Lára Bogadóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Lára Bogadóttir húsfreyja fæddist 10. desember 1910 í Flatey á Breiðafirði og lést 13. nóvember 1997.
Foreldrar hennar voru Bogi Guðmundsson kaupmaður, smiður í Flatey, f. 21. janúar 1877, d. 20. maí 1965, og kona hans Sigurborg Ólafsdóttir húsfreyja, f. 7. september 1881, d. 24. september 1952.

Lára var með foreldrum sínum í æsku og enn 1943, er hún flutti til Eyja.
Þau Engilbert giftu sig 1943, eignuðust tvö börn. Þau bjuggu á Heiðarvegi 28, Eyjarhólum við Hásteinsveg 20 1945, Hásteinsvegi 5 1950, í Stakkagerði-vestra og á Heiðarvegi 57 við Gos og þar síðar til dánardægurs Láru.
Lára lést 1997 og Engilbert 2004 í Hraunbúðum.

I. Maður Láru, (1943), var Engilbert Þorvaldsson sjómaður, verkamaður, verkstjóri, f. 22. október 1906 í Minniborg u. Eyjafjöllum, d. 26. september 2004.
Börn þeirra:
1. Sigurborg Ólöf Engilbertsdóttir húsfreyja, fiskiðnaðarkona, f. 9. júlí 1944. Maður hennar Eiður Sævar Marinósson, látinn.
2. Guðbjörg Engilbertsdóttir húsfreyja, fiskiðnaðarkona, f. 31. desember 1950 á Hásteinsvegi 5. Maður hennar Jóhann Jónsson.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.