„Rútur Eyberg Björnsson“: Munur á milli breytinga
(Ný síða: '''Rútur Eyberg Björnsson''' frá Heiðarhól fæddist 28. desember 1917 á Rafnseyri og lést 23. janúar 1938.<br> Foreldrar hans voru Björn Sigurðsson (H...) |
m (Verndaði „Rútur Eyberg Björnsson“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn))) |
(Enginn munur)
|
Núverandi breyting frá og með 19. september 2020 kl. 12:04
Rútur Eyberg Björnsson frá Heiðarhól fæddist 28. desember 1917 á Rafnseyri og lést 23. janúar 1938.
Foreldrar hans voru Björn Sigurðsson útgerðarmaður frá Raufarfelli u. Eyjafjöllum, f. 8. október 1889, d. 17. september 1972, og kona hans Jónína Þóra Ásbjörnsdóttir, húsfreyja, f. 19. apríl 1896 á Blómsturvöllum á Eyrarbakka, d. 1. desember 1967.
Börn Jónínu Þóru og Björns:
1. Rútur Eyberg Björnsson, f. 28. desember 1917 á Rafnseyri, d. 23. janúar 1938 á Vífilsstöðum.
2. Eiríkur Björnsson vélvirki, f. 25.
júlí 1919 á Geithálsi, síðast á Selfossi, d. 26. maí 2001.
3. Filippía Fanney Björnsdóttir, f. 8. desember 1920 á Geirhálsi, d. 10. júní 1933 á Vífilsstöðum.
4. Sigurður Jakob Björnsson vikapiltur í Suður-Hvammi í Mýrdal, f. 18. júlí 1922 á Hvoli, d. 4. júní 1936 í Suður-Hvammi.
5. Ásbjörn Björnsson heildsali, forstjóri, f. 22. júlí 1924 í Varmadal, d. 22. mars 2009.
Rútur var með foreldrum sínum. Hann var með þeim á Rafnseyri 1917, á Geithálsi 1919 og 1920, á Hvoli 1922, í Varmadal 1924 og 1927 og á Heiðarhól.
Hann varð veikur af berklum og lést á Vífilsstaðaspítala 1938.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.is.
- Manntöl.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.