„Ingibjörg Tómasdóttir (Baldri)“: Munur á milli breytinga
(Ný síða: '''Ingibjörg Tómasdóttir''' frá Barkarstöðum í Fljótshlíð, húsfreyja í Baldri við Brekastíg 22 fæddist 11. mars 1895 og lést 8. desember 1981.<br> Foreldrar...) |
m (Verndaði „Ingibjörg Tómasdóttir (Baldri)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn))) |
(Enginn munur)
|
Núverandi breyting frá og með 18. desember 2019 kl. 17:37
Ingibjörg Tómasdóttir frá Barkarstöðum í Fljótshlíð, húsfreyja í Baldri við Brekastíg 22 fæddist 11. mars 1895 og lést 8. desember 1981.
Foreldrar hennar voru Tómas Sigurðsson bóndi, hreppstjóri, f. 10. júlí 1854, d. 16. desember 1923, og kona hans Margrét Árnadóttir húsfreyja, f. 5. desember 1873, d. 29. janúar 1935.
Ingibjörg var með foreldrum sínum í æsku og enn 1920.
Þau Ólafur giftu sig 1923 í Fljótshlíð og Ingibjörg fluttist til Eyja sama ár. Þau eignuðust þrjú börn, en misstu eitt þeirra 13 ára. Þau byggðu húsið Baldur við Brekastíg 1925 og bjuggu þar.
Ólafur lést 1960 og Ingibjörg 1981.
I. Maður Ingibjargar, (29. júlí 1923), var Ólafur Sigurðsson frá Butru í Fljótshlíð, smiður, bókhaldari, verslunarmaður, f. 14. febrúar 1889 í Butru, d. 6. september 1960.
Börn þeirra:
1. Tómas Ólafsson vélstjóri, f. 3. júlí 1924 í Skógum, d. 27. júlí 1980.
2. Guðbjörg Sigríður Ólafsdóttir, f. 15. júlí 1928 í Baldri, d. 17. júní 1941.
3. Margrét Ólafsdóttir húsfreyja, f. 11. desember 1930 í Baldri.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.is.
- Manntöl.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.