Halldór Davíð Benediktsson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Halldór Davíð Benediktsson.

Halldór Davíð Benediktsson frá Hólmavaði í Aðaldal S-Þing., bakari, matsveinn, starfsmaður við fiskeldi fæddist 9. febrúar 1929 og lést 9. maí 2009.
Foreldrar hans voru Benedikt Kristjánsson bóndi, f. 25. nóvember 1885 í Brekknakoti, d. 27. september 1968, og Jónasína Halldórsdóttir húsfreyja, f. 15. október 1895 á Hafralæk, d. 8. nóvember 1968.

Halldór nam bakaraiðn og vann lengi við hana. Þau Matthildur fluttu til Eyja 1960. Þar starfaði Halldór í Magnúsarbakaríi í níu ár, en síðan var hann matsveinn til sjós í átta ár. Hann fluttist aftur norður 1977 og vann við laxeldisstöðina á Laxamýri til 67 ára aldurs.
Þau Matthildur giftu sig 1952, eignuðust fimm börn, og Matthildur átti barn áður og varð það fósturbarn Halldórs.
Halldór lést 2009.

I. Kona Halldórs Davíðs, (5. júlí 1952), er Matthildur Zophoníasdóttir frá Læknesstöðum á Langanesi, húsfreyja, f. 22. nóvember 1928.
Börn þeirra:
1. Ólafía Guðrún Halldórsdóttir húsfreyja, f. 8. júní 1953, d. 26. febrúar 2019. Fyrrum maður hennar Sigurður Þór Sveinsson. Maður hennar Páll Þór Engilbjartsson.
2. Halldór Benedikt Halldórsson, f. 20. ágúst 1955. Kona hans Linda Sigurlásdóttir.
3. Jónasína Halldórsdóttir, f. 15. október 1961. Maður hennar Einar Axel Gústavsson.
4. Anna Soffía Halldórsdóttir, f. 14. febrúar 1967. Sambýliskona Hildur Þórðardóttir.
5. Ester Halldórsdóttir, f. 17. september 1969. Maður hennar Sigurður Lárus Sigurðsson.
Barn Matthildar og fósturbarn Halldórs Davíðs:
6. Arnþrúður Rannveig Jósefsdóttir húsfreyja, f. 28. apríl 1950 að Garðarsbraut 19 á Húsavík. Hún er barn Matthildar og Jósefs Sigurðar Reynis á Húsavík, fósturbarn Halldórs. Maður hennar Sigurður Grétar Benónýsson, f. 14. febrúar 1950.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.