„Matthildur Zophoníasdóttir“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
(Ný síða: '''Matthildur Zoponíasdóttir''' frá Læknesstöðum á Langanesi, húsfreyja fæddist 22. nóvember 1928.<br> Foreldrar hennar voru Zophonías Frímann Jónsson frá Læknesstöð...)
 
m (Verndaði „Matthildur Zophoníasdóttir“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
 
(Enginn munur)

Núverandi breyting frá og með 12. september 2020 kl. 19:24

Matthildur Zoponíasdóttir frá Læknesstöðum á Langanesi, húsfreyja fæddist 22. nóvember 1928.
Foreldrar hennar voru Zophonías Frímann Jónsson frá Læknesstöðum, bóndi og útgerðarmaður, síðar á Þórshöfn, Sýrnesi í Aðaldal, S-Þing. og síðast á Húsavík, f. 23. október 1909, d. 8. janúar 1985 og Ólafía Guðrún Friðriksdóttir frá Vindheimum neðri í Hörgárdal, Ey., húsfreyja, f. 11. febrúar 1906, d. 11. nóvember 1955.

Matthildur var með foreldrum sínum í æsku, var í Stórholti 12 í Reykjavík 1950. Hún eignaðist Arnþrúði Rannveigu á því ári með Jósef.
Þau Halldór Davíð giftu sig 1952, eignuðust fimm börn og Halldór varð fósturfaðir Arnþrúðar Rannveigar. Þau bjuggu á Héðinsbraut 15 á Húsavík við fæðingu Ólafíu Guðrúnar 1953 og við fæðingu Halldórs Benedikts, bjuggu á Hilmisgötu 1 við fæðingu Jónasínu 1961 og Önnu Soffíu 1967. Þau bjuggu á Hraunslóð 3 með fjórum barna sinna við Gos.
Hjónin fluttu til Húsavíkur 1977.
Halldór Davíð lést 2009.

I. Barnsfaðir Matthildar var Jósef Sigurður Einarsson Reynis, f. 11. ágúst 1925, d. 4. apríl 2018.
Barn þeirra:
1. Arnþrúður Rannveig Jósefsdóttir húsfreyja, f. 28. apríl 1950 að Garðarsbraut 19 á Húsavík. Maður hennar Sigurður Grétar Benónýsson, f. 14. febrúar 1950.

II. Maður Matthildar, (5. júlí 1952), var Halldór Davíð Benediktsson frá Hólmavaði í Aðaldal, S-Þing., bakari, matsveinn, starfsmaður við laxeldi, f. 9. febrúar 1929, d. 9. maí 2009.
Börn þeirra:
1. Ólafía Guðrún Halldórsdóttir húsfreyja, f. 8. júní 1953, d. 26. febrúar 2019. Fyrrum maður hennar Sigurður Þór Sveinsson.
2. Halldór Benedikt Halldórsson, f. 20. ágúst 1955. Kona hans Linda Sigurlásdóttir.
3. Jónasína Halldórsdóttir, f. 15. október 1961. Maður hennar Einar Axel Gústavsson.
4. Anna Soffía Halldórsdóttir, f. 14. febrúar 1967. Sambýliskona Hildur Þórðardóttir.
5. Ester Halldórsdóttir, f. 17. september 1969. Maður hennar Sigurður Lárus Sigurðsson.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Morgunblaðið 24. maí 2009. Minning Haldórs Davíðs.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.