Ólafar, (31. desember 1971), var Eiður Sævar Marinósson sjómaður, vélstjóri, útgerðarmaður, f. 30. ágúst 1939, d. 15. desember 2000.
Börn þeirra:
1. Marín Eiðsdóttir verkakona, f. 6. nóvember 1962. Barnsfaðir Stefán Þorsteinsson. Fyrrum maður hennar Sigurður Ólafsson.
2. Engilbert Eiðsson sjómaður, f. 29. júní 1964, d. 11. mars 1984. Sambúðarkona hans Sólveig María Aðalbjörnsdóttir.
3. Berglind Eiðsdóttir verkakona, f. 16. nóvember 1974, d. 6. desember 2014. Barnsfaðir hennar Brynjar Smári Þorgeirsson. Barnsfaðir hennar Stefán Páll Páluson Kristjánsson.
Fósturbarn þeirra, barn Marínar er
4. Bryndís Stefánsdóttir, stundar mastersnám, f. 27. maí 1981. Fyrrum sambúðarmaður hennar Árni Gunnarsson.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íbúaskrá Vestmannaeyja 1972.
  • Íslendingabók.is.
  • Morgunblaðið 29. desember 2000. Minning Eiðs.
  • Prestþjónustubækur.
  • Sigurborg.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.